...sagði Vala Matt um síðuna mína.
EN ég ætlaði aðeins sð kíkja út í saklaust Bingó með bekkjarfélugum í gær. Þetta var haldið á einhverjum white trash bar niðrí bæ og sveitt stemmning svo fór hringinn. Ekki var hægt að spila Bingó eins alvarlega og í Vinabæ vegna mikillar ölvunar og svita þarna inni.
Klukkan var ekki slegin ellefu þegar ég stóð uppá stól að dansa við Gardenparty þeirra Mezzoforte. Öskraði: "ja det er islensk, det er islensk"! Voða stolt sko. Norsararnir voru nefnilega búin að fá La de Swinge la de Rock n Roll tvisvar og ég var komin í svona þjóðarstolts fíling. Á þessum punkti gerði ég mér líka grein fyrir að ég væri búin að tapa. Tapa fyrir djamm og öl guðinum.
Kvöldið varð lengra en ég ætlaði mér og einnig mjög skemmtilegt. Tel það líka vera áríðandi að kynnast bænum betur. Vita hvaða staðir henta mér og hverjir ekki.
Ég minni a myndaalbúið nýja!
4 ummæli:
hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha
vá. þessi græni litur heillaði mig svo. las niður alla síðuna. skólinn þinn er þúsund sinnum skemmtilegri en skólinn minn. jiminn. velkompartýið okkar var hroðbjóður. hroðbjóður og ég endaði skælandi uppí herbergi [þar sem kertaljós eru bönnuð] yfir hvað ég væri að pæla með að fara til bandaríkjanna. hefði átt að fara til dk. demit... dreki er líka þar. demit. en þúrt komin í favs. elska hvernig þú talar. ást. bets
já beta það væri gaman að hafa þig hérna í danmörku, og þú myndir pottþétt fíla þig rosa vel í þessum skóla sem ég er í... tjékkaðu á honum www.kaospilot.dk
Annars er ó svo gaman að lesa frá rednekk ævintýrum þínum, þó ég sé ekki nógu ánægð með þessi veikindi, hmm!
hugrún hví hlærð þú svona dátt hér á síðunni minni, gætir þú verið nákvæmari??
mér fannst bara svo skemmtilegt á bingókvöldinu með þér ... dásamleg lýsing!
Skrifa ummæli