mánudagur, ágúst 23, 2004

Babbarrraíí

Hér er ég mætt á ný, blogger alltaf kósý. Já og nú er ég ögn frægari en þegar ég skrfaði síðast. Jú stúlkan var bara alvega að flippa á menningarnótt að taka gjörning á hverju götuhorni klædd í appelsínugult átfitt. Gekk eins í sögu og mér heilsast vel þrátt fyrir harðsperrur en það er bara alveg í lagi. Nú veit ég að ég var sko að hreyfa mig:)

Er orðin algjör fitubolla eftir sumarið en gæti ekki verið meira sama þar sem að fyrsti dagur septembermánaðar markar stór og merkileg skil hvað át og hreyfingu varðar. Nú eiga þau að fjúka og þeirra verður sko ekkert saknað.

Talandi um söknuð. Já nú fer að líða að því að fara að sakna minna heittelskuðu á ný. Jú eftir 3 sólarhringa verð ég komin til Danaveldis. Já sumarið er að enda og nú fer ég að byrja í hinum margumtalaða KAOS PILOTS skóla í Aarhus. Spennan magnast, spenna í formi tilhlökkunar og kvíða. Því auðvitað fylgir alltaf smá kvíði svona nýju skrefi...Er það ekki? jee

Núna er kveðjuprógramið í hámarki, plön frá morgni til kvölds. Rosa ljúft.

Jæja pennahliðin á mér er í verkfalli a t m. Ég er að hugsa um að láta þetta duga í bili...

Engin ummæli: