Vá þá er ég bara komin til Árósaborgar!!
Eftir langa en mjög skemmtilega ferð (þökk sé Valdísu Odenselæknanema) kom ég hingað inná herbergið mitt um klukkan 1 í nótt. Þá var ég búin að rúnta með vafasömum leigubílstjóra um miðbæinn, fyrst til að ná í lyklana mína og svo held ég nú að hann hafi verið að fara extra langa hringi til að fá meira borgað. Ég þurfti að drösla öllum töskunum uppá efstu hæð og herbergið mitt gæti ekki verið lengra inní húsið. En svo þegar ég opnaði hríslaðist ánægjan um mig!!! Þetta er meiriháttar herbergi, alveg að mínu skapi. Stúlkan sem framleigir mér virðist vita hvað hentar mér:) Hér er nóg af lömpum og seríum og smá undir súð og allt bara sætt og stílhreint....OG HREINT! Í hollandi bjó ég í indverskum kofa miðað við þetta! Hreint út sagt vá vá vá!!! og vei vei vei!
Svo í morgun fór ég út að stússast og mér til mikillar gleði var það sem ég leitaði að bara beint fyrir framan nefið á mér þegar ég kom út. Innan 50m radíus er líka: sushibar, yogacentrum, fitness og jazzballetskóli, tungumálaskólinn minn og fullt af sætum orientalbúðum og sætustu kaffihúsunum.
Skólinn er 5mín í göngu héðan og akkúrat í gengum sæta gamla miðbæinn. Þangað fór ég áðan og móttökurnar voru faðmlög og kossar. Ekkert smá huggulegt lið. Og allir virðast þekkja mann, hvort sem það er starfsfólk eða nemendur. Ég komst svo að því afhverju það var. Uppá vegg í móttökunni hangir risa stórt plakat með polaroid myndum af mér og mínum bekk.
Jæja ég er að hugsa um að fara í H&M núna, Matas og Fötex og kaupa hitt og þetta inn. Vantar ýmislegt. Svo er Arhus Festuge að byrja og ég á leið á tónleika niðrí bæ með "skólasystkinum". Mjög sátt við þetta allt saman
Meira seinna frá La KaosPilot madchen
Engin ummæli:
Skrifa ummæli