fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Jet Lag

Ég er búin að halda mér vakandi í allan dag, titrandi úr þreytu. Nú þegar ég má fara að sofa, á að fara að sofa, er ég glaðvakandi.

Jet laggið er mætt á svæðið. Ótrúlegt fyrirbæri alveg hreint. Og þetta fyrirbæri elskar mig skilyrðislaust.

mánudagur, ágúst 27, 2007

High five!

Bara að það sé skrásett á spjöld sögunnar að þá kenndi ég Indiu (14 mánaða) að gera "high five"!
Það tók dömuna ekki nema eitt andartak að ná þessu, enda mikill snillingur.
Við frænkurnar sitjum hérna og hlustum á jazzaða Ellu Fitzgerald og borðum morgunmatinn, eða meira leikum með hann og hendum honum í gólfið (eða önnur okkar, ekki ég). Íslenska sjálfstæðið vantar ekki í fröken Indiu.




föstudagur, ágúst 24, 2007

..."think of a happyplace"...

Fyrir ári síðan var ég að byrja síðasta árið mitt í Kaos-inu. Fyrstu vikurnar fengum við hina og þessa (mis) áhugaverða fyrirlesara. Sumir sitja eftir vegna lærdóms og voru með gott innihald, aðrir voru einfaldlega góðir fyrirlesarar og náðu mér með sér í stuðið. E-ir hefðu getað sleppt því að koma.

Ég man eftir breskri konu fræða okkur um "wholistic businesses", nokkuð áhugavert. Og hún tók okkur í smá hugleiðslu í upphafi dagsins, það var mjög fínt. Nema þegar seiðandi rödd segir manni að "think of happyplace" í svona aðstæðum hef ég oft panikkað smá og verið með valkvíða fyrir hvernig hanna skal þennan blessaða "happyplace". Og þ.a.l ekki slappað af. En svo þegar hún sagði "it can be abstract, it can be somewhere you have been before...." róaðist ég og ósjálfrátt lá leiðin heim til Nönnu frænku í Washington. En ég hafði eytt páskunum hjá þeim fyrr á árinu.
Mér leið svo vel þessa viku, þau eiga svo fallegt hús og Washington er mjög falleg. Svo er Nanna (fyrir þá sem ekki vita) ein af mínum uppáhaldsmanneskjum í öllum heiminum.

Akkúrat núna er ég stödd í þessu æðislega "happy place" eða í húsinu hennar Nönnu og fjölskyldu í Washington DC, USA. Amma Ransý og Afi Óskar eru hérna líka, þau lesa blöðin og Dante og India leika sér um gólfin. Sjálf er ég að vinna aðeins og drekk með því "half half, de caf, charamel mochachino" frá Starbucks. Á eftir förum við í Georgetown í siglingu.

Me iz happy. Yeez.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Takið eftir því að við erum í eins jökkum

Systkinin Diljá og Örn Alexander Ámundabörn stefna að því að slá
heimsmet í hvísluleik í garði Listasafns Einars Jónssonar við
Skólavörðuholt á Menningarnótt. Þau vonast til að gestir
Menningarnætur taki þátt í leiknum en vel yfir 1000 manns þarf til
þess að fyrra met verði slegið. Hér gæti því orðið um að ræða
sögulegan atburð!

Fyrra metið var slegið í Kína á síðasta ári þar sem 1082 hvíslarar
létu orðið ganga alla leið.

Orðið fer af stað kl.15 :00 og er fólk hvatt til þess að mæta
tímanlega. Í garðinum verður líf og fjör á meðan fólk er að koma sér
fyrir. Þetta er tækifæri fyrir Reykvíkinga til að standa þétt saman,
hvíslast á og slá heimsmet í leiðinni.

Meira um fyrirbærið hvísluleik (Chinese Whispers) á Wikipedia
http://en.wikipedia.org/wiki/Chinese_whispers

fimmtudagur, ágúst 09, 2007