Á aðfangadagskvöld byrjaði ég að hnerra. Á jóladag átti að fara með mig uppá bráðamóttöku vegna kviðarkvala. Á annan var ég með hita, en ég var í afneitun. Síðan á þriðja hef ég legið lárétt. Akkúrat núna langar mig að öskra úr pirringi. Jólin eru hátíð ljós og friðar...en ekki hita og hósta. Fyrir utan þessar neikvæðu staðreyndir hérna að ofan hef ég líka haft það ó svo fínt. Þetta er tildæmis fyrstu jólin sem ég át ekki yfir mig. Og ég fékk margar og fallegar gjafir. Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið.
Í dag er síðasti föstudagur ársins. Á landinu eru staddir aðeins fleiri KaosPilotar en aðra föstudaga ársins. Sem þýðir bara eitt. Happy go lucky and lucky go happy...101 Reykjavík. Litlir mjóir skandinavar fá að sjá íslenskan ungdóm drekka frá sér kjötsvima á helstu krám bæjarins. Allir að gera upp árið, hápunkta og lægðir. Hvað langar fólki að gera á gamlárs? Mitt markmið er allavega að komast úr þessum blessuðu náttfötum (þótt þægileg séu), finna gleðina og koma sjá og sigra þessa síðustu daga ársins.
Já elsku rassgatafýlurnar mínar, ég óska ykkur gleðilegra jóla og ótrúlegra daga á næsta ári. Verið nú prúð og stillt.
Ykkar sjúklingur
Diljá
þriðjudagur, desember 19, 2006
Kæru farþegar, velkomin heim
Já þá er maður mættur á eyju kennda við ís. Hvítur jólasnjór lá yfir öllu þegar við lenntum en sú dýrð var ekki lengi að hverfa þegar ég vaknaði í morgunn. Grátt yfir öllu og ausandi rigning. Hápunktur helgarinnar var kannski þegar prestur spurði hana Hörpu mína "hvað barnið ætti að heita" og svaraði um hæl: Sölvi Freyr.
Sölvi Freyr Helgason heitir drengurinn og ber það ósköp vel.
Ég hitti svo litlu frænku mína, Indiu 6 mánaða, í fyrsta skipti stuttu eftir lendingu. Okkur samdi svona rosalega vel og það fyrsta sem hún gerði var að kúrast aðeins í hálsakoti mínu. Og þar með var ég brædd.
Árlegt jólaboð Frímanns og Bjarna var á laugardagskvöldið. Íbúðin þeirra var full af æðislegu fólki úr öllum áttum. Mjög gaman.
Framundan eru svo tvenn litlu jól saumaklúbbana og jólahlaðborð hjá Sigga Hall með fjölskyldunni á fimmtudaginn. Áður en maður veit af er kominn aðfangadagur. Og er það nú ekki slæmt event.
Ég vil nú ekki fara of mörgum orðum um Julefrokost KaosPilot skólans sem var á fimmtudagskvöldið sl. Stemmningunni er varla hægt að lísa í siðprúðum orðum, og ekki viljum við að þetta verði e-r sora síða....eða hvað?;) Hérna eru nokkrar myndir
Sölvi Freyr Helgason heitir drengurinn og ber það ósköp vel.
Ég hitti svo litlu frænku mína, Indiu 6 mánaða, í fyrsta skipti stuttu eftir lendingu. Okkur samdi svona rosalega vel og það fyrsta sem hún gerði var að kúrast aðeins í hálsakoti mínu. Og þar með var ég brædd.
Árlegt jólaboð Frímanns og Bjarna var á laugardagskvöldið. Íbúðin þeirra var full af æðislegu fólki úr öllum áttum. Mjög gaman.
Framundan eru svo tvenn litlu jól saumaklúbbana og jólahlaðborð hjá Sigga Hall með fjölskyldunni á fimmtudaginn. Áður en maður veit af er kominn aðfangadagur. Og er það nú ekki slæmt event.
Ég vil nú ekki fara of mörgum orðum um Julefrokost KaosPilot skólans sem var á fimmtudagskvöldið sl. Stemmningunni er varla hægt að lísa í siðprúðum orðum, og ekki viljum við að þetta verði e-r sora síða....eða hvað?;) Hérna eru nokkrar myndir
miðvikudagur, desember 13, 2006
Costa del Jol
Hey people very merry christmas! Farið á myspace síðuna mína og hlustið á jólalagið þar.
Já annar í aðventu er kominn og farinn. Ekki snert piparkökudeig ennþá(nema þá í kúluformi í Ben og Jerry´s), né skrifað staf í jólakort. Er að spá í að senda bara nýárs-ástarbréf í staðinn. Safna saman öllum mínum væmnu kröftum og staraaaaa! Þið vitið, svona eins og kærleiksbirnirnir. Ég hef alla tíð gefið mig út fyrir að elska aðventuna jafnt sem jólin. Notið mín þegar jólalögin óma, labba í jólaljósunum með eplakinnar að verlsa gjafir, drekka glögg etc etc.
Í augnablikinu er ég ekki að nenna þessu, sérstaklega ekki þessum gjafakaupum. Ég verð bara ringluð, átta mig ekki alveg á þessu lengur. Keypti aukaferðatösku í gær til að koma öllum gjöfunum fyrir á leið heim til Íslands. Kem á laugardaginn nk. Og það er þétt dagskrá í anda aðventunnar; jólaboð, skírn, litlu jól, stefnumót, litlu jól, jólahlaðborð, jólaglögg,jólakonfektgerð, jólapakkainnpökkun, upplestur á súfistanum, þorláksmessa og svo endalaust framvegis!
Já og svo er hinn rosalegi Julefrokost KaosPilotskólans í kvöld. Þemað er Hollywood in the 50´s meets Sinatra, Hepburn and glamour... Ekki amalegt jólaþema. Team 13 sér alveg um skipulag og okkur er bara sagt að mæta í okkar fínasta 50´s pússi kl.19 niðrí skóla. Meira vitum við hin ekki. En frábært verður þetta, það efast ég ekki um.
bæjó
Já annar í aðventu er kominn og farinn. Ekki snert piparkökudeig ennþá(nema þá í kúluformi í Ben og Jerry´s), né skrifað staf í jólakort. Er að spá í að senda bara nýárs-ástarbréf í staðinn. Safna saman öllum mínum væmnu kröftum og staraaaaa! Þið vitið, svona eins og kærleiksbirnirnir. Ég hef alla tíð gefið mig út fyrir að elska aðventuna jafnt sem jólin. Notið mín þegar jólalögin óma, labba í jólaljósunum með eplakinnar að verlsa gjafir, drekka glögg etc etc.
Í augnablikinu er ég ekki að nenna þessu, sérstaklega ekki þessum gjafakaupum. Ég verð bara ringluð, átta mig ekki alveg á þessu lengur. Keypti aukaferðatösku í gær til að koma öllum gjöfunum fyrir á leið heim til Íslands. Kem á laugardaginn nk. Og það er þétt dagskrá í anda aðventunnar; jólaboð, skírn, litlu jól, stefnumót, litlu jól, jólahlaðborð, jólaglögg,jólakonfektgerð, jólapakkainnpökkun, upplestur á súfistanum, þorláksmessa og svo endalaust framvegis!
Já og svo er hinn rosalegi Julefrokost KaosPilotskólans í kvöld. Þemað er Hollywood in the 50´s meets Sinatra, Hepburn and glamour... Ekki amalegt jólaþema. Team 13 sér alveg um skipulag og okkur er bara sagt að mæta í okkar fínasta 50´s pússi kl.19 niðrí skóla. Meira vitum við hin ekki. En frábært verður þetta, það efast ég ekki um.
bæjó
sunnudagur, desember 10, 2006
Söfnun 2006
Peningurinn fyrir Desember 2006, dýrasta mánuð ársins, er búinn. Synjun í dag. Og ég á eftir að kaupa flestar gjafirnar og lifa (eins og drottning) í 20 daga í viðbót.
Er e-r möguleiki á að e-r nákominn mér, eða bara e-r sem finnst mikið til mín koma og finnur til með mér núna, geti startað söfnun?
Það væri ótrúlega almennilegt framtak. Og ég get sagt það strax núna að mamma og pabbi ólu mig bara nokkuð vel upp að því leiti að ég er svona skemmtilega þakklát týpa. Og þeir sem leggja inná söfnunarreikninginn fá alveg innilegt faðmlag og jafnvel koss á kinn ef ég er í stuði.
Allavega, bara á milli mín og þín, þá vona ég bara að þið finnið þetta hjá sjálfum ykkur. Enginn pressa frá mér sko...
Er e-r möguleiki á að e-r nákominn mér, eða bara e-r sem finnst mikið til mín koma og finnur til með mér núna, geti startað söfnun?
Það væri ótrúlega almennilegt framtak. Og ég get sagt það strax núna að mamma og pabbi ólu mig bara nokkuð vel upp að því leiti að ég er svona skemmtilega þakklát týpa. Og þeir sem leggja inná söfnunarreikninginn fá alveg innilegt faðmlag og jafnvel koss á kinn ef ég er í stuði.
Allavega, bara á milli mín og þín, þá vona ég bara að þið finnið þetta hjá sjálfum ykkur. Enginn pressa frá mér sko...
fimmtudagur, desember 07, 2006
RekkjuDiljá 2006
Ég hef stundum gert upp árið í lok ársins. Það hefur verið gaman að sjá hvað stendur uppúr og afhverju. Hvað hefur hefur áhrifaríkt og skemmtilegt. Góður siður. En þetta ætla ég ekki að gera núna, ekki strax allavega.
Það er mér svo ofarlega í huga þessa dagana í hversu mörgum rúmum ég hef sofið í á árinu 2006. En ég hugsa að ekkert ár af mínum 27 innihaldi svo háa tölu rúma og 2006. Þetta er þó ekki af því að ég er svona lauslát (langt því frá !)
En mikil ósköp sem ég hef flakkað á milli með ferðatöskuna mína góðu. Þetta spannar allt frá bedda í eldhúsi í Köben til 5 stjörnu hótel í Las Vegas. Nákvæmur listi kemur síðar. Óhætt að segja að það sé gaman að halda utan um svona "mikilvægar" tölur.
Rótleysið hefur verið ríkjandi í lífi mínu síðan haustið 2003. Fyrst fannst mér gaman að lifa þessu litríka sígaunalífi. Enda mikið fyrir ævintýri og afbrigðileg augnablik sem verða að minningum. En núna er gamanið búið og heim vil ek! Stöðuleiki óskast strax...ó já, ó já.
------------------------
Síðan síðast:
Búin í prófinu. Inní mér er blanda af gleði, lærdómi og smá vonbrigðum. Hefði mátt ganga betur. En mælikvarðinn er víst margþættur og mitt er valið að vega og meta.
(jáh maður er djúpur) Eitt af því besta við prófadagana var stór skammtur af kveðjum sem barst í gegnum gleðinnar tæknidyr hvaðan af úr heiminum. "Do it the icelandic Diljá style" sögðu krakkarnir í team 11. Já já ég er búin að ala þessar elskur svo vel upp...
Fór svo á funheitt stefnumót í Köben að hitta kærastann og foreldra hans. Drakk jólaglögg, borðaði purusteik og mátaði kjóla og skoðaði skó. Gleymi alltaf að byrja kaupa jólagjafirnar samt, úpps kaupi bara e-ð handa mér. Verð að fara að venja mig af þessu. Eða ekki...?
Er nú loksins komin í 5 stjörnu herbergi Ástríðar minnar, sem er í Búdapest. Lundin léttist um leið og ég fékk húsnæði. Kamilla brilleraði í prófinu sínu í gær, "you make Dilla proud".
Fagnað var með kókóskjúlla a la Ástríður og öl með team 12 á Pub´en.
Í dag var það jólagjafaverslun, glögg og í kvöld er það fótabað, maski og bíómynd. Á morgun rómantískt stefnumót hjá Dill&Mill í 3jarétta, svo partý í KP. Á sun er það svo jólakökubaxtur og Royaljólamatur 2006.
Já þetta er yndislegt yndislegt líf!
Væri samt til í að vera aðeins minna blönk.
Bæjó
Það er mér svo ofarlega í huga þessa dagana í hversu mörgum rúmum ég hef sofið í á árinu 2006. En ég hugsa að ekkert ár af mínum 27 innihaldi svo háa tölu rúma og 2006. Þetta er þó ekki af því að ég er svona lauslát (langt því frá !)
En mikil ósköp sem ég hef flakkað á milli með ferðatöskuna mína góðu. Þetta spannar allt frá bedda í eldhúsi í Köben til 5 stjörnu hótel í Las Vegas. Nákvæmur listi kemur síðar. Óhætt að segja að það sé gaman að halda utan um svona "mikilvægar" tölur.
Rótleysið hefur verið ríkjandi í lífi mínu síðan haustið 2003. Fyrst fannst mér gaman að lifa þessu litríka sígaunalífi. Enda mikið fyrir ævintýri og afbrigðileg augnablik sem verða að minningum. En núna er gamanið búið og heim vil ek! Stöðuleiki óskast strax...ó já, ó já.
------------------------
Síðan síðast:
Búin í prófinu. Inní mér er blanda af gleði, lærdómi og smá vonbrigðum. Hefði mátt ganga betur. En mælikvarðinn er víst margþættur og mitt er valið að vega og meta.
(jáh maður er djúpur) Eitt af því besta við prófadagana var stór skammtur af kveðjum sem barst í gegnum gleðinnar tæknidyr hvaðan af úr heiminum. "Do it the icelandic Diljá style" sögðu krakkarnir í team 11. Já já ég er búin að ala þessar elskur svo vel upp...
Fór svo á funheitt stefnumót í Köben að hitta kærastann og foreldra hans. Drakk jólaglögg, borðaði purusteik og mátaði kjóla og skoðaði skó. Gleymi alltaf að byrja kaupa jólagjafirnar samt, úpps kaupi bara e-ð handa mér. Verð að fara að venja mig af þessu. Eða ekki...?
Er nú loksins komin í 5 stjörnu herbergi Ástríðar minnar, sem er í Búdapest. Lundin léttist um leið og ég fékk húsnæði. Kamilla brilleraði í prófinu sínu í gær, "you make Dilla proud".
Fagnað var með kókóskjúlla a la Ástríður og öl með team 12 á Pub´en.
Í dag var það jólagjafaverslun, glögg og í kvöld er það fótabað, maski og bíómynd. Á morgun rómantískt stefnumót hjá Dill&Mill í 3jarétta, svo partý í KP. Á sun er það svo jólakökubaxtur og Royaljólamatur 2006.
Já þetta er yndislegt yndislegt líf!
Væri samt til í að vera aðeins minna blönk.
Bæjó
mánudagur, nóvember 27, 2006
Þú og ég og jól
Núna er ég löglega afsökuð af því að vera í jólaskapi. Heima á Íslandi hefur jólasnjórinn komið...og reyndar eiginlega farið. Svo er ég komin til Árósa og þar hanga stjörnubjört jólaljós yfir endilöngu strikinu þar í borg. Ó sú fegurð sem lýsir upp sál mína í skammdeginu. Upp upp mín sál! Já og megi Guðs englar vera með mér á næstkomandi fimmtudag kl.13-14.30. En þá stíg ég á svið fyrir framan græna borðið. Fyrir aftan það sitja þrír dómarar, og munu þeir fyrst hlíða á 25mín. kynningu mína um verkefnið mitt. Eftir það hafa þeir 45mín. til að spyrja mig spjörunum úr...hakka mig í sig semsagt!
Mikið mun verða yndislegt að hafa loksins lokið þessu blessaða verkefni mínu. Já og daginn eftir koma svo peningafúlgurnar frá LÍN, en eins og við vitum öll að þá er það svo mikið að maður veit ekki aura sinna tal á slíkum tímamótum sem mánaðarmót eru nú.
Hef ég hugsað mér að verlsa inn fallegar jólagjafir handa þeim sem ég elska mest (eða bara gefa mér líka gjöf...) Og svo tekur við Royalsmákökubakstur, jólakortaföndur, Royaljólamatarboð með öllu tilheyrandi. Ó Guð hvað börnin mín verða heppin með jólamömmuna sína...í framtíðinni. Ég segi nú bara eins og hann Eiki minn Hauks; ég vilað alla daga væru jól!!
Ég bið ykkur vel að lifa. Lifið lengi en ekki í fatahengi, og í lukku en ekki í krukku.
Mikið mun verða yndislegt að hafa loksins lokið þessu blessaða verkefni mínu. Já og daginn eftir koma svo peningafúlgurnar frá LÍN, en eins og við vitum öll að þá er það svo mikið að maður veit ekki aura sinna tal á slíkum tímamótum sem mánaðarmót eru nú.
Hef ég hugsað mér að verlsa inn fallegar jólagjafir handa þeim sem ég elska mest (eða bara gefa mér líka gjöf...) Og svo tekur við Royalsmákökubakstur, jólakortaföndur, Royaljólamatarboð með öllu tilheyrandi. Ó Guð hvað börnin mín verða heppin með jólamömmuna sína...í framtíðinni. Ég segi nú bara eins og hann Eiki minn Hauks; ég vilað alla daga væru jól!!
Ég bið ykkur vel að lifa. Lifið lengi en ekki í fatahengi, og í lukku en ekki í krukku.
mánudagur, nóvember 20, 2006
Stick around for Joy
Listablogg eftir helgina, í krónikkal order:
-Við stelpurnar fórum á Apótekið að fagna nýjum aldri Maj-Brittar, borðuðum sushi og drukkum hvítt, freyði og mohitos.
-Dansaði og söng með öllum lögunum á Sykurmolatónleikunum. Dáðist að meðlimum Sykurmolanna fyrir að skemmta sér svona vel á sviðinu.
-Fór í "hliðarsviðs"-partý með plebba VIP fólki Íslands. Drukkum frítt og fórum í lyftu á klósettið. Svo fannst mér lagaval plötusnúðarins svolítið áhugavert, en hann spilaði "best of pop ´93" eða e-ð álíka.
-Brjálæðiskast í kaffibarsröð, versta sort af niðurlægingu.
-Rússneskt kókaín, sápukúla með Tinnu, sms sendingar og fleiri uppákomur í takt við galeiðuna þetta kvöldið.
-Vegamótaborgari, egils appelsín, appelsínuhlunkur, turkish pepper brjóstsykur og löng baðferð einkenndi laugardaginn minn.
-Óvænt boð á Sufjan Stevens kallaði á kjól, eyeliner og hársprey í flýti.
-Tónleikarnir í Fríkirkjunni voru ótrúlegir. Ég sveif um. Allt öðruvísi en tónleikarnir kvöldið áður.
-Jólaboð hjá Maríu Rut og Sunnu Dís. Skandinavískur grjónagrautur með smjöri og kanil. Snafs og evrópskar pylsur og reyktur ostur. Celine á fóninum. Blaut frönsk í desert ásamt ís og jarðaberjum og flauels rauðvíni. Fór ég rétt með þetta Sunna?
-Boðflenntist í brúðkaup og mætti kl.2 eftir miðnætti. Ótrúlega fyndið að mæta edrú í veislu sem hefur boðið hörku djömmurum uppá frítt áfengi í marga klukkutíma. Þarna var fólk að strippa, slást, dansa, dansa og drekka og syngja, trúnó.
-Ég fór bara á barinn og slóst í hópinn, leið ekki á löngu þar til að ég átti trúnaðarsamtal við ókunnuga konu á klósettinu.
-Gekk síðan útí nóttina, í mikla snjónum, á opnum hælaskóm. Það er lífsreynsla, tja jafnvel hetjudáð ungrar konu?
-Á sunnudagskvöldið hélt síðan vinahópurinn útí Nóatún og verslaði inn eins og fjölskylda fyrir jólin 1984. Bayonneskinka, brúnar karteflur, ora grænar, ora gular, rauðkál, 2 gerðir af brúnni sósu og hrásalat. Og svo ómuðu jólalögin.
-Eddan var ok, margt sem kom ótrúlega mikið á óvart. Já nei bíddu...eða ekki. NOT (eins og Borat lærði í jú ess end of eii)
Ég verð viku á landinu í viðbót. Vikan fer í almennt stúss og hugguleg heit. Er til í kaffistefnumót, hafið samabnd!
Bæjó
-Við stelpurnar fórum á Apótekið að fagna nýjum aldri Maj-Brittar, borðuðum sushi og drukkum hvítt, freyði og mohitos.
-Dansaði og söng með öllum lögunum á Sykurmolatónleikunum. Dáðist að meðlimum Sykurmolanna fyrir að skemmta sér svona vel á sviðinu.
-Fór í "hliðarsviðs"-partý með plebba VIP fólki Íslands. Drukkum frítt og fórum í lyftu á klósettið. Svo fannst mér lagaval plötusnúðarins svolítið áhugavert, en hann spilaði "best of pop ´93" eða e-ð álíka.
-Brjálæðiskast í kaffibarsröð, versta sort af niðurlægingu.
-Rússneskt kókaín, sápukúla með Tinnu, sms sendingar og fleiri uppákomur í takt við galeiðuna þetta kvöldið.
-Vegamótaborgari, egils appelsín, appelsínuhlunkur, turkish pepper brjóstsykur og löng baðferð einkenndi laugardaginn minn.
-Óvænt boð á Sufjan Stevens kallaði á kjól, eyeliner og hársprey í flýti.
-Tónleikarnir í Fríkirkjunni voru ótrúlegir. Ég sveif um. Allt öðruvísi en tónleikarnir kvöldið áður.
-Jólaboð hjá Maríu Rut og Sunnu Dís. Skandinavískur grjónagrautur með smjöri og kanil. Snafs og evrópskar pylsur og reyktur ostur. Celine á fóninum. Blaut frönsk í desert ásamt ís og jarðaberjum og flauels rauðvíni. Fór ég rétt með þetta Sunna?
-Boðflenntist í brúðkaup og mætti kl.2 eftir miðnætti. Ótrúlega fyndið að mæta edrú í veislu sem hefur boðið hörku djömmurum uppá frítt áfengi í marga klukkutíma. Þarna var fólk að strippa, slást, dansa, dansa og drekka og syngja, trúnó.
-Ég fór bara á barinn og slóst í hópinn, leið ekki á löngu þar til að ég átti trúnaðarsamtal við ókunnuga konu á klósettinu.
-Gekk síðan útí nóttina, í mikla snjónum, á opnum hælaskóm. Það er lífsreynsla, tja jafnvel hetjudáð ungrar konu?
-Á sunnudagskvöldið hélt síðan vinahópurinn útí Nóatún og verslaði inn eins og fjölskylda fyrir jólin 1984. Bayonneskinka, brúnar karteflur, ora grænar, ora gular, rauðkál, 2 gerðir af brúnni sósu og hrásalat. Og svo ómuðu jólalögin.
-Eddan var ok, margt sem kom ótrúlega mikið á óvart. Já nei bíddu...eða ekki. NOT (eins og Borat lærði í jú ess end of eii)
Ég verð viku á landinu í viðbót. Vikan fer í almennt stúss og hugguleg heit. Er til í kaffistefnumót, hafið samabnd!
Bæjó
föstudagur, nóvember 17, 2006
oh happy day!
Hér sjáið þið Karin Barreth. Konu sem ég held mikið uppá. Hún er hjarta KaosPilot skólans. Meyra&væmna Diljá grætur við tilhugsunina við að kveðja hana á sviði MuskikHuset þann 15.júní 2007. EN hvað um það! Hérna heldur Karin á prósesskýrslunni minni. Myndin var tekin þegar skólasystir mín skilaði henni inn fyrr í morgun. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?
Hér sjáið ið drottninguna MajBritt Briem. Konu sem ég held líka mjög mikið uppá. Við höfum hlegið og grátið saman, en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af neinu vælukveðjástandi með henni Maj! Henni skal ég fylgja í gegnum lífið. Hlægja enn meira og gráta enn meira, saman í gegnum súrt og sætt. Vinkonurnar Diljá og MajBritt eiga sitt einstaka samband og búnar að eiga lengi. EN hvað um það! Hún MajBritt á afmæli í dag!! 32 ára þessi elska. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?
Jæja og hérna er boðskort í 20 ára afmælisveislu ammlis sykurmolana! Þetta er hljómsveit sem ég ólst mikið upp við að hlusta á. Mamma var svona á sínum "prime time" (og er það enn) þegar þau voru að ná humar eða frægð á sínum tíma. Ég man að mér þótti lagið Ammli rosa flott. Helst á íslensku.
Síðast liðin ár hef ég verið að uppgvöta þau uppá nýtt. Og núna ligg ég hérna í rapture, eyes wide open, með svona barnaspennuhnút í maganum. Í kvöld eru tónleikar, í kvöld er ammli!!
Er þetta tilefni til að fagna í kvöld??
Ég gæti faðmað umboðsmann Borat af gleði og spennu! ótrúlega skemmtilegur dagur í dag, dagurinn sem ég skilaði skýrslunni, óska Maj til hamingju með daginn og ætla á Sykurmolatónleika!
Allir saman nú: "Today is a birthday
They're smoking cigars
He's got a chain of flowers
And sows a bird in her knickers
Ohhh... "
Hamingjan já! Ekki svo vandfundið fyrirbæri verð ég að segja...
Hér sjáið ið drottninguna MajBritt Briem. Konu sem ég held líka mjög mikið uppá. Við höfum hlegið og grátið saman, en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af neinu vælukveðjástandi með henni Maj! Henni skal ég fylgja í gegnum lífið. Hlægja enn meira og gráta enn meira, saman í gegnum súrt og sætt. Vinkonurnar Diljá og MajBritt eiga sitt einstaka samband og búnar að eiga lengi. EN hvað um það! Hún MajBritt á afmæli í dag!! 32 ára þessi elska. Er þetta tilefni til að fagna í kvöld?
Jæja og hérna er boðskort í 20 ára afmælisveislu ammlis sykurmolana! Þetta er hljómsveit sem ég ólst mikið upp við að hlusta á. Mamma var svona á sínum "prime time" (og er það enn) þegar þau voru að ná humar eða frægð á sínum tíma. Ég man að mér þótti lagið Ammli rosa flott. Helst á íslensku.
Síðast liðin ár hef ég verið að uppgvöta þau uppá nýtt. Og núna ligg ég hérna í rapture, eyes wide open, með svona barnaspennuhnút í maganum. Í kvöld eru tónleikar, í kvöld er ammli!!
Er þetta tilefni til að fagna í kvöld??
Ég gæti faðmað umboðsmann Borat af gleði og spennu! ótrúlega skemmtilegur dagur í dag, dagurinn sem ég skilaði skýrslunni, óska Maj til hamingju með daginn og ætla á Sykurmolatónleika!
Allir saman nú: "Today is a birthday
They're smoking cigars
He's got a chain of flowers
And sows a bird in her knickers
Ohhh... "
Hamingjan já! Ekki svo vandfundið fyrirbæri verð ég að segja...
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Þetta á vel við fröken fix í ritgerðarsmíðum
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Hrúturinn veldur óþarfa streitu hjá sjálfum sér með því að hugsa um að hlutirnir eigi að vera öðruvísi en þeir eru. Auðvitað er það rétt og þeir eiga eftir að breytast um leið og þú einbeitir þér að því sem er í lagi í viðkomandi aðstæðum.
Þetta á meira að segja það vel við að þetta er sama hugmyndafræðin og stúlkan kvótar í í ritgerðinni sinni. Eða skýrslunni. Hver er munurinn á skilgreiningu? Ég búa erlendis og kunna ekki lengur íslenska.
48 tímar í skil. Mikið verð ég hamingjusöm stúlka þá.
Deus does not exsit...but if he does...he lives in a sky above me.
HJÁLP! er á Þjóðarbókhlöðunni og er svo hrædd um að fólkið hérna haldi að garnagaulið í mér sé prump.
Bæjó
Hrúturinn veldur óþarfa streitu hjá sjálfum sér með því að hugsa um að hlutirnir eigi að vera öðruvísi en þeir eru. Auðvitað er það rétt og þeir eiga eftir að breytast um leið og þú einbeitir þér að því sem er í lagi í viðkomandi aðstæðum.
Þetta á meira að segja það vel við að þetta er sama hugmyndafræðin og stúlkan kvótar í í ritgerðinni sinni. Eða skýrslunni. Hver er munurinn á skilgreiningu? Ég búa erlendis og kunna ekki lengur íslenska.
48 tímar í skil. Mikið verð ég hamingjusöm stúlka þá.
Deus does not exsit...but if he does...he lives in a sky above me.
HJÁLP! er á Þjóðarbókhlöðunni og er svo hrædd um að fólkið hérna haldi að garnagaulið í mér sé prump.
Bæjó
laugardagur, nóvember 11, 2006
Innblástursbjór?
Við Sigga vorum með ritstýflu í gær. Ákváðum að leysa það með smá innblástursbjór. Hefur reynst vel, ekki í gær, skrifuðum meira á messenger og töluðum á skype. Ætluðum á Holtið en enduðum í heimsendri flatböku frá Dominos. Enduðum svo sjálfar sem lúðaseglar á Ölstofunni.
Hér sjáið þið svo okkur in the day after the night before stellingum. EÐa láréttar. Sund á eftir er staðall.
Vissuð þið að hraðskákmótið á Bolungarvík féll niður? Skandall!
Hér sjáið þið svo okkur in the day after the night before stellingum. EÐa láréttar. Sund á eftir er staðall.
Vissuð þið að hraðskákmótið á Bolungarvík féll niður? Skandall!
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Einu sinni var
stelpa sem sat í miðri Skólavörðunni. Í ferkönntuðu húsi, á annari hæð með risa stóran glugga. Við skrifborð, á því var epplatölvan hennar og nokkrar spennandi bækur.
Fyrir utan féllu snjókorn til jarðar, sem breyttust í bleytu. Stelpan sem sat við skrifborðið sitt
átti að skrifa ritgerð, eða skýrslu, fyrir námið sitt. Reyndar fyrir sjálfa sig, til að mennta sig í náminu sínu. Ekkert þykir stúlkunni leiðinlegra en að fara eftir fyrirfram ákveðnum römmum.
"Afhverju á ritgerðin að vera svona en ekki eins og ég vil að hún sé?" hugsaði stelpan með sér. Hana langaði bara að koma því til skila hvað hún lærði og hvernig hún lærði það sem hún lærði. Það er hægt að læra á svo margan hátt sjáið þið til.
Svo hún fór bara að taka af sér myndir sér til yndisauka og innblásturs. Uppáhaldslagið hennar með Sykurmolunum er Walkabout en uppáhaldslagið hennar sem er vinsælt er Young Folks.
Best að setja þau á og byrja að skrifa. Ok. Bæjó
Fyrir utan féllu snjókorn til jarðar, sem breyttust í bleytu. Stelpan sem sat við skrifborðið sitt
átti að skrifa ritgerð, eða skýrslu, fyrir námið sitt. Reyndar fyrir sjálfa sig, til að mennta sig í náminu sínu. Ekkert þykir stúlkunni leiðinlegra en að fara eftir fyrirfram ákveðnum römmum.
"Afhverju á ritgerðin að vera svona en ekki eins og ég vil að hún sé?" hugsaði stelpan með sér. Hana langaði bara að koma því til skila hvað hún lærði og hvernig hún lærði það sem hún lærði. Það er hægt að læra á svo margan hátt sjáið þið til.
Svo hún fór bara að taka af sér myndir sér til yndisauka og innblásturs. Uppáhaldslagið hennar með Sykurmolunum er Walkabout en uppáhaldslagið hennar sem er vinsælt er Young Folks.
Best að setja þau á og byrja að skrifa. Ok. Bæjó
mánudagur, nóvember 06, 2006
Skammdegið ó skammdegið
Síðast liðin ár hefur skammdegið sigrað stúlkuna í nóvember. Í ár ætla ég að sigra það og er nokkuð sigurviss bara. Það tekur samt alveg á að brosa framan í þreytuna, letina og vonleysið, en algjörlega þess virði.
Maður þarf bara að taka ákvörðun og standa með henni.
Ákveða að fara í ræktina, og gera það. Ákveða að vinna vel fyrir verkefnið sitt og gera það. Ákveða að verðlauna sig og gera það. Ákveða að eyða tíma með ömmu sinni og gera það. Ákveða að safna pening og gera það. Ákveða að fara á Sykurmolatónleika og missa sig í gleðinni og gera það. Knúsa kærastann sinn eins mögulega og hægt er. OG margt margt fleira
Nike sagði það: Just do it!
Maður þarf bara að taka ákvörðun og standa með henni.
Ákveða að fara í ræktina, og gera það. Ákveða að vinna vel fyrir verkefnið sitt og gera það. Ákveða að verðlauna sig og gera það. Ákveða að eyða tíma með ömmu sinni og gera það. Ákveða að safna pening og gera það. Ákveða að fara á Sykurmolatónleika og missa sig í gleðinni og gera það. Knúsa kærastann sinn eins mögulega og hægt er. OG margt margt fleira
Nike sagði það: Just do it!
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Oh!
...ég missti af útgáfutónleikum Regínu Óskar í kvöld, missti af Í Djúpum Dal koma út. EN í staðinn gerði ég eitthvað sem lætur mig líða eins og ég standi uppá fjallstoppi, en ekki í djúpum dal. Kynþokkafulla og ósigrandi teymið Dill&Mill fékk íslensku KaosPilot-fjölskylduna í mat í kvöld. Þau fengu indverskan pottrétt (svo gott í kuldanum og skammdeginu) og rauðvín, í staðinn fengum við að ta-hala um verkefnið okkar og fá ráð, gagnrýni og nýjar hliðar. Mjög gagnlegt. Mjög huggulegt. Mjög frábært fólk!
Diamond D er líka byrjuð í líkamsrækt(aftur). íþróttateymið Dill og Six (SiggaSig) láta sjá sig eldsnemma á morgnana í Hreyfingu. Fórum í frábæran tíma í morgun, ásamt hinum kellunum frá hverfinu. Ég virðist missa taktinn með árunum og var stundum alveg ein í minni sóló rútínu...skellihlægjandi, ein. Svo ef ég einbeiti mér vel og vandlega þá sé ég kílóin fjúka. Sigga er búin að fara á 2 BootCamp námskeið, hún er meira með þetta á hreinu. En duglegar erum við! Keyrandi í kuldanum og nóttinni og fara svo að skoppa og dilla okkur með hinu sveitta fólkinu.
Gaman að þessu, lífinu. Væri samt til í að tíminn væri aðeins lengur að líða.
Gleðileg jól
Diamond D er líka byrjuð í líkamsrækt(aftur). íþróttateymið Dill og Six (SiggaSig) láta sjá sig eldsnemma á morgnana í Hreyfingu. Fórum í frábæran tíma í morgun, ásamt hinum kellunum frá hverfinu. Ég virðist missa taktinn með árunum og var stundum alveg ein í minni sóló rútínu...skellihlægjandi, ein. Svo ef ég einbeiti mér vel og vandlega þá sé ég kílóin fjúka. Sigga er búin að fara á 2 BootCamp námskeið, hún er meira með þetta á hreinu. En duglegar erum við! Keyrandi í kuldanum og nóttinni og fara svo að skoppa og dilla okkur með hinu sveitta fólkinu.
Gaman að þessu, lífinu. Væri samt til í að tíminn væri aðeins lengur að líða.
Gleðileg jól
mánudagur, október 30, 2006
Í djupum dal
Ég ákvað að skýra þessa færslu eftir nýju plötu Regínu Ósk, hef verið að velta því fyrir mér afhverju þessi stúlka skýrir plötuafkvæmið sitt slíku nafni. Hef ekki fengið svar né skýringu.
Í djúpum dal... ég er í djúpum dal verkefna, sósjal stefnumóta, hversdags erinda og markmiða sem hvunndagshetjur taka sér fyrir hendur. Á Íslandi er ég alltaf að hlaupa á milli staða og horna. Það er nú ekkert nýtt. Ég nýt mín vel í því sem ég er að gera en ég veit vel að framtíð mín má alls ekki líta svona út. Hlaupandi, utanvið mig, alltaf í símanum, alltaf sein. Nei takk.
Haustþing Framtíðarlandsins var glæsilegt. Ég hef mikla trú á þessu félagi, hugarfar þeirra er svo heillandi. Það var góð reynsla að vinna með þeim í undirbúningi þingsins, þetta er svo merkilegur hópur. Allir svo klárir og skemmtilegir. Mikill karftur. Nk. laugardag fer ég með þau uppí Borgarfjörð og leiði vinnuferli fyrir þau. Það er svona "process". Og ég "process facilitator". Þessi önn er "process" önnin mín, svo skila ég inn skýrslu um miðjan nóv og fer svo í munnlegt próf (kynning og vörn).
Já tíminn er dýrmætur, skil ekki afhverju ég er stanslaust að eyða honum hérna á þessum vef, á netinu. Best að fara að lesa, og skipuleggja og skrifa mail, skrifa hugleiðingar, gera samning og margt margt fleira. Gaman gaman! Allir velkomnir í heimsókn uppá Skólavörðustíg; nú bý ég þar og vinn þar! Ásamt Kamillu darling! VIð óskum stanslaust eftir innblástri og ferskum andvara í okkar návist.
Ps. Smá gáta í lokin; Hvaða hressi óreiðustjórnandi verður íbúi í risíbúð að Njálsgötu 16 frá og með febrúar 2007?
Í djúpum dal... ég er í djúpum dal verkefna, sósjal stefnumóta, hversdags erinda og markmiða sem hvunndagshetjur taka sér fyrir hendur. Á Íslandi er ég alltaf að hlaupa á milli staða og horna. Það er nú ekkert nýtt. Ég nýt mín vel í því sem ég er að gera en ég veit vel að framtíð mín má alls ekki líta svona út. Hlaupandi, utanvið mig, alltaf í símanum, alltaf sein. Nei takk.
Haustþing Framtíðarlandsins var glæsilegt. Ég hef mikla trú á þessu félagi, hugarfar þeirra er svo heillandi. Það var góð reynsla að vinna með þeim í undirbúningi þingsins, þetta er svo merkilegur hópur. Allir svo klárir og skemmtilegir. Mikill karftur. Nk. laugardag fer ég með þau uppí Borgarfjörð og leiði vinnuferli fyrir þau. Það er svona "process". Og ég "process facilitator". Þessi önn er "process" önnin mín, svo skila ég inn skýrslu um miðjan nóv og fer svo í munnlegt próf (kynning og vörn).
Já tíminn er dýrmætur, skil ekki afhverju ég er stanslaust að eyða honum hérna á þessum vef, á netinu. Best að fara að lesa, og skipuleggja og skrifa mail, skrifa hugleiðingar, gera samning og margt margt fleira. Gaman gaman! Allir velkomnir í heimsókn uppá Skólavörðustíg; nú bý ég þar og vinn þar! Ásamt Kamillu darling! VIð óskum stanslaust eftir innblástri og ferskum andvara í okkar návist.
Ps. Smá gáta í lokin; Hvaða hressi óreiðustjórnandi verður íbúi í risíbúð að Njálsgötu 16 frá og með febrúar 2007?
miðvikudagur, október 25, 2006
...í morgun fór ég til Jógu
í morgun gerðist e-ð...kannski best lýst í laginu;
"Joga"
e. Björk
all the accidents that happen
follow the dot
coinsidense makes sense
only with you
you don't have to speak
i feel
emotional landscapes
they puzzle me
then the riddle gets solved and you push me up to this:
...state of emergency...
...how beatuiful to be!...
...state of emergency...
...is where i want to be...
all that no-one sees
you see
what's inside of me
every nerve that hurts you heal
deep inside of me
you don't have to speak - i feel
emotional landscapes
they puzzle me
confuse
then the riddle gets solved and you push me up to this:
...state of emergency...
...how beatuiful to be!...
...state of emergency...
...is where i want to be...
...state of emergency...
...state of emergency...
"Joga"
e. Björk
all the accidents that happen
follow the dot
coinsidense makes sense
only with you
you don't have to speak
i feel
emotional landscapes
they puzzle me
then the riddle gets solved and you push me up to this:
...state of emergency...
...how beatuiful to be!...
...state of emergency...
...is where i want to be...
all that no-one sees
you see
what's inside of me
every nerve that hurts you heal
deep inside of me
you don't have to speak - i feel
emotional landscapes
they puzzle me
confuse
then the riddle gets solved and you push me up to this:
...state of emergency...
...how beatuiful to be!...
...state of emergency...
...is where i want to be...
...state of emergency...
...state of emergency...
mánudagur, október 16, 2006
My name is Diljá and I am a SumoHolic
Gleðilega hátíð
Þá er það hafið á ný. Október er greinilega alltaf eins hjá mér. Ég í jólaskapi og ég upptekin í eina viku að vinna við Airwaves hátíðina. Þetta eru tveir fastir hlekkir í mínu lífi, mínu ári. Ekkert nema gott að segja um það. Er formlega í haustfríi frá skólanum núna líka. Get samviskulaust unnið hjá Örlygi og þénað smá pjéning og skemmtun. Alltaf jafn gaman!
Og ekki má gleyma því að ég er mætt á klakann, búin að taka helgina með stæl. Þegar maður er markviss...þá gerir maður það sem maður ætlar sér. Reyndar þurfti ég að sleppa einu dagskrárlið út, en ég vona að ég geti bætt það upp fljótlega. Ikke sant Perlur?
Jæja, núna er sunnudagskvöld. Ég ætla að fara að detta út og hvíla mig fyrir hekktikk viku.
Bæjó
mánudagur, október 09, 2006
KaosPilot, á diskinn minn
KaosPilot skólinn varð 15 ára sl. föstudag. Það voru hátíðarhöld frá 9 um morguninn fram á rauða nótt. Frá 9-13 var athöfn í Aarhus Theater. Fráfarandi skólastjóri skólans, Uffe Elbæk, hélt 1.5 klt ræðu. Ræðan innihélt 8 sögur sem allar lýstu eftirminnilegum atvikum í sögu skólans og sögu hans sem skólastjóra. Það besta við Uffe er að hann er glæsilegur sögumaður og hélt hann athygli nokkur hundruð manns allan tímann. Næst síðasta sagan var um fund hans við Vigdísi Finnbogadóttur sem átti sér stað haustið 2005. Hann fór mögnuðum orðum um frú Vigdísi sem og Ísland. Ég hélt varla tárunum aftur af stolti. Reyndar voru augun mín vot af væmni alla þessa 4 klukkutíma í Aarhus Theater. Já þetta er soddan költ sem við erum í ahhaha. Yndislegt költ alveg hreint. Trúi ekki að þessu fer senn að ljúka.
Bekkurinn er fullur af tilfinningum þessa dagana. Við erum öll svo meðvituð um að þetta séu okkar síðustu stundir saman. Og að þetta komi aldrei aftur, ekki í þessari mynd eins og hún er í dag og hefur verið sl. 2 ár.
Við erum sífellt að rifja upp og tala um það sem við eigum eftir að sakna. Og það eru nú alveg ótrúlegustu hlutir sem poppa upp á yfirborðið. En allt á það sameiginlegt að vera hluti af þessu öllu, þessum skóla, KaosPilot.
Ég á aldrei eftir að geta útskýrt fyrir ykkur "hinum" nákvæmlega hvað gerðist og hvað og hvernig ég lærði. Það er kannski það stórkostlegasta við þetta allt saman. Algjörlega óáþreifanlegt. En ég get sagt ykkur það að ég er mjög stolt af því að hafa farið þennan veg. Ég held að þetta fari mínum persónuleika mjög vel, svona óhefðbundið og klikkað nám.
Þessi pistill átti nú bara að fara nokkrum orðum um veisluhöldin sl. föstudag. En svona áhrif höfðu þau á mig, og þá kannski er þeim best líst í lofræðu með ögn af væmni.
Ég er byrjuð að pakka, fór með 25kg af uppsöfnuðu dóti í póst í dag. Og þá eftir að hafa hennt heilmiklu. Það ekki í fyrsta skiptið á sl.3 árum. Flakklífernið er ekki aaaalveg búið enn. Alveg nokkrir mánuðir eftir ennþá. En maður er orðin pró, og byrjaður að stokka niður og sortera tímanlega. Svo er bara keypt sér meir; ég haga mér eins og ég sé í dagsverslunarferð hérna, næstum því daglega. Ekki normalt?
Sé ykkur heima um helgina!
Bekkurinn er fullur af tilfinningum þessa dagana. Við erum öll svo meðvituð um að þetta séu okkar síðustu stundir saman. Og að þetta komi aldrei aftur, ekki í þessari mynd eins og hún er í dag og hefur verið sl. 2 ár.
Við erum sífellt að rifja upp og tala um það sem við eigum eftir að sakna. Og það eru nú alveg ótrúlegustu hlutir sem poppa upp á yfirborðið. En allt á það sameiginlegt að vera hluti af þessu öllu, þessum skóla, KaosPilot.
Ég á aldrei eftir að geta útskýrt fyrir ykkur "hinum" nákvæmlega hvað gerðist og hvað og hvernig ég lærði. Það er kannski það stórkostlegasta við þetta allt saman. Algjörlega óáþreifanlegt. En ég get sagt ykkur það að ég er mjög stolt af því að hafa farið þennan veg. Ég held að þetta fari mínum persónuleika mjög vel, svona óhefðbundið og klikkað nám.
Þessi pistill átti nú bara að fara nokkrum orðum um veisluhöldin sl. föstudag. En svona áhrif höfðu þau á mig, og þá kannski er þeim best líst í lofræðu með ögn af væmni.
Ég er byrjuð að pakka, fór með 25kg af uppsöfnuðu dóti í póst í dag. Og þá eftir að hafa hennt heilmiklu. Það ekki í fyrsta skiptið á sl.3 árum. Flakklífernið er ekki aaaalveg búið enn. Alveg nokkrir mánuðir eftir ennþá. En maður er orðin pró, og byrjaður að stokka niður og sortera tímanlega. Svo er bara keypt sér meir; ég haga mér eins og ég sé í dagsverslunarferð hérna, næstum því daglega. Ekki normalt?
Sé ykkur heima um helgina!
þriðjudagur, október 03, 2006
Dill & Mill...
...went up the hill and said to Bill: "Hey we heard that Phil was throwin a grill?" Bill said: "No Phil doesn´t have the skill to stay there still"
Svo mér er spurn?
Fyrst Phil er búin að beila á grillinu; hver ætlar að koma að djamma með sætustu stelpum sunnan heiða á meðan við erum á Íslandi? Við mætum fimm mínutum í föstudaginn þréttánda. En ekki hvað?
Boð (og bönn jafnvel) eru vel þökkuð í kommentakerfið hérna að neðan, eða á diljaamundadottir@gmail.com
Greetings from Dill&Mill
(teymið sem lætur deigann aldrei síga...)
sunnudagur, október 01, 2006
Heimspekilegar vangaveltur stúlku með flensu, snemma a sunnudagskvöldi
Ég er búin að vera velta þessu svolítið fyrir mér, lífinu og mannlífinu. Ekki kynlífinu samt. Ég hef hugsað mér að geyma það þangað til eftir giftingu. En það er eitt sem kom mér á óvart um daginn. Hvurslags galli hjá Guði er það að láta okkur mannfólkið alltaf detta út í 6-10 tíma af sólarhring. Kannski ekki galli en e-r vöntun á útsjónarsemi. Heimurinn bíður uppá svo margt og við gætum kannski komið meiru í verk ef við værum bara vakandi verur á vegum Guðanna. Það fer tildæmis nokkuð aðeins of mikill tími í það hjá mér að vera með eftirsjá. Eða ekki eftirsjá, en svona samviskubit um að hafa ekki gert nóg. Og svo plana ég líka afskaplega mikið, er góð í því. En svo finnst mér líka voða gott að gera bara það sem mig langar hverju sinni og njóta þess augnabliks. Að Grípa Augnablikið er eitt af mínum fallegustu áhugamálum. Ég einbeiti mér oft að því.
Ég er mjög sátt við þetta líf mitt. (reyndar ekki hvað ég er feit)
En bara það að vita að ég get gert allt það sem ég vil (jæja næstum því allt) veitir manni smá frelsi. Ég vildi óska þess að ég hefði nokkra súperkrafta.
Kraftur nr.1 Að geta smellt fingri og verið komin til Íslands.
Kraftur nr.2 Getað læknað yndislega manneskju sem liggur inná spítala.
Kraftur nr.3 (ok var ekki alveg komin með hann en 3 is the magic number) ok flogið eins og fuglinn.
Það að eiga stúdentsár í útlöndum er ómetanlegt og ég mæli með því við fyrir alla sem ég þekki. Skrýtið að þetta sé kannski mitt síðasta ár. Og þess má geta að þessi færsla er skrifuð í móki hita og horstíflu. Það kannski hefur eitthvað með það að gera að þetta virkar bull. En ef vel er að gáð er þetta nú ekki svo galið...eða hvað?
Ég er mjög sátt við þetta líf mitt. (reyndar ekki hvað ég er feit)
En bara það að vita að ég get gert allt það sem ég vil (jæja næstum því allt) veitir manni smá frelsi. Ég vildi óska þess að ég hefði nokkra súperkrafta.
Kraftur nr.1 Að geta smellt fingri og verið komin til Íslands.
Kraftur nr.2 Getað læknað yndislega manneskju sem liggur inná spítala.
Kraftur nr.3 (ok var ekki alveg komin með hann en 3 is the magic number) ok flogið eins og fuglinn.
Það að eiga stúdentsár í útlöndum er ómetanlegt og ég mæli með því við fyrir alla sem ég þekki. Skrýtið að þetta sé kannski mitt síðasta ár. Og þess má geta að þessi færsla er skrifuð í móki hita og horstíflu. Það kannski hefur eitthvað með það að gera að þetta virkar bull. En ef vel er að gáð er þetta nú ekki svo galið...eða hvað?
miðvikudagur, september 27, 2006
Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið
Hið árlega jólaskap Diljár er mætt á svæðið. Aðeins fyrr á ferðinni en vanalega, oftast gerist það um miðjan Október. Komst að því fyrir 3 mín síðan að hún Fanney mín er eins. Og sitjum við hér og hlustum á hann Nat okkar singja um tjestnöts rósting on ei ópen fæjér... Voða huggulegt. 3 af 4 Dalgasdömum tóku sér dömufrí, eða húsmæðraorlof, í dag miðvikudag. Það er stundum bara svo nauðsynlegt að vera góður við sig á þessum síðustu og verstu. Við tókum laaaangan morgunmat og er e-ð betra en það? Og núna kom Guðný færandi hendi; íslenskt kúlusúkk í skál. Íslenskt nammi er einfaldlega betra í útlöndum. Og gott er það nú fyrir.
En já talandi um morgunmat, eða brunch. Það er nú meira móðins að segja brönsj ikke sant? Þá höfum við, rjómi íslendinga í Árósum stofnað brönsj-klúbb. Og verður hann í ástundum hvern sunnudag...allan daginn. Eins og á sunnudaginn sl. Þá var þetta 12 tíma brunch. Ómetanlegt og já maður á að taka hvíldardaginn heilagan! Við fundum okkur svo vel í þessari klúbbastofnun að við ákváðum að stofna matarklúbb líka í leiðinni, og verður fyrsta matarboðið í kvöld. Helgi ætlar að sjá um 3ja rétta máltíð með smá víndropa, ekki mikið, skóli daginn eftir. Alveg nóg að gerast í royal-heitunum hjá okkur stúdentunum í Árósum.
Þú og ég og jól. Ein í alfyrsta sinn.
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.
Kveðja
Diljá jólastelpa
En já talandi um morgunmat, eða brunch. Það er nú meira móðins að segja brönsj ikke sant? Þá höfum við, rjómi íslendinga í Árósum stofnað brönsj-klúbb. Og verður hann í ástundum hvern sunnudag...allan daginn. Eins og á sunnudaginn sl. Þá var þetta 12 tíma brunch. Ómetanlegt og já maður á að taka hvíldardaginn heilagan! Við fundum okkur svo vel í þessari klúbbastofnun að við ákváðum að stofna matarklúbb líka í leiðinni, og verður fyrsta matarboðið í kvöld. Helgi ætlar að sjá um 3ja rétta máltíð með smá víndropa, ekki mikið, skóli daginn eftir. Alveg nóg að gerast í royal-heitunum hjá okkur stúdentunum í Árósum.
Þú og ég og jól. Ein í alfyrsta sinn.
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.
Kveðja
Diljá jólastelpa
föstudagur, september 22, 2006
Hann elsku Súmó minn
Það var klukkan 15.58 þann 19.september 2006 að hún Harpa mín eignaðist son. Við fæðingu vó hann 19 merkur og var 55cm. Verður þetta e-ð stærra en það? Í bumbunni hét hann Emil, nú hafa nöfnin Súmó, Hlunkur og Hlussi bæst við. Já hann er með mjög praktískt hnakkaspik, eins og sést hér að ofan. Brjóstaskoru og magafellingar. Já ég á greinilega e-ð í þessum;)
Harpa og Helgi taka sem afskaplega vel út sem nýbakaðir foreldrar...og ég tek mig úr í mínu hlutverki sem kærastan hans nokkuð vel líka. Svo er ég líka rosa meyr og væmin og tárast við og við. Hann kom í fangið á mér aðeins klukkustundar gamall og því augnabliki mun ég líklegast aldrei gleyma. Ó hvað ég elska þessa nýju mannveru heitt.
21 dagur þangað til ég fæ að kjassa kæróinn minn næst.
mánudagur, september 18, 2006
It’s a wonderful life that you bring, it´s a wonderful wonderful thing
Ég hef núna verið að vinna sem baksviðs tík (backstageBitch) um rúm 5 ár og núna á Laugardaginn varð ég í fyrsta skipti svona starstrucked, en það var hann NickCave. Hann er svo mikið í alla staði, hann er hæfileikaríkur og flottur tónlistarmaður. Ég roðnaði og flissaði þegar hann yrti á mig. Og mér fannst alls ekkert leiðinlegt að hann púðraði sig með nýja Kanebo púðrinu mínu rétt áður en hann fór inná svið.
Já svona er maður, hefur gaman af því missa töffarann og njóta þess að vera starstrucked. Þýðir ekkert annað.
Fer aftur til árósa á morgun, Harpa heldur nánast ekki jafnvægi lengur, bumban glerhörð...en enginn Emil byrjaður að banka:( Ég er smá skúffuð (elska þetta orð), sé þá litla rassinn ekki fyrr en í október.
3ja markmið þessarar heimferðar var slegið með stæl, ég er komin með ótrúlega spennandi samstarfsaðila fyrir verkefni þessarar annar. En félagið Framtíðarlandið
mun njóta kaospilotakrafta minna. Meira um það seinna.
Ætla að fara og njóta síðasta dagsins á Íslandi í bili.
Bæjó og já ef þið ætlið að kommenta, gerið það þá undir nafni. Ég er of forvitin manneskja til að geta umborið svona nafnlaust, og þá sérstaklega e-ð skítkast.
Já svona er maður, hefur gaman af því missa töffarann og njóta þess að vera starstrucked. Þýðir ekkert annað.
Fer aftur til árósa á morgun, Harpa heldur nánast ekki jafnvægi lengur, bumban glerhörð...en enginn Emil byrjaður að banka:( Ég er smá skúffuð (elska þetta orð), sé þá litla rassinn ekki fyrr en í október.
3ja markmið þessarar heimferðar var slegið með stæl, ég er komin með ótrúlega spennandi samstarfsaðila fyrir verkefni þessarar annar. En félagið Framtíðarlandið
mun njóta kaospilotakrafta minna. Meira um það seinna.
Ætla að fara og njóta síðasta dagsins á Íslandi í bili.
Bæjó og já ef þið ætlið að kommenta, gerið það þá undir nafni. Ég er of forvitin manneskja til að geta umborið svona nafnlaust, og þá sérstaklega e-ð skítkast.
laugardagur, september 09, 2006
downtownKoldingcity
Stúlkan er stödd í Kolding city, eða Kolding town.
Hún er í húsmæðraorlofi...með dash af rómans, hjá Ragnari sínum.
Við dúfurnar sitjum núna á rosalega huggulegu og snobbuðu cafei/bar/restaurant, já og það meira að segja hótelbar. Sitjum á móti hvort öðru á lökkuðu háborði, á milli okkar eru samt 2 stk. kjöltutölvur. Þetta er eini staðurinn sem við gátum komist á netið, án þess fer maður víst ekki í gegnum daginn á þessum síðustu og verstu. Fyrst maður er kominn á svona fínan stað, tekur maður þetta þá ekki alla leið? Mér við hlið er ískalt hvítvínsglas og hálfkláruð laxabaguetta.
Aðeins lengra á sama háborði eru svo tveir íslendingar, sem við höldum að séu saman í vinnuferð. Kannski fundi. Þau þekkjast ekkert mjög vel og eru að reyna að plumma sig í gegnum samtöl um nákvæmlega ekki neitt. Við Ragnar erum svo hrokafull að við nennum ekki að tala við þau og látum eins og við séum enskumælandi...en sendum svo svört grín okkar á mill á msn. Já svona er maður...
Jæja já, svo er maður á leiðinni heim á miðvikudaginn. Hlakka mikið til! Hlakka bara til þessarar annar. Matnaðurinn og eldmóðurinn er í hámarki. Ég og Kamilla (já ég er að blogga um þig elskan!) ætlum að vinna verkefni saman, reyndar aðskilin. En saman. Almáttugur, við erum hið fullkomna teymi. Þetta verður röööhhúúst:)
Er farin, farin að skoða stöðuvatn og kastala í rómansstemmningunni...
Lifið lengi en ekki í fatahengi...
Hún er í húsmæðraorlofi...með dash af rómans, hjá Ragnari sínum.
Við dúfurnar sitjum núna á rosalega huggulegu og snobbuðu cafei/bar/restaurant, já og það meira að segja hótelbar. Sitjum á móti hvort öðru á lökkuðu háborði, á milli okkar eru samt 2 stk. kjöltutölvur. Þetta er eini staðurinn sem við gátum komist á netið, án þess fer maður víst ekki í gegnum daginn á þessum síðustu og verstu. Fyrst maður er kominn á svona fínan stað, tekur maður þetta þá ekki alla leið? Mér við hlið er ískalt hvítvínsglas og hálfkláruð laxabaguetta.
Aðeins lengra á sama háborði eru svo tveir íslendingar, sem við höldum að séu saman í vinnuferð. Kannski fundi. Þau þekkjast ekkert mjög vel og eru að reyna að plumma sig í gegnum samtöl um nákvæmlega ekki neitt. Við Ragnar erum svo hrokafull að við nennum ekki að tala við þau og látum eins og við séum enskumælandi...en sendum svo svört grín okkar á mill á msn. Já svona er maður...
Jæja já, svo er maður á leiðinni heim á miðvikudaginn. Hlakka mikið til! Hlakka bara til þessarar annar. Matnaðurinn og eldmóðurinn er í hámarki. Ég og Kamilla (já ég er að blogga um þig elskan!) ætlum að vinna verkefni saman, reyndar aðskilin. En saman. Almáttugur, við erum hið fullkomna teymi. Þetta verður röööhhúúst:)
Er farin, farin að skoða stöðuvatn og kastala í rómansstemmningunni...
Lifið lengi en ekki í fatahengi...
mánudagur, september 04, 2006
stúlkurnar í aarhus
Jæja hérna er allt svona að detta í smá rútínu og rétt horf. Reyndar sýnist mér haustið vera að detta inn akkúrat núna á meðan ég skrifa þessi orð. Á leiðinni heim úr skólanum var sand- og laufblaðafok. Og himininn er þungur og grár. En haustin eru sjarmerandi, þá sérstaklega í Árósum.
Hérna á Dalgas Avenue er líka allt fullt af kertum og lömpum og góðu karma. Svona stelpu karma. Þetta er ekta stelpuheimili. Hérna er verið að skiptast á fötum, svara hinu kyninu sms-um og e-mailum. Ekkert fer af stað fyrr en allir hafa samþykkt. Túrtappategundir rökræddar. Hollar uppskriftir eldaðar...og þeim svo skolað niður með ódýru eðalrauðvíni úr Nettó. Allar máltíðir eru royal svo lengi við höfum fallegar sérvéttur og vínglös.
Skólaárið fer vel á stað, já og það kannski í alla staði. Bæði faglega...og félagslega. Félagsleg skemmtun í KaosPilot er ekkert í lágmarki. En núna verður maður að fara að velja og hafna. Maður þarf nú ekki að mæta í öll teitin og boðin. Reyna kannski að mæta frekar sem oftast í ræktina. Það finnst mér gott markmið.
Jæja ég er farin að "læra heima"...og verðlauna mig svo með nokkrum þáttum af Grey´s Anatomy. Stúlkan er alveg kolfallin fyrir læknanemunum í Seattle.
bæjó
Hérna á Dalgas Avenue er líka allt fullt af kertum og lömpum og góðu karma. Svona stelpu karma. Þetta er ekta stelpuheimili. Hérna er verið að skiptast á fötum, svara hinu kyninu sms-um og e-mailum. Ekkert fer af stað fyrr en allir hafa samþykkt. Túrtappategundir rökræddar. Hollar uppskriftir eldaðar...og þeim svo skolað niður með ódýru eðalrauðvíni úr Nettó. Allar máltíðir eru royal svo lengi við höfum fallegar sérvéttur og vínglös.
Skólaárið fer vel á stað, já og það kannski í alla staði. Bæði faglega...og félagslega. Félagsleg skemmtun í KaosPilot er ekkert í lágmarki. En núna verður maður að fara að velja og hafna. Maður þarf nú ekki að mæta í öll teitin og boðin. Reyna kannski að mæta frekar sem oftast í ræktina. Það finnst mér gott markmið.
Jæja ég er farin að "læra heima"...og verðlauna mig svo með nokkrum þáttum af Grey´s Anatomy. Stúlkan er alveg kolfallin fyrir læknanemunum í Seattle.
bæjó
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
örfréttir og aðrar hugleiðingar stúlku sem hefur innbirgt rauðvín
-fyrsta hugleiðing er; er ufsilon í innbi(y)rgt?
-önnur hugleiðing er; hvað ef öll þessi e-mail og bulletin með álögum um margra mánaða og ára ólukku væri sönn. Þeas ef maður myndi ekki áframsenda e-r skilaboðin þá myndi þetta í alvörunni gerast. Bara ekki verða skotin eða ástfangin eða ömurlegt kynlíf í mörg mörg ár.
-þriðja frétt eða hugleiðing; hvar væri ég án tónlistar?
-örfrétt: fór í líkamsrækt í morgun (veit ekki hvort þetta er rækt eða pína, mér finnst þetta einfaldlega ekkert skemmtileg athöfn) en þar hlustaði ég á hljóðbókina "7 habits of highly effective people". Ég fékk smá óbragð í munninn. Fannst ég svona amerísk working girl, working my way to the top. Nota tímann að læra á meðan mér svíður í vöðvana og set upp ljótann svip í andlitið.
-En þessi 7 habit eru fín.
-er smá hrædd við að útskrifast. Vil ekki skilja við skólann minn. Ef ég mætti ráða þá myndi ég setja tvo vísifingur saman, þá myndu allir í KP standa í stað og vera í frjós stellingu þangað til mér myndi þóknast til að mæta á svæðið og allt myndi halda áfram í harmóní. Í millitíðinni myndi ég fylgja draumum mínum. sjálfelskt? eee nei nei
-ég fæ martraðir allar nætur:( hvernig læknar maður undirmeðvitundina?
-eftir 2 vikur verð ég á Íslandi. Kannski verður elsku litli emil minn mættur á svæðið, kannski verð ég viðstödd. Ég fæ í magann bara við að skrifa þetta.
-danska diljá hefur tekið við af íslensku diljá. Það er töluverður munur þar á.
-ég held að ég sé að fara til SanFrancisco um páskana næstu!:) get ekki beðið
-ég ætla að fara að sofa núna. Er að hlusta á play lista í tölvunni minni sem heitir "fallasleepdeardiljá". Ósköp ljúft sem inní mín eyra lekur...mmm
Góða nótt
-önnur hugleiðing er; hvað ef öll þessi e-mail og bulletin með álögum um margra mánaða og ára ólukku væri sönn. Þeas ef maður myndi ekki áframsenda e-r skilaboðin þá myndi þetta í alvörunni gerast. Bara ekki verða skotin eða ástfangin eða ömurlegt kynlíf í mörg mörg ár.
-þriðja frétt eða hugleiðing; hvar væri ég án tónlistar?
-örfrétt: fór í líkamsrækt í morgun (veit ekki hvort þetta er rækt eða pína, mér finnst þetta einfaldlega ekkert skemmtileg athöfn) en þar hlustaði ég á hljóðbókina "7 habits of highly effective people". Ég fékk smá óbragð í munninn. Fannst ég svona amerísk working girl, working my way to the top. Nota tímann að læra á meðan mér svíður í vöðvana og set upp ljótann svip í andlitið.
-En þessi 7 habit eru fín.
-er smá hrædd við að útskrifast. Vil ekki skilja við skólann minn. Ef ég mætti ráða þá myndi ég setja tvo vísifingur saman, þá myndu allir í KP standa í stað og vera í frjós stellingu þangað til mér myndi þóknast til að mæta á svæðið og allt myndi halda áfram í harmóní. Í millitíðinni myndi ég fylgja draumum mínum. sjálfelskt? eee nei nei
-ég fæ martraðir allar nætur:( hvernig læknar maður undirmeðvitundina?
-eftir 2 vikur verð ég á Íslandi. Kannski verður elsku litli emil minn mættur á svæðið, kannski verð ég viðstödd. Ég fæ í magann bara við að skrifa þetta.
-danska diljá hefur tekið við af íslensku diljá. Það er töluverður munur þar á.
-ég held að ég sé að fara til SanFrancisco um páskana næstu!:) get ekki beðið
-ég ætla að fara að sofa núna. Er að hlusta á play lista í tölvunni minni sem heitir "fallasleepdeardiljá". Ósköp ljúft sem inní mín eyra lekur...mmm
Góða nótt
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Myndir, myndir og aftur myndir!
Hérna eru nokkar myndir frá því í sumar. Á eftir að bæta fleiri myndum við fljótlega.
og svo
eru hérna æðislegar myndir af fyrstu dögunum í Árósum, aðallega síðan á föstudaginn sl.
Tjékkið á video-inu sem er neðst. Það er af mér í brjáluðu skapi að reyna að fá leigubíl kl.5 um morguninn. Heba sýnir e-a "móðurlega" takta í að róa mig niður.
Fljótlega set ég svo inn fullt af myndum frá SanFrancisco. Veit um nokkra sem eru ennþá að bíða eftir myndum þaðan. Sjó som pesjens fólks...
Elska nýju tölvuna mína. Elskana...
og svo
eru hérna æðislegar myndir af fyrstu dögunum í Árósum, aðallega síðan á föstudaginn sl.
Tjékkið á video-inu sem er neðst. Það er af mér í brjáluðu skapi að reyna að fá leigubíl kl.5 um morguninn. Heba sýnir e-a "móðurlega" takta í að róa mig niður.
Fljótlega set ég svo inn fullt af myndum frá SanFrancisco. Veit um nokkra sem eru ennþá að bíða eftir myndum þaðan. Sjó som pesjens fólks...
Elska nýju tölvuna mína. Elskana...
sunnudagur, ágúst 27, 2006
Skál
Var búin að blogga fullt í dag, en svo datt færslan út.
En hérna er mynd sem tekin er af fjórum kynslóðum kaospilota og Fanney á föstudaginn sl. En við héldum matarboð hérna á Dalgas Avenue. Ég held að allir viðstaddir séu ennþá með harðsperrur í kinnvöðvunum vegna hláturs og brosa þetta kvöldið.
Guðni, Heba, Fanney, Diljá og Kamilla að skála í Cava Kampavíni.
En hérna er mynd sem tekin er af fjórum kynslóðum kaospilota og Fanney á föstudaginn sl. En við héldum matarboð hérna á Dalgas Avenue. Ég held að allir viðstaddir séu ennþá með harðsperrur í kinnvöðvunum vegna hláturs og brosa þetta kvöldið.
Guðni, Heba, Fanney, Diljá og Kamilla að skála í Cava Kampavíni.
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Fyrsti dagurinn, lokaárið...
Hérna er mynd af mér, tekin eftir fyrsta daginn í skólanum(-stjörf af þreytu). Fyrsta daginn á þriðja og lokaárinu mínu í KaosPilot skólanum. Sl vikur er ég búin að vera svolítið stressuð fyrir þessu ári. En eftir skóla í dag fór ég í svokallaðan lifecoachingtíma*. Kom út fílelfd skólastúlka og bjartsýn fyrir komandi skólaári. Mikill léttir. Ó svo mikill léttir.
Ósköp fínt að vera komin aftur til Árósa, við Fanney rúmmeit vorum samferða þvert yfir Danmörk, komum okkur vel fyrir í lestinni og horfðum á 3 þætti af Greys Anatomy. Heima á Dalgas Avenue beið svo Guðný eftir okkur með rauðvín, osta og hreint á rúmunum. Þvílík hamingja eftir langt ferðalag. Á morgun kemur svo Heban mín, hlakka mikið til að fá hana í "þennan heim" minn. Öfunda hana nú smá að eiga þetta allt eftir.
Þess má geta að þessi orð er skrifuð á nýja tölvu, MacBook heitir gripurinn og er svört...eins og iPodinn minn. ÓjáÓjá maður er í stíl. Alltaf svo huggulegur.
*Life coaching
föstudagur, ágúst 18, 2006
Dear Team 11
Núna er sumarið aaalveg að verða búið hjá mér. Og á mánudaginn flýg ég aftur suður á bóginn til Danaveldis og tek svo lestina yfir til Árós. Ég hef ekki heyrt í bekkjarsystkyninum mínum mikið í sumar og ákvað því að senda þeim update af sumarfríinu mínu. Þetta fékk Team 11 í inboxið sitt fyrir nokkru. Þið megið líka sjá:)
Hey my dear classmates
I hope that you have all had a very good summer vacation, at least I have.
Here you have mine in few words ---in a list.
500 hours of work (the company (tvshow) is called LazyTown, I call it CRAZYtown)
Too much food (free food at work, cakes with the cofee at 15 o clock, hate the chef)
2 times to the gym (hehe more then once...)
1 car (my work is farfaraway from home)
1 furnished appartement, that i live ALONE in (got enaugh of moving around and sharing
beds in SF)
3 weddings (incl my parents...and Eva from team 10 as well)
1 funeral (beautyful but a lot of tears)
1 family reunion (wish I could have attended though :O)
1 normal reunion (an annual surprice thing with my friends)
3 birthdays (yes people do celebrate them...)
2 concerts with Sigurros (OMG the most beautyful of it all)
1 campingtrip in the North of Iceland (sigurros played there in a protected national
park...or are all national parks protected? hmmm)
3 times drunk on a weekday (unexpected and a horrible day after at work)
a lot of sushi (free at work..got to love this place)
some sex (hehe, you know me; only in Icelandia)
..and a lot (but not enaugh) of hugs and sweet moments with family and friends, and visits to the great out door icelandic swimmingpools.
Það er ýmislegt sem ég gerði sem ég skrifaði ekki, en svo er líka heilmikið sem ég bara gerði ekki. Það er alltaf þannig.
Sumar 2006, ég þakka fyrir mig. Hlakka samt mikið til þess að sjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt.
bæjó og góða helgi
Hey my dear classmates
I hope that you have all had a very good summer vacation, at least I have.
Here you have mine in few words ---in a list.
500 hours of work (the company (tvshow) is called LazyTown, I call it CRAZYtown)
Too much food (free food at work, cakes with the cofee at 15 o clock, hate the chef)
2 times to the gym (hehe more then once...)
1 car (my work is farfaraway from home)
1 furnished appartement, that i live ALONE in (got enaugh of moving around and sharing
beds in SF)
3 weddings (incl my parents...and Eva from team 10 as well)
1 funeral (beautyful but a lot of tears)
1 family reunion (wish I could have attended though :O)
1 normal reunion (an annual surprice thing with my friends)
3 birthdays (yes people do celebrate them...)
2 concerts with Sigurros (OMG the most beautyful of it all)
1 campingtrip in the North of Iceland (sigurros played there in a protected national
park...or are all national parks protected? hmmm)
3 times drunk on a weekday (unexpected and a horrible day after at work)
a lot of sushi (free at work..got to love this place)
some sex (hehe, you know me; only in Icelandia)
..and a lot (but not enaugh) of hugs and sweet moments with family and friends, and visits to the great out door icelandic swimmingpools.
Það er ýmislegt sem ég gerði sem ég skrifaði ekki, en svo er líka heilmikið sem ég bara gerði ekki. Það er alltaf þannig.
Sumar 2006, ég þakka fyrir mig. Hlakka samt mikið til þess að sjá skemmtilega viðburði á Menningarnótt.
bæjó og góða helgi
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Penetreitor
Ef þið eruð komin með leið á því að sjá verk á stóru sviðunum í leikhúsum Íslands, þar sem leikarar horfa ekki á hvern annan þegar þeir tala saman, tala eða gala með skrýtnum talanda út í salinn. Sjá leikrit sem sett eru upp án nokkurar áhættu, svona "eitthvað fyrir alla" drepið í ófrumlegri markaðsetningu og skilur ekkert eftir. Eða glimmerlitaðan söngleik á 3500 sem er lélegri en 1000 kalla söngleikur hjá Versló. Já ef þið eruð komið með nóg af þessu, þá mæli ég með því að þú sjáir Penetreitor.
Ég var að koma af því og var þetta annað skiptið sem ég á þetta. Ég er hætt að fara á þetta rusl á stóru sviðunum. Verð alltaf fyrir vonbrigðum.
mánudagur, ágúst 14, 2006
VinnustaðaRómans í Latabæ?
Hann er ljóshærður, með skipt í miðju. Held að þetta sé sveipur. Oft í bláum bol. Soldið bangsalega vaxin, hugsa að það sé gott að kúra hjá honum. Frekar hávær og mjög fyndinn. Hann er þessi týpa sem hefur húmor fyrir sjálfum sér. Mér finnst það svo skemmtilegur eiginleiki.
Þegar ég sé hann þá fæ ég sting í magann og svo flissa ég yfir öllu sem hann segir, líka því sem ekki á að vera fyndið.
Já góðir lesendur ég er barasta skotin í strák!
En á sama tíma er ég líka búin að missa vitið og komin með sjúkasta fetish sem ég hef fengið. Strákurinn sem ég er skotin í heitir Siggi. Siggi Sæti og er brúða í Latabæ.
Hjálp!
Annars er þetta nú síðasta vikan mín hérna í lata bænum sem og bara reykjavíkurbænum :( Eftir viku byrjar skólinn á ný. Og þangað til er nóg sem ég þarf að gera. Skatturinn, LÍN, kveðjusleik, leikhús, menningarnótt, risa stórt heimaverkefni fyrir skólann sem ég hefði átt að byrja á í júní, skila íbúðinni og bílnum, kaupa iBookMacPro ofl ofl. Hlakka samt til að fara í skólann, vá lokaárið bara að byrja. Eftir ár verð ég 100% KAOSPILOT stelpa. Kona?
Og vonandi ekki á föstu með brúðu sem er ekki einu sinni með fætur...
Þegar ég sé hann þá fæ ég sting í magann og svo flissa ég yfir öllu sem hann segir, líka því sem ekki á að vera fyndið.
Já góðir lesendur ég er barasta skotin í strák!
En á sama tíma er ég líka búin að missa vitið og komin með sjúkasta fetish sem ég hef fengið. Strákurinn sem ég er skotin í heitir Siggi. Siggi Sæti og er brúða í Latabæ.
Hjálp!
Annars er þetta nú síðasta vikan mín hérna í lata bænum sem og bara reykjavíkurbænum :( Eftir viku byrjar skólinn á ný. Og þangað til er nóg sem ég þarf að gera. Skatturinn, LÍN, kveðjusleik, leikhús, menningarnótt, risa stórt heimaverkefni fyrir skólann sem ég hefði átt að byrja á í júní, skila íbúðinni og bílnum, kaupa iBookMacPro ofl ofl. Hlakka samt til að fara í skólann, vá lokaárið bara að byrja. Eftir ár verð ég 100% KAOSPILOT stelpa. Kona?
Og vonandi ekki á föstu með brúðu sem er ekki einu sinni með fætur...
föstudagur, ágúst 11, 2006
Áðan hugsaði ég "mmm væri alveg til í að vera á leið út á land"
...og þá mundi ég. Ég er að fara út á land eftir vinnu.
Já draumarnir, stórir og smáir, rætast á einu augabragði. Vei
Annars er ég orðin háð augndropum og í vinnunni eignast ég vini sem eru það líka. Svona eins og þegar maður verður hluti af hópnum sem reykir. Við ræðum um þurrt loft í latabæ og skvettum svo dropum uppí augun, einn dropi í hvort. En ég er komin uppí 2-3 þegar ég er virkilega hress. Og þurr.
Svo er ég búin að komast að því að það er gott fyrir egóið að vinna með könum. Þeir hrósa manni svo skemmtilega og það á hverjum degi.
Á morgun er partý í Latabæ sem ég er að skipuleggja. Þemað er rautt.
ok bæ
...og þá mundi ég. Ég er að fara út á land eftir vinnu.
Já draumarnir, stórir og smáir, rætast á einu augabragði. Vei
Annars er ég orðin háð augndropum og í vinnunni eignast ég vini sem eru það líka. Svona eins og þegar maður verður hluti af hópnum sem reykir. Við ræðum um þurrt loft í latabæ og skvettum svo dropum uppí augun, einn dropi í hvort. En ég er komin uppí 2-3 þegar ég er virkilega hress. Og þurr.
Svo er ég búin að komast að því að það er gott fyrir egóið að vinna með könum. Þeir hrósa manni svo skemmtilega og það á hverjum degi.
Á morgun er partý í Latabæ sem ég er að skipuleggja. Þemað er rautt.
ok bæ
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
It´s a new dawn, it´s a new day, it´s a new life for me and I am...
...feeling good!
Þetta söng hún Nina Simone fyrir mig í morgun þegar ég gekk á niður laugaveginn fyrir klukkan átta í morgun. Lá við að ég tæki undir og dillaði mér í takt við lagið. En ég lét það duga að brosa breitt til ferðamannanna. Í þetta skiptið. Einu sinni í San Francisco var ég að labba (eins og svo oft áður þar í borg) upp og niður brekkurnar, var að hlusta á Frank Sinatra og hélt á gulri regnhlíf. Neðst í einni brekkunni stóðst ég ekki mátið og tók þessi rosalegu spor og spilaði regnhlífin stórt hlutverk við stíl sporanna. Þið sjáið þetta kannski fyrir ykkur...
Sé ekki eftir þessu. Enda lagt frá því að vera álitin furðuleg í þessari elsku borg. Full af furðufuglum.
Ástæða þess að ég var að rölta svona snemma á laugaveginum var sú að ég átti stefnumót við uppáhalds karlpeninginn minn í þessum heimi hér. Ómetanleg stund að byrja daginn á Kaffitári með pabba sínum. Við hliðina á okkur sátu Gísli Marteinn og Gunnar Eyjólfs að rökræða þjóðmálin. Ekki tala þeir lágt verð ég að segja. Leið mín hélt síðan á snyrtistofu Tony and Guy þar sem ég lét pinta mig í rúma klukkustund. En gekk út þokkafyllri en er ég gekk inn. Þess virði.
Svo var það hádegismatur með elsku ömmu og mömmu á Súfistanum. Ömmu finnst svo huggulegt að hittast "niðrí bæ í löns". Alveg uppáhalds. Og var ég ánægð þegar hún féll fyrir uppáhalds kaffihúsinu mínu.
Er núna komin í vinnuna og get ekki einbeitt mér því ég er svo spennt að fara norður í Ásbyrgi að sjá Sigurrósina spila annað kvöld. Svo er óvissa með laugardaginn, en ég enda á Nasa á Sunnudaginn á Innipúkanum. Getur ekki klikkað.
Bottomline:
góður dagur hjá jors trúlí í dag og helgin er litin björtum augum.
Bæjó
Þetta söng hún Nina Simone fyrir mig í morgun þegar ég gekk á niður laugaveginn fyrir klukkan átta í morgun. Lá við að ég tæki undir og dillaði mér í takt við lagið. En ég lét það duga að brosa breitt til ferðamannanna. Í þetta skiptið. Einu sinni í San Francisco var ég að labba (eins og svo oft áður þar í borg) upp og niður brekkurnar, var að hlusta á Frank Sinatra og hélt á gulri regnhlíf. Neðst í einni brekkunni stóðst ég ekki mátið og tók þessi rosalegu spor og spilaði regnhlífin stórt hlutverk við stíl sporanna. Þið sjáið þetta kannski fyrir ykkur...
Sé ekki eftir þessu. Enda lagt frá því að vera álitin furðuleg í þessari elsku borg. Full af furðufuglum.
Ástæða þess að ég var að rölta svona snemma á laugaveginum var sú að ég átti stefnumót við uppáhalds karlpeninginn minn í þessum heimi hér. Ómetanleg stund að byrja daginn á Kaffitári með pabba sínum. Við hliðina á okkur sátu Gísli Marteinn og Gunnar Eyjólfs að rökræða þjóðmálin. Ekki tala þeir lágt verð ég að segja. Leið mín hélt síðan á snyrtistofu Tony and Guy þar sem ég lét pinta mig í rúma klukkustund. En gekk út þokkafyllri en er ég gekk inn. Þess virði.
Svo var það hádegismatur með elsku ömmu og mömmu á Súfistanum. Ömmu finnst svo huggulegt að hittast "niðrí bæ í löns". Alveg uppáhalds. Og var ég ánægð þegar hún féll fyrir uppáhalds kaffihúsinu mínu.
Er núna komin í vinnuna og get ekki einbeitt mér því ég er svo spennt að fara norður í Ásbyrgi að sjá Sigurrósina spila annað kvöld. Svo er óvissa með laugardaginn, en ég enda á Nasa á Sunnudaginn á Innipúkanum. Getur ekki klikkað.
Bottomline:
góður dagur hjá jors trúlí í dag og helgin er litin björtum augum.
Bæjó
þriðjudagur, ágúst 01, 2006
Ásbyrgi
hér kem ég, hér kem ég. Góðan daginn daginn, daginn.
En ég lýsi eftir svefnpokanum mínum, hvar er hann? Ef hann svarar ekki, á þá e-r svefnpoka sem vill vefja sér utan um mig um verslunarmannahelgina?
Þetta er planið mitt;
föstudagur; Sigurrós í Ásbyrgi
laugardagur; Síldarævintýri á Siglufirði
sunnudagur; Innipúkinn í Reykjavík
Kannski örlítið óraunhæft. En þetta verður ábyggilega yndisleg helgi. Þarf að fara útí búð og kaupa diska til að skrifa góða "driving along in my automobile" diska fyrir ferðalagið. Nú já eða hljóðbækur...
ps. er að gera morgunleikfimina á Rás 1 á meðan ég skrifa þessi orð, það er sko sitjandi tími í dag. Já og nú hef ég réttlætt ekki-heimsóknina mína í Hreyfingu.
En ég lýsi eftir svefnpokanum mínum, hvar er hann? Ef hann svarar ekki, á þá e-r svefnpoka sem vill vefja sér utan um mig um verslunarmannahelgina?
Þetta er planið mitt;
föstudagur; Sigurrós í Ásbyrgi
laugardagur; Síldarævintýri á Siglufirði
sunnudagur; Innipúkinn í Reykjavík
Kannski örlítið óraunhæft. En þetta verður ábyggilega yndisleg helgi. Þarf að fara útí búð og kaupa diska til að skrifa góða "driving along in my automobile" diska fyrir ferðalagið. Nú já eða hljóðbækur...
ps. er að gera morgunleikfimina á Rás 1 á meðan ég skrifa þessi orð, það er sko sitjandi tími í dag. Já og nú hef ég réttlætt ekki-heimsóknina mína í Hreyfingu.
mánudagur, júlí 31, 2006
Viðrar vel til...
Sigurrósartónleika. Á Klambratúni.
Klukkan er núna 2 um nótt og tónleikar Sigurrósar kláruðust fyrir tveimur tímum. Ég er ennþá með gæsahúð og get ekki sofið. Ég stóð á besta stað hljóðlega séð og svo var ég líka með sjónvarpsskjá frá RÚV fyrir framan mig, þannig að ég sá líka nálæg skot af hljómsveitinni á sviðinu. Mörg lögin hef ég heyrt oftar en öll önnur lög í lífi mínu, en ég fæ einfaldlega ekki leið á þeim. Þau eiga mig alveg og mér líður svo einstaklega vel þegar ég heyri þau. Núna langar mig ó svo heitt í Ásbyrgi nk föstudag. Það væri svona beyond heróínskot í æðar mínar. Held ég.
... brosandi, hendumst í hringi, höldumst í hendur
allur heimurinn óskýr
Klukkan er núna 2 um nótt og tónleikar Sigurrósar kláruðust fyrir tveimur tímum. Ég er ennþá með gæsahúð og get ekki sofið. Ég stóð á besta stað hljóðlega séð og svo var ég líka með sjónvarpsskjá frá RÚV fyrir framan mig, þannig að ég sá líka nálæg skot af hljómsveitinni á sviðinu. Mörg lögin hef ég heyrt oftar en öll önnur lög í lífi mínu, en ég fæ einfaldlega ekki leið á þeim. Þau eiga mig alveg og mér líður svo einstaklega vel þegar ég heyri þau. Núna langar mig ó svo heitt í Ásbyrgi nk föstudag. Það væri svona beyond heróínskot í æðar mínar. Held ég.
... brosandi, hendumst í hringi, höldumst í hendur
allur heimurinn óskýr
föstudagur, júlí 28, 2006
Vandræðilegt móment: TJÉKK
Ég held að mér sé alveg óhætt að bæta eftirfarandi senu inná vandræðileg augnablik listann minn.
María sendi mér 21 árs gamla blaðagrein um Leoncie "okkar" úr Samúel og var ég að lesa hana og skella uppúr. Greininni fylgdu sessý búbbumyndir af prinsessunni indversku. Svo kom hollenski yfirmaðurinn minn til mín til að klappa hundi sem ég hélt á og ég byrjaði að kjafta við hann og leit af skjánum. Svo leit ég á skjáinn eitt augnablik og svo á bossinn. "eeeh its not like it look likes" Hann: "well it sure looks like tits to me and nothing else"
Þá fór ég að reyna að útskýra Leoncie sem konsept og hluti af okkar íslendingahúmor í áraraðir.
Og mistókst það að sjálfsögðu...
Æðislegt.
María sendi mér 21 árs gamla blaðagrein um Leoncie "okkar" úr Samúel og var ég að lesa hana og skella uppúr. Greininni fylgdu sessý búbbumyndir af prinsessunni indversku. Svo kom hollenski yfirmaðurinn minn til mín til að klappa hundi sem ég hélt á og ég byrjaði að kjafta við hann og leit af skjánum. Svo leit ég á skjáinn eitt augnablik og svo á bossinn. "eeeh its not like it look likes" Hann: "well it sure looks like tits to me and nothing else"
Þá fór ég að reyna að útskýra Leoncie sem konsept og hluti af okkar íslendingahúmor í áraraðir.
Og mistókst það að sjálfsögðu...
Æðislegt.
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Hápunktar dagsins
þessi flensa fer bara að verða nokkuð eðal hjá óþolinmóða hrútinum Diljá. En ég ákvað að taka þetta í mínar hendur og lækna mig sjálf (eða smá). Eftirfarandi er hið ágætasta meðal (blandað við gærdaginn, mömmu mína og íbúfen)
-brennandi heitt froðubað (froðan úr arómaþerapí-antístress)
-kerti á baðgaflinum, íslensk tímarit
-gamla gufan á, upplestur úr Kryddlegnum Hjörtum en það var skemmtilegasta leikritið sem ég vann við í Borgarleikhúsinu, sem og erfiðasta líka.
-heimsókn til ömmu og afa í Breiðholti. Leggjast uppí sófa, hlusta á síðdegis útvarpið með afa á meðan amma setur rúllur í hausinn.
-fá normal brauð með laxi og flatköku með hangikjöti a la amma. Og tebolla (ekki a la amma en ég nota ei sykur í te)
-kvöldmatur með fjölskyldunni minni, það klikkar aldrei. Mikið knús og hláturinn læknar pottþétt flensuna
-tebolli og fu-hullt af tímaritum og uppflettibókum á besta kaffihúsi heims, eða á Súfistanum. Þetta er þriðjudagshefðin okkar Hebu og Ragnars (tilvonandi danalandsíbúum)
SVo er bara að sjá hvort ég vakni ekki stálsleginn til að mæta í ræktina og vinnuna á morgun. Fékk sms í frá þeim (vinnunni, ekki ræktinni) í dag um að mín væri sárt saknað. Jaaaáh.. hún kann þetta stúlkan;)
-brennandi heitt froðubað (froðan úr arómaþerapí-antístress)
-kerti á baðgaflinum, íslensk tímarit
-gamla gufan á, upplestur úr Kryddlegnum Hjörtum en það var skemmtilegasta leikritið sem ég vann við í Borgarleikhúsinu, sem og erfiðasta líka.
-heimsókn til ömmu og afa í Breiðholti. Leggjast uppí sófa, hlusta á síðdegis útvarpið með afa á meðan amma setur rúllur í hausinn.
-fá normal brauð með laxi og flatköku með hangikjöti a la amma. Og tebolla (ekki a la amma en ég nota ei sykur í te)
-kvöldmatur með fjölskyldunni minni, það klikkar aldrei. Mikið knús og hláturinn læknar pottþétt flensuna
-tebolli og fu-hullt af tímaritum og uppflettibókum á besta kaffihúsi heims, eða á Súfistanum. Þetta er þriðjudagshefðin okkar Hebu og Ragnars (tilvonandi danalandsíbúum)
SVo er bara að sjá hvort ég vakni ekki stálsleginn til að mæta í ræktina og vinnuna á morgun. Fékk sms í frá þeim (vinnunni, ekki ræktinni) í dag um að mín væri sárt saknað. Jaaaáh.. hún kann þetta stúlkan;)
Ef ég ætti eina ósk
þá myndi ég vilja fara hringinn í kringum Ísland og eyða 2-3 vikum í það. Taka Vestfirðina líka. Og ekki flýta mér þar sem mig langaði ekki að flýta mér.
Prófa fullt af nýjum sundlaugum. Bændagistingum og tjaldsvæðum. Kannski splæsa á eina nótt á HótelBúðum. Prufukeyra fyrir brúðkaupsnóttina mína sko. Sjá endalaust af fallegu útsýni og segja orðið "vá" oftar en öll önnur orð. Fara í gönguferðir, bátsferðir og hestaferðir.
AFhverju er ég alltaf að ráða mig í vinnu? Afhverju er ég svona mikil miðbæjarrotta?
Prófa fullt af nýjum sundlaugum. Bændagistingum og tjaldsvæðum. Kannski splæsa á eina nótt á HótelBúðum. Prufukeyra fyrir brúðkaupsnóttina mína sko. Sjá endalaust af fallegu útsýni og segja orðið "vá" oftar en öll önnur orð. Fara í gönguferðir, bátsferðir og hestaferðir.
AFhverju er ég alltaf að ráða mig í vinnu? Afhverju er ég svona mikil miðbæjarrotta?
Uppskrift af svosem ágætri flensu
-fara heim til mömmu sinnar (þar sem bora hljóð á laugaveginum kalla einungis fram pirringsgrenjutár)
-fara heim til mömmu sinnar, sem ákveður að vinna heima þann daginn og sjá um sjúklinginn
-mamma fer útí búð og kaupir allt sem dóttur hennar þykir gott
-fá 4 stk vidjóspólur lánaðar, stútfullar af Beverly Hills 90210 og Melrose Place
-fara í eldheita sturtu og bera svo á sig boddílósjón
-drekka fullt af tebollum og nýkreistum appelsínudjús og taka vítamín
-horfa á silence of the lambs. Gleymir stað og stund í 114 mínutum...
Nú er bara að sjá hvort þetta lagist á morgun. Ég verð svo depri er ég ligg of lengi
-fara heim til mömmu sinnar, sem ákveður að vinna heima þann daginn og sjá um sjúklinginn
-mamma fer útí búð og kaupir allt sem dóttur hennar þykir gott
-fá 4 stk vidjóspólur lánaðar, stútfullar af Beverly Hills 90210 og Melrose Place
-fara í eldheita sturtu og bera svo á sig boddílósjón
-drekka fullt af tebollum og nýkreistum appelsínudjús og taka vítamín
-horfa á silence of the lambs. Gleymir stað og stund í 114 mínutum...
Nú er bara að sjá hvort þetta lagist á morgun. Ég verð svo depri er ég ligg of lengi
mánudagur, júlí 24, 2006
Heja Svergie
Fleiri myndirhérna.
Þetta var árshátið HÁS (húsið á sléttunni vinkonu hópurinn) Löng saga hvaðan nafnið kemur. En í stuttu máli sagt að þá var þessi óvissu dagur (skipulagður af hinni sænskættuðu MajBritt) alveg rosalega skemmtilegur. Sænskt þema. Allar klæddar í sænsku fánalitina. Fengum sænsk nöfn. Ég hét Agneta. Fórum í Ikea. Fengum fullt af sænskum verkefnum (sjá myndir). Komum svo heim og fengum kokteila (ekki sænska, en svíum finnst Mohjito líka góðir) og rosa góðan mat eldaðan af Mæsu mús. Sungum svo mikið við borðhaldið að við fengum harðsperrur. Fórum svo í SingStar. Já það má með sanni segja að við sungum meira en töluðum þetta kvöld. Enda svíar svo söngelskir.
Dásamlegt kvöld.
Er núna komin með flensu og orkan af skornum skammti. Segi þetta fínt núna. Þið megið vorkenna mér í kommentakerfinu.
bæjó
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Eins og aðdáendur fyrrverandi rokklingsins(það mun vera ég) vita að þá er hún að vinna í Latabæ...eða Lazytown eins og þeir segja í útlöndum og þeir sem glóbal eru (ó já það mun einnig vera ég) Já og LazyTown er stór og merkilegur vinnustaður. Mikill hraði og aksjón, og ALLTAF á eftir áætlun. En það tilheyrir bara þessum bransa. The biz (já í honum er ég að vinna sko)
En já, Lazytown er svona opið vinnurými, allavega stór hluti. Og þá heyrir maður í öllum tala saman, tala í símann, símhringingar, söngl og fleiri hljóð. Og ég á mér eitt mjög skemmtilegt áhugamál sem ég get stundað svona while i am working. En það er að byrja að söngla lag, eða flauta lag. Og svo tel ég hvað það eru margir komnir með það á heilann og byrjaðir að söngla það. Án þess að vita alveg hvaðan það kom...
Mjög skemmtilegt. Gerði þetta í Kvennó líka á sínum tíma. Klikkar ekki. Prófið þetta.
(í dag hef ég verið með; vertekki að horfa svona alltaf á mig, nylon lagið, loosing a friend og dallas)
Já já, það er sól úti og heppnir íbúar Latabæjar hafa stolist til að láta sig hverfa útí sólina. Ég er ekki eins heppin. Fæ að fara kl.16 á morgun og þá fer ég útí ÓVISSUNA. En MajBritt er að skipuleggja árshátíð vinahópsins og við megum ekki vita neitt. Elska svona.
Svo fannst mér tími til kominn að halda gott partý fyrir Latabæ. (eins og ég hafi verið hérna í langan tíma ) og fékk leyfi fyrir því hjá framleiðandanum. Komin með nefnd í málið og fyrsti skipulagsfundur á morgun. Veih. Partý auka vinnugleði...vinnugleði eykur afköst...ikke sant?
Kveð að sinni
Amen
En já, Lazytown er svona opið vinnurými, allavega stór hluti. Og þá heyrir maður í öllum tala saman, tala í símann, símhringingar, söngl og fleiri hljóð. Og ég á mér eitt mjög skemmtilegt áhugamál sem ég get stundað svona while i am working. En það er að byrja að söngla lag, eða flauta lag. Og svo tel ég hvað það eru margir komnir með það á heilann og byrjaðir að söngla það. Án þess að vita alveg hvaðan það kom...
Mjög skemmtilegt. Gerði þetta í Kvennó líka á sínum tíma. Klikkar ekki. Prófið þetta.
(í dag hef ég verið með; vertekki að horfa svona alltaf á mig, nylon lagið, loosing a friend og dallas)
Já já, það er sól úti og heppnir íbúar Latabæjar hafa stolist til að láta sig hverfa útí sólina. Ég er ekki eins heppin. Fæ að fara kl.16 á morgun og þá fer ég útí ÓVISSUNA. En MajBritt er að skipuleggja árshátíð vinahópsins og við megum ekki vita neitt. Elska svona.
Svo fannst mér tími til kominn að halda gott partý fyrir Latabæ. (eins og ég hafi verið hérna í langan tíma ) og fékk leyfi fyrir því hjá framleiðandanum. Komin með nefnd í málið og fyrsti skipulagsfundur á morgun. Veih. Partý auka vinnugleði...vinnugleði eykur afköst...ikke sant?
Kveð að sinni
Amen
miðvikudagur, júlí 19, 2006
la la la laaaala la laaah....
þetta er ég með á heilanum núna og í glimrandi góðu skapi. Þetta er semsagt endirinn á hinu hrika vinsæla JeffWho? lagi sem tröllríður landanum þessa dagana. Elska þetta orð, "tröllríður". Ég hefði viljað vera með í upptökunni á músikkvidjóinu. Svaka stuð. Minnir mig á eitt kvöld í mars 98. Þá fórum við Loftkastalakrakkarnir (og Svanhvít með Oddlaugu í maganum) að djamma á Kaffibarnum með Cirkus Cirkör eitt mánudagskvöldið. Þetta er án efa eitt skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað. Við dönsuðum og sungum og hoppuðum eins og enginn væri morgundagurinn. 'Finnsk þjóðlagatónlist hélt uppi stemmningunni og er ég enn að leita að þessum disk. Í lok kvöldsins gerðum við öll samkomulag um að fara heim pakka niður í tösku, taka passann og visakortið...svo ætluðum við uppá völl og vakna í London.
Hver og einn beilaði. Djöfulsins skynsemi alltaf hreint!
Í annað; ég er búin að vera vakandi síðan klukkan hálf fimm í nótt. Fékk óvænta heimsókn sem fékk mig næstum því til að andast úr hlátri í forstofunni heima hjá mér. Vá hvað drukkið fólk getur verið fyndið. En svo var bara haldið í ræktina uppúr sex og tekið á því. Þar talaði ég líka við morðingja. Það er þá annar morðinginn sem ég tala við í mínu lífi. Já það er ekki hægt að segja annað en ég lifi á brúninni.
Og nú er sólin mætt á svæðið og ég er rúmlega hress og kát í dag! Vona að allir séu það, það er svo miklu miklu skemmtilegra!
bæjó
Hver og einn beilaði. Djöfulsins skynsemi alltaf hreint!
Í annað; ég er búin að vera vakandi síðan klukkan hálf fimm í nótt. Fékk óvænta heimsókn sem fékk mig næstum því til að andast úr hlátri í forstofunni heima hjá mér. Vá hvað drukkið fólk getur verið fyndið. En svo var bara haldið í ræktina uppúr sex og tekið á því. Þar talaði ég líka við morðingja. Það er þá annar morðinginn sem ég tala við í mínu lífi. Já það er ekki hægt að segja annað en ég lifi á brúninni.
Og nú er sólin mætt á svæðið og ég er rúmlega hress og kát í dag! Vona að allir séu það, það er svo miklu miklu skemmtilegra!
bæjó
mánudagur, júlí 17, 2006
Hávaðamengun
Getur e-r af þessum hámenntuðu og gáfuðu lesendum síðunnar útskýrt fyrir mér lögin um hávaðamengun. Fólk virðist ekki hika við að kalla út lögreglu ef það er partý í heimahúsi á óviðunnandi tímum sólarhringsins. En væri það þá réttur minn að kalla á hana ef ég vakna við borhávaða kl.7 á mánudagsmorgni? Eða 9 á laugardagsmorgni?
Partýhljóð eru þó allavega tónlist og mas fólks með sólheimaglott. Borhljóð er ógeðslegt og ekkert jákvætt við það! Það veldur hausverk og er áreiti fyrir allan líkamann.
Ég er að tala um KLUKKAN 7 á mánudagsmorgni?? Það er allavega réttur minn að vera pirruð.
Vona að mitt margfræga og seiðandi bros verði komið á andlit mitt á ný uppúr hádegi:)
Partýhljóð eru þó allavega tónlist og mas fólks með sólheimaglott. Borhljóð er ógeðslegt og ekkert jákvætt við það! Það veldur hausverk og er áreiti fyrir allan líkamann.
Ég er að tala um KLUKKAN 7 á mánudagsmorgni?? Það er allavega réttur minn að vera pirruð.
Vona að mitt margfræga og seiðandi bros verði komið á andlit mitt á ný uppúr hádegi:)
föstudagur, júlí 14, 2006
Föstudagurinn fjórtándi júlí tvöþúsund og sex
er í dag og á aldrei eftir að koma aftur. Þess vegna ákvað ég þegar ég vaknaði í morgun að reyna að sjá allt það jákvæða í þessum degi og skrá það hjá mér. Það á eftir að gera þennan dökka og blauta dag miklu betri og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama.
Núna er kl.11.33 og síðan ég vaknaði og þangað til núna hafa eftirfarandi móment verið hápunktar:
-mín beið tveggja orða sms, bara bull...en sagði samt svo margt. Aukakippur í hjartað:)
-hitastigið í sturtunni var óvenju fljótt að verða akkúrat eins og ég vil hafa það og morgunsturtan var frábær.
-öll fötin mín eru hrein, ég hafði um nóg að velja til að verða föstudagspæja.
-hlustaði á "óskalög hlustenda" með Gerði B Bjarklind á leiðinni í vinnunna. (held að þetta sé uppáhaldshápunkturinn)
-sat á fundi með 6 háttsettum karlmönnum Latabæjar (nei ekki bæjarstjórinn samt), ég var eina stelpan. Skildi allt lingóbullið sem var talað um. Sigur!
-er komin í augnadropameðferð sem svínvirkar á þurru augun sem skapa hausverk.
UPDATEUPDATE
-fékk óvænt stig í vinnunni (er þá með 3 stig í Latabæ) Væri til í eitt í viðbót.
-SvansaSúperTjikk sendi mér e-a skellihlægjandi kellingu á MSN. Maður getur ekki annað en hlegið með. Elskanah.
-Borðaði fullt af vítamínríku salati í hádeginu og slúðraði með Maríu.
UPDATE
Af MSN: 6 to go.(heba) says:
var ég búin að segja þér í dag hvað mér þykir vænt um þig .... Jæja þá veistu það núna... það er hellingur alveg hreint
UPDATE
þetta músikvideo er ó svo fyndið, kemur manni í hárrétt föstudagsskap!
UPDATE UPDATE UPDATE
-sá son DannyDeVito in person. Hann er í heimsókn í latasta bæ landsins. Allavega er ég löt.
Klukkan að verða 19.00 og mig langar heim að eiga fleiri hápunkta en þeir verða:
-fara í nýja kjólinn sem ég keypti í Spúúútnikk í gær
-fara í fordrykk hjá Hebu amlisstelpu
-fara í afmæli Hebu á Tapasbarnum ásamt góðu fólki
-bjór í boði Bödda á Hressó ´
Og á morgun
-fara í Brúðkaup hjá Evu og Stjúra
-í gullkjól
-90´s kvöld á 11unni, fékk VIP armband til að komast framfyrir röð! LengilifiMySpace!
Halelújjjahh!!
Æ em tjékking át
Guð geymi ykkur lömbin mín
Núna er kl.11.33 og síðan ég vaknaði og þangað til núna hafa eftirfarandi móment verið hápunktar:
-mín beið tveggja orða sms, bara bull...en sagði samt svo margt. Aukakippur í hjartað:)
-hitastigið í sturtunni var óvenju fljótt að verða akkúrat eins og ég vil hafa það og morgunsturtan var frábær.
-öll fötin mín eru hrein, ég hafði um nóg að velja til að verða föstudagspæja.
-hlustaði á "óskalög hlustenda" með Gerði B Bjarklind á leiðinni í vinnunna. (held að þetta sé uppáhaldshápunkturinn)
-sat á fundi með 6 háttsettum karlmönnum Latabæjar (nei ekki bæjarstjórinn samt), ég var eina stelpan. Skildi allt lingóbullið sem var talað um. Sigur!
-er komin í augnadropameðferð sem svínvirkar á þurru augun sem skapa hausverk.
UPDATEUPDATE
-fékk óvænt stig í vinnunni (er þá með 3 stig í Latabæ) Væri til í eitt í viðbót.
-SvansaSúperTjikk sendi mér e-a skellihlægjandi kellingu á MSN. Maður getur ekki annað en hlegið með. Elskanah.
-Borðaði fullt af vítamínríku salati í hádeginu og slúðraði með Maríu.
UPDATE
Af MSN: 6 to go.(heba) says:
var ég búin að segja þér í dag hvað mér þykir vænt um þig .... Jæja þá veistu það núna... það er hellingur alveg hreint
UPDATE
þetta músikvideo er ó svo fyndið, kemur manni í hárrétt föstudagsskap!
UPDATE UPDATE UPDATE
-sá son DannyDeVito in person. Hann er í heimsókn í latasta bæ landsins. Allavega er ég löt.
Klukkan að verða 19.00 og mig langar heim að eiga fleiri hápunkta en þeir verða:
-fara í nýja kjólinn sem ég keypti í Spúúútnikk í gær
-fara í fordrykk hjá Hebu amlisstelpu
-fara í afmæli Hebu á Tapasbarnum ásamt góðu fólki
-bjór í boði Bödda á Hressó ´
Og á morgun
-fara í Brúðkaup hjá Evu og Stjúra
-í gullkjól
-90´s kvöld á 11unni, fékk VIP armband til að komast framfyrir röð! LengilifiMySpace!
Halelújjjahh!!
Æ em tjékking át
Guð geymi ykkur lömbin mín
fimmtudagur, júlí 13, 2006
þriðjudagur, júlí 11, 2006
So kiss me and smile for me
tell me that you'll wait for me
hold me like you'll never let me go
I'm leaving on a jetplane....
Er búin að vera með þetta lag á heilanum núna í 2 sólarhringa. Eða síðan það var spilað í flutningi Jóhönnu minnar á risaskjá í brúðkaupi Möggu Lilju Perlu og Ingvars sl laugardagskvöld. Til hamingju yndislegu hjón, nýbökuðu hjón! Nú er Magga okkar orðin frú og í tilefni þess var haldin frábær veisla. Við perlurnar vorum háværa borðið, með framíköll og fliss. Þótt nafn hópsins sé væmið og saklaust eru meðlimir allt annað en hlutlausar og flatar ungar konur. Við erum 8 háværar, skoðanasterkar, tilfinningaríkar mjög svo ólíkar ungar konur. Ég get sagt ykkur það að ég tók hlutverki mínu sem eina einhleypa "bridgetJones" vinkona Möggu mjög alvarlega, eða alvegvega alla leið.
Væri voða gott ef ég gæti líka þroskast uppúr því að halda að þótt það sé frítt áfengi að þá þurfi maður ekki að drekka meira en góðu hófi gegnir. Já það væri voða gott...
Brúðkaup eru yndisleg. Ó svo mikil hamingja og gleði. Næsta brúðkaup er næstu helgi.
3 weddings and a funeral-sumarið hennar Diljá. En bráðum fer ég í jarðaför að kveðja hana Guðrúnu "gömlu" P. Helgadóttur. Þessi elska kvaddi okkur í sl viku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, merk kona. Og Aragötu minningar verða vel geymdar. What happens in Aragata, stays in Aragata;) Bara milli mín og þín vina mín.
Sit hérna í risasófanum á Laugaveginum. Hlusta á Jetplane á repeat. Búin að vaska upp, búin að taka úr vélinni, reykelsi og kerti í kringum mig. Voða ljúft. Borðaði áðan með Ingibjörgu og Höllu á Næstu grösum. Í dag fékk ég nýjan síma og nýjan bíl. Materialgirl in ma-ma-material world. Já lífið er ljúft.
...don't know when
I'll be back again,
oh babe I hate to go.
hold me like you'll never let me go
I'm leaving on a jetplane....
Er búin að vera með þetta lag á heilanum núna í 2 sólarhringa. Eða síðan það var spilað í flutningi Jóhönnu minnar á risaskjá í brúðkaupi Möggu Lilju Perlu og Ingvars sl laugardagskvöld. Til hamingju yndislegu hjón, nýbökuðu hjón! Nú er Magga okkar orðin frú og í tilefni þess var haldin frábær veisla. Við perlurnar vorum háværa borðið, með framíköll og fliss. Þótt nafn hópsins sé væmið og saklaust eru meðlimir allt annað en hlutlausar og flatar ungar konur. Við erum 8 háværar, skoðanasterkar, tilfinningaríkar mjög svo ólíkar ungar konur. Ég get sagt ykkur það að ég tók hlutverki mínu sem eina einhleypa "bridgetJones" vinkona Möggu mjög alvarlega, eða alvegvega alla leið.
Væri voða gott ef ég gæti líka þroskast uppúr því að halda að þótt það sé frítt áfengi að þá þurfi maður ekki að drekka meira en góðu hófi gegnir. Já það væri voða gott...
Brúðkaup eru yndisleg. Ó svo mikil hamingja og gleði. Næsta brúðkaup er næstu helgi.
3 weddings and a funeral-sumarið hennar Diljá. En bráðum fer ég í jarðaför að kveðja hana Guðrúnu "gömlu" P. Helgadóttur. Þessi elska kvaddi okkur í sl viku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, merk kona. Og Aragötu minningar verða vel geymdar. What happens in Aragata, stays in Aragata;) Bara milli mín og þín vina mín.
Sit hérna í risasófanum á Laugaveginum. Hlusta á Jetplane á repeat. Búin að vaska upp, búin að taka úr vélinni, reykelsi og kerti í kringum mig. Voða ljúft. Borðaði áðan með Ingibjörgu og Höllu á Næstu grösum. Í dag fékk ég nýjan síma og nýjan bíl. Materialgirl in ma-ma-material world. Já lífið er ljúft.
...don't know when
I'll be back again,
oh babe I hate to go.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Fraulein Diljá mælir með:
-opna ÍSkaldan bjór og taka nokkur lög í SingStar með Ragnari (hver með sínu nefi) eftir vinnu á Föstudegi eftir laaanga og hekktikk vinnuviku (á nýjum vinnustað)
-spirulina, jafnar orkuflæði í stressandi vinnu
-menningardegi með Hebu og Aroni. Súfistinn, kolaportið, listaopnun, sirkusmarkaður og kaffihús. Getur ekki klikkað.
-tíbönskum reykelsum
-leigja íbúð með stærsta sófa í heimi og baðkari. Verð að fá mér froðubaðadót.
-kúrikvöld de la Kollster.
-syngja hástöfum með nýja Nylon laginu eldsnemma á mánudagsmorgni á leiðinni í vinnuna. Tvisvar. Fyrst á Bylgjunni og svo á Létt. Ég raddaði meira að segja!
-laginu Sugarman með Petra Jean Philpson
-ég mæli með einu stykki Möttu. Mattheu Sigurðardóttur.
-trúnaðarskeiði ársins. Uppgjör, tár og konfessjóns par exelans. Ó já ó já
-að láta fljúga sér heim í verkefni í September (já svona er maður ómissandi) en geta í leiðinni verið viðstaddur frumburðar bestu vinkonu sinnar. Vona bara að hann komi á settum degi. 7 9 13
-mæli með að e-r láni mér flík(ur) til að vera í í brúðkaupi MögguLilju nk laugardag
Að lokum langar mig til þess að segja ykkur frá því að pabbi minn og Þóra mín létu gefa sig saman kl.00.01 á Jónsmessunótt. Allsherjargoði kom heim á Öldugötuna ásamt Monicu hörpuleikara og Erlu álfakonu sem lagði líka blessun sína yfir hjónin
Og viðstödd vorum við systkynin og Una mágkona. Ótrúlega fallegt allt saman og er þessi stund komin í top 10 yfir magnaðar minningar úr lífi Diljár Ámundadóttur.
-spirulina, jafnar orkuflæði í stressandi vinnu
-menningardegi með Hebu og Aroni. Súfistinn, kolaportið, listaopnun, sirkusmarkaður og kaffihús. Getur ekki klikkað.
-tíbönskum reykelsum
-leigja íbúð með stærsta sófa í heimi og baðkari. Verð að fá mér froðubaðadót.
-kúrikvöld de la Kollster.
-syngja hástöfum með nýja Nylon laginu eldsnemma á mánudagsmorgni á leiðinni í vinnuna. Tvisvar. Fyrst á Bylgjunni og svo á Létt. Ég raddaði meira að segja!
-laginu Sugarman með Petra Jean Philpson
-ég mæli með einu stykki Möttu. Mattheu Sigurðardóttur.
-trúnaðarskeiði ársins. Uppgjör, tár og konfessjóns par exelans. Ó já ó já
-að láta fljúga sér heim í verkefni í September (já svona er maður ómissandi) en geta í leiðinni verið viðstaddur frumburðar bestu vinkonu sinnar. Vona bara að hann komi á settum degi. 7 9 13
-mæli með að e-r láni mér flík(ur) til að vera í í brúðkaupi MögguLilju nk laugardag
Að lokum langar mig til þess að segja ykkur frá því að pabbi minn og Þóra mín létu gefa sig saman kl.00.01 á Jónsmessunótt. Allsherjargoði kom heim á Öldugötuna ásamt Monicu hörpuleikara og Erlu álfakonu sem lagði líka blessun sína yfir hjónin
Og viðstödd vorum við systkynin og Una mágkona. Ótrúlega fallegt allt saman og er þessi stund komin í top 10 yfir magnaðar minningar úr lífi Diljár Ámundadóttur.
miðvikudagur, júní 28, 2006
Tvö bestu hrós sem egóið
mitt hefur fengið á sl árum eru eftirfarandi:
1. "alltaf þegar ég sé þig þá hugsa ég um Pulpfiction" (19.06.2004-Jói)
2. "þú lítur út eins og leikkona í Almódóvar mynd" (09.06.2006-Peter)
Afhvefju mér finnst þessi hrós góð;
af því að pulpFiction er ó svo kúl mynd, með fullt af edgi og flottri tónlist. Konurnar í myndum Almódóvar eru þokkafullar, sérstakar í útliti en samt venjulegar.
Is that me?
Ég er hins vegar komin með huggulegan titil í Latabæ™, "post production co ordinator" ...ó já ó já. Krefjandi verkefni og mikill skóli. Þetta verður vonandi gott sumar í vinnunni. Allavega langir dagar. Skil ekki afhverju ég fer ekki fyrr að sofa. Það er eins og birtan á næturna gefi manni auka orku. Alltaf jafn sérstakt að leggjast til hvílu og það er alveg bjart. Eins og núna.
Klukkan er 1.06 og ég ætlaði að vera sofnuð í síðasta lagi fyrir miðnætti. En þar sem ég var í heilagri BeverlyHills90210 stund með Hörpu og Helga, sem leiddi síðan til mikilvægs nafnafundar (fyrir tilvonandi barn þeirra hjúa) ákvað ég að byrja að drekka kaffi á morgun til að halda mér gangandi. Og fara seinna að sofa en áætlað var. 3.nóttina í röð. Og kannski kaupa spirulina? Mælir e-r með því fyrir toppFramakonu sem ég nú er;)?
Jæja ég bið ykkur vel að lifa, drottin sé með ykkur.
Góða nótt
1. "alltaf þegar ég sé þig þá hugsa ég um Pulpfiction" (19.06.2004-Jói)
2. "þú lítur út eins og leikkona í Almódóvar mynd" (09.06.2006-Peter)
Afhvefju mér finnst þessi hrós góð;
af því að pulpFiction er ó svo kúl mynd, með fullt af edgi og flottri tónlist. Konurnar í myndum Almódóvar eru þokkafullar, sérstakar í útliti en samt venjulegar.
Is that me?
Ég er hins vegar komin með huggulegan titil í Latabæ™, "post production co ordinator" ...ó já ó já. Krefjandi verkefni og mikill skóli. Þetta verður vonandi gott sumar í vinnunni. Allavega langir dagar. Skil ekki afhverju ég fer ekki fyrr að sofa. Það er eins og birtan á næturna gefi manni auka orku. Alltaf jafn sérstakt að leggjast til hvílu og það er alveg bjart. Eins og núna.
Klukkan er 1.06 og ég ætlaði að vera sofnuð í síðasta lagi fyrir miðnætti. En þar sem ég var í heilagri BeverlyHills90210 stund með Hörpu og Helga, sem leiddi síðan til mikilvægs nafnafundar (fyrir tilvonandi barn þeirra hjúa) ákvað ég að byrja að drekka kaffi á morgun til að halda mér gangandi. Og fara seinna að sofa en áætlað var. 3.nóttina í röð. Og kannski kaupa spirulina? Mælir e-r með því fyrir toppFramakonu sem ég nú er;)?
Jæja ég bið ykkur vel að lifa, drottin sé með ykkur.
Góða nótt
laugardagur, júní 24, 2006
leggur sterkan arm upp við bak
og við svífum í eilífðardans. Eilífðardans.
Skv. stjörnuspá mbl.is verð ég ástfangin í dag. Og það hratt, jafn hratt og skyndibiti.
En ég vona að ástin sé ekki eins og skyndibiti. Góð á meðan hennar er notið. Svo samviskubit.
Dagarnir líða hratt á Íslandi. Ég er komin í hið vanalega ástand, hlaupandi á milli og alltaf nóg að gera. Síminn stoppar ekki, allir að reyna við mig þúst!
Útaðborða allavega einu sinni á sólarhring. Alltaf með góðu fólki. Í gær hélt ég smá housewarming þar sem ég er nú formlega orðin leigjandi á Laugaveginum. Við stelpurnar klæddum okkur upp í StepfordWife kjóla og hárgreiðslan var óaðfinnanleg. "Heimalögðu" réttirnir okkar stóðust allar væntingar...jiii..but ofkorz!
í dag á að gæsa hana Möggu Perlu Lilju. Það verður eflaust gaman. Meira um það seinna.
en nú er það brunch á VOX á Nordica Hótel...mmmm.
bæjó
Skv. stjörnuspá mbl.is verð ég ástfangin í dag. Og það hratt, jafn hratt og skyndibiti.
En ég vona að ástin sé ekki eins og skyndibiti. Góð á meðan hennar er notið. Svo samviskubit.
Dagarnir líða hratt á Íslandi. Ég er komin í hið vanalega ástand, hlaupandi á milli og alltaf nóg að gera. Síminn stoppar ekki, allir að reyna við mig þúst!
Útaðborða allavega einu sinni á sólarhring. Alltaf með góðu fólki. Í gær hélt ég smá housewarming þar sem ég er nú formlega orðin leigjandi á Laugaveginum. Við stelpurnar klæddum okkur upp í StepfordWife kjóla og hárgreiðslan var óaðfinnanleg. "Heimalögðu" réttirnir okkar stóðust allar væntingar...jiii..but ofkorz!
í dag á að gæsa hana Möggu Perlu Lilju. Það verður eflaust gaman. Meira um það seinna.
en nú er það brunch á VOX á Nordica Hótel...mmmm.
bæjó
þriðjudagur, júní 20, 2006
hey já
ég er bara komin heim. tókst að missa af vélinni minni og er því núna með ansi skemmtilega "ég-missti-af-fluginu" sögu í farteskinu núna. Hafið samband ef þið vilja heyra hana.
Get ekki sagt að ég sé ánægð með þessa rigningu sem ræður ríkjum hérna á landinu, en ánægð er ég með vini mína og fjölskyldu. Það er magnað fólk skal ég segja ykkur. Komin með íbúð. Vonandi vinnu. 2 stk. brúðkaup og 1.stk gæsun framundan. Og margt margt fleira. Ég vona að þetta verði gott sumar. Ég ætla að einbeita mér að því að hafa það skemmtilegt á hverjum degi.
bæjó
Get ekki sagt að ég sé ánægð með þessa rigningu sem ræður ríkjum hérna á landinu, en ánægð er ég með vini mína og fjölskyldu. Það er magnað fólk skal ég segja ykkur. Komin með íbúð. Vonandi vinnu. 2 stk. brúðkaup og 1.stk gæsun framundan. Og margt margt fleira. Ég vona að þetta verði gott sumar. Ég ætla að einbeita mér að því að hafa það skemmtilegt á hverjum degi.
bæjó
miðvikudagur, júní 14, 2006
það leiðinlegasta
í þessum heimi hér-finnst mér-að pakka dótinu mínu ofan í ferðatösku. Ég er alltaf að því. Alltaf að passa uppá að þetta fari ekki yfir 20kg. Flott hjá mér að blogga bara þegar ég á að vera að gera þetta...og þrífa. Ekki í stuði.
En að öðru, skemmtilegra. Fyrir 7 árum kom hún Oddlaug Marín Svanhvítardóttir góðvinkona mín í heiminn. Hún var ekki nema 7 klukkutíma gömul þegar hún komin í fangið á mér og því augnabliki mun ég aldrei gleyma. Síðan þá hef ég elskað hana, knúsað hana, svæft hana, hlegið með henni, kennt henni spekina um lífið(heh), hún kennt mér enn meira, rifist við hana, gefið henni í skóinn,hlustað á hana syngja Lítill Fugl með Ellý (elska þegar hún tekur það lag) sótt hana í leikskólann, og síðast en ekki síst fengið fullt af fiðrildakossum á kinn.
Ragnar tók þessa mynd af henni en mér skilst að hún hafi alveg séð um stíleserað þetta sjálf. -með blómakrans í froðubaðið:)
Svo af því að ég hef svona "mikinn tíma til aflögu núna", svona þegar ég á að vera að pakka og þrífa. þÁ fór ég að lesa gömul blogg...já hjá sjálfri mér heh. Og fann þá þessa ógeðslega hressandi færslu sem ég skrifaði í júní 2003.
Það er Radiohead dagur hjá mér í dag; ég hlustaði á tónleikaupptöku á leiðinni í vinnunna, þegar ég kom í vinnunna var verið að spila nýja diskinn, svo kíkti ég heim úr vinnunni í smá stund, þar voru amma og kettirnir að syngja karma police í kór. Amma er nefnilega í smá verkefni hérna hjá mér. Hún er svo yndisleg að hún bauðst til að afþýða ískápinn minn. Við erum að tala um ársbirgðir af uppsöfnuðum ís. Hún fann jarðaberjasúrmjólk sem mamma kom með handa mér þegar ég var veik í júní í fyrra sem var föst aftast í efstu hillunni....
Ég á bestu ömmu í heimi!
Hvar væruð þið án mín??? Hvar væri ég án Ömmu?
jæja farin að pakka!! bæjó
En að öðru, skemmtilegra. Fyrir 7 árum kom hún Oddlaug Marín Svanhvítardóttir góðvinkona mín í heiminn. Hún var ekki nema 7 klukkutíma gömul þegar hún komin í fangið á mér og því augnabliki mun ég aldrei gleyma. Síðan þá hef ég elskað hana, knúsað hana, svæft hana, hlegið með henni, kennt henni spekina um lífið(heh), hún kennt mér enn meira, rifist við hana, gefið henni í skóinn,hlustað á hana syngja Lítill Fugl með Ellý (elska þegar hún tekur það lag) sótt hana í leikskólann, og síðast en ekki síst fengið fullt af fiðrildakossum á kinn.
Ragnar tók þessa mynd af henni en mér skilst að hún hafi alveg séð um stíleserað þetta sjálf. -með blómakrans í froðubaðið:)
Svo af því að ég hef svona "mikinn tíma til aflögu núna", svona þegar ég á að vera að pakka og þrífa. þÁ fór ég að lesa gömul blogg...já hjá sjálfri mér heh. Og fann þá þessa ógeðslega hressandi færslu sem ég skrifaði í júní 2003.
Það er Radiohead dagur hjá mér í dag; ég hlustaði á tónleikaupptöku á leiðinni í vinnunna, þegar ég kom í vinnunna var verið að spila nýja diskinn, svo kíkti ég heim úr vinnunni í smá stund, þar voru amma og kettirnir að syngja karma police í kór. Amma er nefnilega í smá verkefni hérna hjá mér. Hún er svo yndisleg að hún bauðst til að afþýða ískápinn minn. Við erum að tala um ársbirgðir af uppsöfnuðum ís. Hún fann jarðaberjasúrmjólk sem mamma kom með handa mér þegar ég var veik í júní í fyrra sem var föst aftast í efstu hillunni....
Ég á bestu ömmu í heimi!
Hvar væruð þið án mín??? Hvar væri ég án Ömmu?
jæja farin að pakka!! bæjó
mánudagur, júní 12, 2006
ég held að það sé löngu orðið ljóst
að hrúturinn sé la-hang skemmtilegasta stjörnumerkið til að vera í!
mánudagurinn 12.júní 2006
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Fólk talar um verkefni og ásetning eins og ekki sé hægt að lifa innihaldsríku lífi án þess. En þau þurfa ekki að vera fyrirframákveðin eða vitsmunaleg. Af hverju ekki að gera skemmtilegt líf að meginreglu?
ég vil þakka mömmu og pabba fyrir að hafa gleymt getnaðarvörnum verslunarmannahelgina 1978, ömmu og afa fyrir að hafa farið til útlanda verslunarmannahelgina 1978 og skilið eftir autt hús ofl ofl.
Ég hef alltaf verið mjög sátt við afmælisdaginn minn. Nema kannski að ég hef fengið full oft páskaegg í afmælisgjöf. Og get því kennt því gjafmilda fólki um "my curves" ekki satt?
Í flestum umsögnum um Hrútinn stendur að hann sé frumkvöðull í sér, eigi erfitt með að virða reglur og vilji fara sínar eigin leiðir, sé óþolinmóður...en vilji öllum vel og er barnslega einlægur. Þetta er alveg ég. Og mér finnst skemmtilegt að segja frá því mjög margar stelpur í skólanum mínum eru Hrútar og Naut (sem er svipað merki). Rokk og ról fyrir þvi!
Jæja það eru aðeins nokkrar dagar eftir af þessu skólaári hérna í Danaveldi. Hitinn er rosalegur þessa dagana og hnakkamellan í mér lifir góðu lífi. Á laugardaginn flýgur fröken þunnaDill yfir hafið og mætir í þjóhátíðarbúning til að fagna fullveldisdeginum með sínum vinum eins og við gerum það bezt!
bæjó
mánudagurinn 12.júní 2006
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Fólk talar um verkefni og ásetning eins og ekki sé hægt að lifa innihaldsríku lífi án þess. En þau þurfa ekki að vera fyrirframákveðin eða vitsmunaleg. Af hverju ekki að gera skemmtilegt líf að meginreglu?
ég vil þakka mömmu og pabba fyrir að hafa gleymt getnaðarvörnum verslunarmannahelgina 1978, ömmu og afa fyrir að hafa farið til útlanda verslunarmannahelgina 1978 og skilið eftir autt hús ofl ofl.
Ég hef alltaf verið mjög sátt við afmælisdaginn minn. Nema kannski að ég hef fengið full oft páskaegg í afmælisgjöf. Og get því kennt því gjafmilda fólki um "my curves" ekki satt?
Í flestum umsögnum um Hrútinn stendur að hann sé frumkvöðull í sér, eigi erfitt með að virða reglur og vilji fara sínar eigin leiðir, sé óþolinmóður...en vilji öllum vel og er barnslega einlægur. Þetta er alveg ég. Og mér finnst skemmtilegt að segja frá því mjög margar stelpur í skólanum mínum eru Hrútar og Naut (sem er svipað merki). Rokk og ról fyrir þvi!
Jæja það eru aðeins nokkrar dagar eftir af þessu skólaári hérna í Danaveldi. Hitinn er rosalegur þessa dagana og hnakkamellan í mér lifir góðu lífi. Á laugardaginn flýgur fröken þunnaDill yfir hafið og mætir í þjóhátíðarbúning til að fagna fullveldisdeginum með sínum vinum eins og við gerum það bezt!
bæjó
föstudagur, júní 09, 2006
My hips don't lie...
Það er eitt og annað sem ég sakna alveg óskaplega frá San Francisco. Sakna borgarinnar í heild sinni. Hún er æðisleg og yndisleg og skemmtileg. En núna sakna ég appelsína (er þetta rétt beygt?) sem ég held að heita Tangerínas eða e-ð. Kannast e-r við þetta? Það eru appelsínur, bara dekkri á litinn og ó svo bragðgóðar. Ég setti þér stundum í frystinn í smá stund og svo reif ég þetta í mig. mmmmmm mig langar svo mikið í svona tangerínas núna, með þetta á heilanum alveg hreint.
Já annað sem ég sakna. Eða já kannski ekki sakna beint. (ekki eins mikið og tangerínas þá) en fíla við Usa, er að hvert sem þú kemur að þá er cottonmjúkur klósettpappír. Svo gæða gæða. Það kann ég vel að meta. Könum þykir greinilega vænna um rassinn sinn en evrópubúum. Sérstaklega dönum, hér er allstaðar svona þurr og harður klósettpappír. Allir að spara. Og borða rúgbrauð og gulrætur.
En sumarið er loksins komið í Árósum. Sól og blíða og allir komnir í létt föt og eru bara útúm allt. Það er góð stemmning í borginni núna. Og það er líka góð stemmning í KaosPilota höfuðstöðvunum. Team 11 hefur nú skilað af sér öllu um verkefnið som vi har lavett i San Francisco. Við fengum einkunina 9 ( sem er dönsk 9, á skalanum 1-13) Sumir voru smá skúffett en eg er sátt við þetta. Við gerðum ekkert fullkomið verkefni þarna. Vantaði ýmislegt uppá. Enda fengum við mjög gagnlegt fídbakk frá prófdómurunum.
Við áttum líka sem bekkur að gefa okkur sjálf einkunn. Fengum klukkutíma til þess og ó mæ göd. Þetta er bara endalaust fyndið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða einstaklinga í þessa stöðu aftur og aftur. Náum að diskútera ALLT. En já í þessum prósess gaf ég Team 11 líka 9 (ásamt nokkrum öðrum stúlkum). Við áttum ekkert hærra skilið.
En mikið er nú gaman að vera búin. Þetta hefur verið svo langt tímabil. Búin að vinna í þessu síðan í janúar! Við vorum öll orðin svo þreytt á þessu. En ekki það þreytt að við náðum ekki að fagna í gær!!
Fengum kampavín út á svölunum. Það er mikil kampavínshefð í skólanum og ég kann vel að meta hana. Og svo lá leiðin í partý hjá bekkjarsystur minni. Mikið dansað, mikið trúnó, mikið faðmað, mikið drukkið, mikið fagnað etc etc. Ég er strax farin að kvíða fyrir því að útskrifast. Þetta eru ómetanleg ár. ALveg fáránlega skemmtilegt og flott fólk sem er komið inní líf mitt.
Jæja elsku lesendur. Ég er að hugsa um að koma mér útí sólina og ná þessari semi þynnku úr mér. Kannski fá mér sunlolly með appelsínubragði. Það er það besta í þynnku og góð sturta...já og vindur í andlitið mmm.
Svo eftir eina viku og einn dag að þá kem ég heim til Íslands, er smá stress verð ég að viðurkenna. Hef aldrei verið svona lengi í burtu frá íslandi og núna í þetta skiptið.
Bæjó (ps. ég vil komment)
Já annað sem ég sakna. Eða já kannski ekki sakna beint. (ekki eins mikið og tangerínas þá) en fíla við Usa, er að hvert sem þú kemur að þá er cottonmjúkur klósettpappír. Svo gæða gæða. Það kann ég vel að meta. Könum þykir greinilega vænna um rassinn sinn en evrópubúum. Sérstaklega dönum, hér er allstaðar svona þurr og harður klósettpappír. Allir að spara. Og borða rúgbrauð og gulrætur.
En sumarið er loksins komið í Árósum. Sól og blíða og allir komnir í létt föt og eru bara útúm allt. Það er góð stemmning í borginni núna. Og það er líka góð stemmning í KaosPilota höfuðstöðvunum. Team 11 hefur nú skilað af sér öllu um verkefnið som vi har lavett i San Francisco. Við fengum einkunina 9 ( sem er dönsk 9, á skalanum 1-13) Sumir voru smá skúffett en eg er sátt við þetta. Við gerðum ekkert fullkomið verkefni þarna. Vantaði ýmislegt uppá. Enda fengum við mjög gagnlegt fídbakk frá prófdómurunum.
Við áttum líka sem bekkur að gefa okkur sjálf einkunn. Fengum klukkutíma til þess og ó mæ göd. Þetta er bara endalaust fyndið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða einstaklinga í þessa stöðu aftur og aftur. Náum að diskútera ALLT. En já í þessum prósess gaf ég Team 11 líka 9 (ásamt nokkrum öðrum stúlkum). Við áttum ekkert hærra skilið.
En mikið er nú gaman að vera búin. Þetta hefur verið svo langt tímabil. Búin að vinna í þessu síðan í janúar! Við vorum öll orðin svo þreytt á þessu. En ekki það þreytt að við náðum ekki að fagna í gær!!
Fengum kampavín út á svölunum. Það er mikil kampavínshefð í skólanum og ég kann vel að meta hana. Og svo lá leiðin í partý hjá bekkjarsystur minni. Mikið dansað, mikið trúnó, mikið faðmað, mikið drukkið, mikið fagnað etc etc. Ég er strax farin að kvíða fyrir því að útskrifast. Þetta eru ómetanleg ár. ALveg fáránlega skemmtilegt og flott fólk sem er komið inní líf mitt.
Jæja elsku lesendur. Ég er að hugsa um að koma mér útí sólina og ná þessari semi þynnku úr mér. Kannski fá mér sunlolly með appelsínubragði. Það er það besta í þynnku og góð sturta...já og vindur í andlitið mmm.
Svo eftir eina viku og einn dag að þá kem ég heim til Íslands, er smá stress verð ég að viðurkenna. Hef aldrei verið svona lengi í burtu frá íslandi og núna í þetta skiptið.
Bæjó (ps. ég vil komment)
miðvikudagur, júní 07, 2006
Part I
Team 11 þeytti fyrri hluta prófsins um Nourishment 4 Life (www.n4l.dk) í morgun. Og ef vel er að gáð vill svo skemmtilega til að við erum hálfnuð! Og ég er búin með orkuna nú þegar. Sit bara stjörf og reyni að finna bensín til sem gefur mer metnað til að rúlla upp seinni hlutanum.
Þar sem ég sit hérna gjörsamlega (eins og fyrr kemur fram) alveg stjörf að þá hringir síminn og ég sé að þetta er númer frá Íslandi. En á línunni er hollenskur maður sem segist hafa CV-ið mitt í höndunum og hann hafi tvö störf fyrir mig. Og þau ekki af verri endanum. Ég hef ekki talað hollensku í marga mánuði þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu aulalegt þetta samtal var. Notaði til dæmis óvenjulega hátíðleg lýsingarorð til að sýna áhuga minn. Soldiðfyndið.
En ég á date með þessum hönk á Íslandi þann 19.júní og þá ræðst (sumar)framtíð mín.
Best að fara að undirbúa part II. E-r ráð?
ps. this is for you calle. please dont do the artCalle voice again. ANd its actually nice to "prepare" for part II with you...eeehhu or what are we doing??
Þar sem ég sit hérna gjörsamlega (eins og fyrr kemur fram) alveg stjörf að þá hringir síminn og ég sé að þetta er númer frá Íslandi. En á línunni er hollenskur maður sem segist hafa CV-ið mitt í höndunum og hann hafi tvö störf fyrir mig. Og þau ekki af verri endanum. Ég hef ekki talað hollensku í marga mánuði þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu aulalegt þetta samtal var. Notaði til dæmis óvenjulega hátíðleg lýsingarorð til að sýna áhuga minn. Soldiðfyndið.
En ég á date með þessum hönk á Íslandi þann 19.júní og þá ræðst (sumar)framtíð mín.
Best að fara að undirbúa part II. E-r ráð?
ps. this is for you calle. please dont do the artCalle voice again. ANd its actually nice to "prepare" for part II with you...eeehhu or what are we doing??
þriðjudagur, júní 06, 2006
föstudagur, júní 02, 2006
Nú verða sagðar fréttir....
Nú af því að ég get átt það til að vera soldið sjálfhverf hérna á þessu bloggi þá finnst mér tími til kominn að koma með nokkrar mikilvægar tilkynningar af ÖÐRUM en sjálfri mér.
Fyrst og fremst ákvaðu æðri máttarvöld að tíminn væri kominn fyrir elsku Hörpu mína að fjölga mannkyninu. Í haust kemur lítll einstaklingur í heiminn sem er mér nú þegar alveg ossalega kær og ég hlakka svo til. Mamma hans hvíslaði því að mér að ég yrði kannski viðstödd þegar hann/hún mætti á svæðið. *grenjúrgleðispennuvæmniogstolti*
Já lífið er að breytast hjá fleirum en Hörpu því draumur Hrafnhildar Hebu minnar er að rætast eða byrjar að rætast í lok ágúst. Því þá flytur daman búferlum hingað til Árósa og hún gerist nemandi við hinn magnaða skóla er kenndur er við KaosPilota!
Velkomin í klanið og fjölskylduna elsku þokkadís. Þú hefur ekki hugmynd við þú ert búin að koma þér útí núna stelpa! En við hlökkum til að fá þig:)
Á meðan Heba hefur nám við KaosPilot skólann hefur öðrum tekist að klára skólann og eru nú formlega orðnir KaosPilot-ar!
Elsku Frímann og Eva hafa lokið þrem árum og einu stk lokaprófi. Ég er svo stolt af þeim og hlakka til að sjá hvernig þeim mun vegna heima. Þann 16.júní munu þau svo útskrifast í Musikhuset og um kvöldið verður ROSALEGT partý. KaosPilotar kunna að halda partý svo eitt er víst!
Síðast en ekki síðst að þó tókst henni Maj-Britti minn að þjóta á methraða í gegnum þrjú ár uppá Bifröst. Á sinn listafengna hátt tókst henni að fá himinháar einkunnir og sletta ærlega úr klaufunum og eignast fullt af nýjum vinum. Til að toppa þetta fékk daman svo 9 fyrir BA ritgerðina sína, en þeir á Bifröst gefa ekki hærra fyrir ritgerðir. So consider it a 10!:) Hún er nú formlega orðin viðskiptarlögfræðingur. Vá segi ég nú bara!
Fyrst og fremst ákvaðu æðri máttarvöld að tíminn væri kominn fyrir elsku Hörpu mína að fjölga mannkyninu. Í haust kemur lítll einstaklingur í heiminn sem er mér nú þegar alveg ossalega kær og ég hlakka svo til. Mamma hans hvíslaði því að mér að ég yrði kannski viðstödd þegar hann/hún mætti á svæðið. *grenjúrgleðispennuvæmniogstolti*
Já lífið er að breytast hjá fleirum en Hörpu því draumur Hrafnhildar Hebu minnar er að rætast eða byrjar að rætast í lok ágúst. Því þá flytur daman búferlum hingað til Árósa og hún gerist nemandi við hinn magnaða skóla er kenndur er við KaosPilota!
Velkomin í klanið og fjölskylduna elsku þokkadís. Þú hefur ekki hugmynd við þú ert búin að koma þér útí núna stelpa! En við hlökkum til að fá þig:)
Á meðan Heba hefur nám við KaosPilot skólann hefur öðrum tekist að klára skólann og eru nú formlega orðnir KaosPilot-ar!
Elsku Frímann og Eva hafa lokið þrem árum og einu stk lokaprófi. Ég er svo stolt af þeim og hlakka til að sjá hvernig þeim mun vegna heima. Þann 16.júní munu þau svo útskrifast í Musikhuset og um kvöldið verður ROSALEGT partý. KaosPilotar kunna að halda partý svo eitt er víst!
Síðast en ekki síðst að þó tókst henni Maj-Britti minn að þjóta á methraða í gegnum þrjú ár uppá Bifröst. Á sinn listafengna hátt tókst henni að fá himinháar einkunnir og sletta ærlega úr klaufunum og eignast fullt af nýjum vinum. Til að toppa þetta fékk daman svo 9 fyrir BA ritgerðina sína, en þeir á Bifröst gefa ekki hærra fyrir ritgerðir. So consider it a 10!:) Hún er nú formlega orðin viðskiptarlögfræðingur. Vá segi ég nú bara!
mánudagur, maí 29, 2006
"ví klín hír, NÁ, jú möst gó át!"
Við þessa setningu vaknaði ég í gærmorgun. Þegar ég ránkaði betur við mér sá ég að ég var í skólanum mínum. Já stúlkunni hefur greinilega fundist svo heimilislegt þarna á aðfaranótt sunnudagsins, en þar voru við nokkur að sötra vín og öl og gleyma prófskýrslunni (sem verður bara flóknari og flóknari því dýpra maður sekkur ofan í hana) að hún ákvað bara að halla sér í þægilegum sófa.
--JÁ þetta var nú löng setning!--
Okkur Báru bárust nokkur eldheit tabloit frá íslandi. Ég verð nú að viðurkenna að ég sakna USweekly, OK, People ofl biblíum frá ammríku ansi mikið. Undir lokin missti ég ekki af tölublaði...af neinu þeirra.
En já ég var að skoða Séð og Heyrt áðan og komst ekki hjá því að spyrja mig enn einu sinni að því Hver eiginlega sendir inn þessar myndir þarna í myndaopnuna?!! Hver tekur mynd af kisu kúra hjá bangsa uppí leðursófa...og finnst hún svo flott að hann/hún sendir hana inn til að reyna vinna Happaþrennu?
Já svona er ég nú hrokafull...but I cant help it.
Önnur spurning; Hvar er sólin? En enn; Er í alvörunni næstum því kominn Júní? Mér finnst eins og Maí hafi byrjað áðan.
Jæja got2gó. Er að elda uppúr Grænn Kostur Hagkaupa, rosa gaman og vonandi rosa gott. Allavega nógu mörg skref sem þessi uppskrift er.
--JÁ þetta var nú löng setning!--
Okkur Báru bárust nokkur eldheit tabloit frá íslandi. Ég verð nú að viðurkenna að ég sakna USweekly, OK, People ofl biblíum frá ammríku ansi mikið. Undir lokin missti ég ekki af tölublaði...af neinu þeirra.
En já ég var að skoða Séð og Heyrt áðan og komst ekki hjá því að spyrja mig enn einu sinni að því Hver eiginlega sendir inn þessar myndir þarna í myndaopnuna?!! Hver tekur mynd af kisu kúra hjá bangsa uppí leðursófa...og finnst hún svo flott að hann/hún sendir hana inn til að reyna vinna Happaþrennu?
Já svona er ég nú hrokafull...but I cant help it.
Önnur spurning; Hvar er sólin? En enn; Er í alvörunni næstum því kominn Júní? Mér finnst eins og Maí hafi byrjað áðan.
Jæja got2gó. Er að elda uppúr Grænn Kostur Hagkaupa, rosa gaman og vonandi rosa gott. Allavega nógu mörg skref sem þessi uppskrift er.
miðvikudagur, maí 24, 2006
það er LEIKUR að læra...
Já nú er skólinn byrjaður á fullu aftur hérna í Árósum og framundan eru langir og strangir dagar. Verkefnið sem er framundan er nánast ómögulegt. Eða reynið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða KAOSPILOTA saman í eina stofu og látið þá taka EITT próf SAMAN. Prófið samanstendur úr einni skýrslu (í hvaða formi sem er, má vera video eða verkfærakassi ef út í það er farið) og svo 2ja daga kynningu og vörn með öllu tilheyrandi. Eigum að skila eftir viku og kynna og verja eftir 2,5 vikur...og erum ennþá að reyna að finna skipulagsformið...og dýpka "collective knowledge" (ok engum nema KP finnst þetta e-ð fyndið...)
En hvað um það. Hver dagur hefur verið árangursríkur að mínu mati. Hver dagur er líka eins og rússibanaferð. Stundum langar manni að ganga út og gefa þessum besservisserum (bekkjarfélugum) fingurinn, en stundum er maður líka að gargandi úr hlátri og stuði. Eins og í dag. Það var svo gaman fyrripart dagsins að ég hélt að ég myndi farast.
Það besta er að fékk video sent núna af þessum hluta, og þegar ég horfði á það fékk ég aftur hláturskast. Ó svo gaman!
Annars var það besta við daginn að ég fékk Kamillu mína aftur á svæðið. Er búin að vera half handalaus án hennar sl vikuna. Assgotsas vesjen a henni að fara alltaf í e-ð annað land að vinna verkefni þegar mér þóknast að mæta aftur til Árósa eftir langa fjarveru. En svona lærir maður gott enn betra að meta.
Hér í Árósum rignir hann samt allt of mikið og california tanið lekur og lekur af mér. OG ég sem var búin að ákveða að gerast hnakkamella. En ég er ennþá með nýju ljósu lokkana mína;) Já og svo er ég núna eigandi að enn einum flugmiðanum sem veitir mér far á milli íslands og danmörku, og til baka. Dagsetningarnar eru eftirfarandi 17.júní heim, 21.ágúst aftur út.
Rétt upp hend sem kemur að taka á móti mér!...og svo út á lífið!
jæja best að fara að sofa. JEtLaggið lifir ennþá GÓÐU lifi í líkama mínum. Í nótt var 10.nóttin í röð sem ég fékk ekki heilan og góðan svefn. Á mánudaginn fór ég meira að segja ósofin í skólann. Það var erfitt. Líka af því að við fengum kampavín við í morgunmat, svona velkomhómfromSF móttaka. Ég flissaði i 2 tíma en drapst svo í hadeginu.
jæja bæjó
En hvað um það. Hver dagur hefur verið árangursríkur að mínu mati. Hver dagur er líka eins og rússibanaferð. Stundum langar manni að ganga út og gefa þessum besservisserum (bekkjarfélugum) fingurinn, en stundum er maður líka að gargandi úr hlátri og stuði. Eins og í dag. Það var svo gaman fyrripart dagsins að ég hélt að ég myndi farast.
Það besta er að fékk video sent núna af þessum hluta, og þegar ég horfði á það fékk ég aftur hláturskast. Ó svo gaman!
Annars var það besta við daginn að ég fékk Kamillu mína aftur á svæðið. Er búin að vera half handalaus án hennar sl vikuna. Assgotsas vesjen a henni að fara alltaf í e-ð annað land að vinna verkefni þegar mér þóknast að mæta aftur til Árósa eftir langa fjarveru. En svona lærir maður gott enn betra að meta.
Hér í Árósum rignir hann samt allt of mikið og california tanið lekur og lekur af mér. OG ég sem var búin að ákveða að gerast hnakkamella. En ég er ennþá með nýju ljósu lokkana mína;) Já og svo er ég núna eigandi að enn einum flugmiðanum sem veitir mér far á milli íslands og danmörku, og til baka. Dagsetningarnar eru eftirfarandi 17.júní heim, 21.ágúst aftur út.
Rétt upp hend sem kemur að taka á móti mér!...og svo út á lífið!
jæja best að fara að sofa. JEtLaggið lifir ennþá GÓÐU lifi í líkama mínum. Í nótt var 10.nóttin í röð sem ég fékk ekki heilan og góðan svefn. Á mánudaginn fór ég meira að segja ósofin í skólann. Það var erfitt. Líka af því að við fengum kampavín við í morgunmat, svona velkomhómfromSF móttaka. Ég flissaði i 2 tíma en drapst svo í hadeginu.
jæja bæjó
laugardagur, maí 20, 2006
Islande dúús poauh
...já nei eða ekki. Ekki í þetta sinn. Kannski næst?
Ég man nú þegar ég sat með nokkru velvöldu fimmtudagspartýfólki hérna í lok október sl. Þá var frumflutt lag sem sótti um að komast í undanundanundan (hvað voru mörg undanúrslit á Íslandi). Okkur fannst þetta svo frábært lag að plönuð var ferð til Grikklands í maí 2006. Þar yrðum við (fimmtudagspartýfólkið) hluti á krú-inu og þetta yrði svaka partý.
Lagið komst aldrei áfram. Ekki einu sinni í skemmuna þarna vestur í bæ. Og ég er bara hérna í Árósum. Með sárt enni, sorgmætt og döpur því Silvía Nótt var kosin út. En hey! það er samt partei í kvöld.
íslendingar safnast saman og horfa a slæma tónlist fá stig. Gagnrýna flíkur, gagnrýna týpur, blóta balkanspolitík og síðast en ekki síðst...hafa ástæðu til að djamma á fallegu vorkvöldi! Júrivisjón eru jól vorsins hjá íslendingum. Ó svo gaman.
Ég fer í partý til Sillu og kó á Dalgas Avenue. Að eigin ósk er sítrónukjúlli. Og trönuberjakokteilar.
Ég ætla með krullur og gerviaugnahár, til minningar um Silvíu Nótt.
"shit það eru allir að reyna við mig hérna..."
okíbæ
Ég man nú þegar ég sat með nokkru velvöldu fimmtudagspartýfólki hérna í lok október sl. Þá var frumflutt lag sem sótti um að komast í undanundanundan (hvað voru mörg undanúrslit á Íslandi). Okkur fannst þetta svo frábært lag að plönuð var ferð til Grikklands í maí 2006. Þar yrðum við (fimmtudagspartýfólkið) hluti á krú-inu og þetta yrði svaka partý.
Lagið komst aldrei áfram. Ekki einu sinni í skemmuna þarna vestur í bæ. Og ég er bara hérna í Árósum. Með sárt enni, sorgmætt og döpur því Silvía Nótt var kosin út. En hey! það er samt partei í kvöld.
íslendingar safnast saman og horfa a slæma tónlist fá stig. Gagnrýna flíkur, gagnrýna týpur, blóta balkanspolitík og síðast en ekki síðst...hafa ástæðu til að djamma á fallegu vorkvöldi! Júrivisjón eru jól vorsins hjá íslendingum. Ó svo gaman.
Ég fer í partý til Sillu og kó á Dalgas Avenue. Að eigin ósk er sítrónukjúlli. Og trönuberjakokteilar.
Ég ætla með krullur og gerviaugnahár, til minningar um Silvíu Nótt.
"shit það eru allir að reyna við mig hérna..."
okíbæ
miðvikudagur, maí 17, 2006
fröken flugþreyta
jább, hér er ég! glaðvöknuð klukkan 4 aðra nóttina í röð!
fór dofin og sloj í gegnum daginn í gær með þurr rauð augu, hélt mér vakandi til kl 23 og ætlaði svoleiðis að sofa í 8-12 tíma. Já nei.
Fyndið að sjá á MSN, þar eru nokkrir aðrir úr Team 11 skráðir á línunni.
ég hugsa samt að trikkið við að komast yfir jet-lag sé einmitt EKKI að hafa það á heilanum...eins og ég. Möööööwwh
fór dofin og sloj í gegnum daginn í gær með þurr rauð augu, hélt mér vakandi til kl 23 og ætlaði svoleiðis að sofa í 8-12 tíma. Já nei.
Fyndið að sjá á MSN, þar eru nokkrir aðrir úr Team 11 skráðir á línunni.
ég hugsa samt að trikkið við að komast yfir jet-lag sé einmitt EKKI að hafa það á heilanum...eins og ég. Möööööwwh
mánudagur, maí 15, 2006
komin
aftur heim til árósa. Núna á nýtt hjem, er núna búsett á silkeborgevej. Og er með rosa fallegt herbergi ALVEG ÚT AF FYRIR MIG EINA, sem ég hef ekki haft sl. 5 mánuði eða svo. Mikill lúxus. Og yndislegur meðleigjandi sem hún Bára er. Takk fyrir frábærar móttökur.
Ferðin yfir land og haf var löng með fjórum Ö-um og rúmlega það! Team 11 tókst meira að segja að detta tvisvar í það á leiðinni, geri aðrir betur. Ég kom því 2falt þunn og 5falt ferðaskítug heim í gærkvöldi. Og svaf svo til 15 í dag. Nú taka við anti jetlag dagar, og ég ekki fræg fyrir það að vera fljót að jafna mig á slíku. Sbr. 2 fyrstu vikurnar í SF.
Annars líður mér bara vel. Soldið skrýtið að þetta tímabil sé búið. En ég fer aftur til sanFrancisco, fyrr en síðar. Hver er memm?
Ferðin yfir land og haf var löng með fjórum Ö-um og rúmlega það! Team 11 tókst meira að segja að detta tvisvar í það á leiðinni, geri aðrir betur. Ég kom því 2falt þunn og 5falt ferðaskítug heim í gærkvöldi. Og svaf svo til 15 í dag. Nú taka við anti jetlag dagar, og ég ekki fræg fyrir það að vera fljót að jafna mig á slíku. Sbr. 2 fyrstu vikurnar í SF.
Annars líður mér bara vel. Soldið skrýtið að þetta tímabil sé búið. En ég fer aftur til sanFrancisco, fyrr en síðar. Hver er memm?
þriðjudagur, maí 09, 2006
it´s the final countdown
dududduuuh duduuddduu
núna eru einungis þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eftir in sunny california. Á laugardaginn er það svo 12 tíma flug til París, þaðan 2 tímar til Köben og frá Köben til Árósa í 3ja tímalestarferð. 3 flugvellir, ein lestarstöð og einn taxi. Ú stúlkan verður ekkert smá hugguleg í lok ferðar. En mér til mikillar gleði hef ég fengið herbjéérgi í árósinni sem ég get verið í aaallan tímann þangað til ég fer heim til Íslands. Ekkert flakk, engin ferðatöskuringureið. Bara staðfesta og rútína. Skólinn minn, ó já ég sakna hans mikið. Og svo er minn nýji meðleigjandi prævat-treiner að mennt...ekki leiðinlegt!!:)
Þessa dagana er það annars prinsessulíf í PaloAlto. Við Martine byrjum dagana á því að rúlla út um herbergishurðina okkar útí garð, þar sem við liggum í sólinni við sundlaugina og fáum lit (og far!). Týnum ávexti af trjánum í garðinum í morgunmat. Svo reynum við nú að gera e-ð álíka erfitt eins og versla aðeins og fara á hárgreiðslustofu...svona til að gefa deginum smá tilbreytingu hah! Á kvöldin eru svo dýrindis kvöldmáltíðir eldaðir af frönskum chef og með því er rautt og stundum kampavín mmm.
Mig langar mikið í vínsmökkun í Napadalnum, reyni að fitta því inní "prógrammið" Annars er ég held ég búin að gera allt "must do in SF". vei veih
Ó já ó já ó þú ljúfa líf.
ps. er komin með myndainnsetningarfrestunaráráttu, geri aðrir betur!
núna eru einungis þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eftir in sunny california. Á laugardaginn er það svo 12 tíma flug til París, þaðan 2 tímar til Köben og frá Köben til Árósa í 3ja tímalestarferð. 3 flugvellir, ein lestarstöð og einn taxi. Ú stúlkan verður ekkert smá hugguleg í lok ferðar. En mér til mikillar gleði hef ég fengið herbjéérgi í árósinni sem ég get verið í aaallan tímann þangað til ég fer heim til Íslands. Ekkert flakk, engin ferðatöskuringureið. Bara staðfesta og rútína. Skólinn minn, ó já ég sakna hans mikið. Og svo er minn nýji meðleigjandi prævat-treiner að mennt...ekki leiðinlegt!!:)
Þessa dagana er það annars prinsessulíf í PaloAlto. Við Martine byrjum dagana á því að rúlla út um herbergishurðina okkar útí garð, þar sem við liggum í sólinni við sundlaugina og fáum lit (og far!). Týnum ávexti af trjánum í garðinum í morgunmat. Svo reynum við nú að gera e-ð álíka erfitt eins og versla aðeins og fara á hárgreiðslustofu...svona til að gefa deginum smá tilbreytingu hah! Á kvöldin eru svo dýrindis kvöldmáltíðir eldaðir af frönskum chef og með því er rautt og stundum kampavín mmm.
Mig langar mikið í vínsmökkun í Napadalnum, reyni að fitta því inní "prógrammið" Annars er ég held ég búin að gera allt "must do in SF". vei veih
Ó já ó já ó þú ljúfa líf.
ps. er komin með myndainnsetningarfrestunaráráttu, geri aðrir betur!
þriðjudagur, maí 02, 2006
the best of the most recent past
það er mið nótt núna. ég er í súperman rúmi í herberginu hans Dags. En hann var ég að passa í kvöld á meðan foreldrar hans (linda og eggert) fóru að sjá Sigurrós í santa rosa. Á morgun byrjar 3ja daga evaluation (skv.orðabók; gildismat) útí Presidio en þá gerum við upp tímabilið Jan-þar til nú. Ég þarf að skrifa mína sögu og í leiðinni meta þetta tímabil. Gefa því gildi. Sjá hvaða markmið ég sló, hverjir voru mínir hápunktar skólalega séð, og persónulega séð. Mig langar helst að taka risa stóra örk og teikna þetta upp. Það er miklu skemmtilegra, enda teikna ég orðið allar mínar glósur nú til dags. Svona þegar við á.
En núna ætla ég að skoða hápunkta sl daga í mínu lífi;
hápunktur 1:
fór út með nokkrum úr bekknum á fös. Við enduðum á best geymda leyndarmáli SanFrancisco. Að utan sýnist þetta vera kínverskur take away staður, en svo kemur maður inn og þá er þetta bara búllubar. Fullt af háborðum og stólum, og pool borð. Fyrir aftan barinn stóðu Judy og samstarfskonur hennar. Þær klæddust óþægilega litlum fötum fyrir aldur, og þegar betur var að gáð voru þær líklegast lang drukknastar þarna inni. Ég settist að sjálfsögðu við barinn og reyndi að kynnast þessum "dúllum" og áður en ég náði að panta mér fékk ég vískí on the rocks...og KJÖTBOLLUR í tómatsósu á pappadisk. Svona á meðan ég var ennþá að fanga þetta magnaða móment, setti Judy "chestnuts roasting on an open fire" á, sem ómaði allt í einu í botn...án þess að e-r kippti sér upp við það. Jóla jóla á changmowh hai bar á sutter og taylor st.
hápunktur 2:
eignaðist nýtt uppáhalds lag á laugardaginn. I LOST eftir og með Jón Tígur eða Tryggvi.
Búin að hlusta á þetta á repeat allar götur síðan og bara fljóta.
hápunktur 3:
svaf út á sunnudagsmorgunn, fór svo uppá þakið hjá Hildi og Rún. Tók með mér góðan morgun mat og borðaði hann með útsýni yfir fallegan hluta SF og flóann. Sólin skein hátt og ég fékk rosa lit. Svo hringdi pabbi, það var æðislegt.
hápunktur 4:
laaangur brunch með soon to be mastersgraduate Rún á NobHillCafé í sólinni, hvítvín (og ábót) og ávaxtasalat. Svona á maður að kunna að njóta lífsins!
hápunktur 5:
BBQ partý hjá Team 11 á sunnudeginum. Byrjaði snemma, var saklaust og kósý. Allir að grilla og knúsast útí garði (jáh team 11 er voða ástfangið af sjálfu sér þessa dagana). Svo dró fyrir sólu...og smekklegheitin í leiðinni. Allt í einu urðu allir rosa "hressir" og það hófust alvarlegir drykkjuleikir og dansipartý (ala swing og gömlu dansarnir). Æðislegt kvöld, æðislegur bekkur!
Jæja ég ætla að fara að reyna að sofna. Hlakka til á morgun...
góða nótt, eða góðan dag Evrópa.
En núna ætla ég að skoða hápunkta sl daga í mínu lífi;
hápunktur 1:
fór út með nokkrum úr bekknum á fös. Við enduðum á best geymda leyndarmáli SanFrancisco. Að utan sýnist þetta vera kínverskur take away staður, en svo kemur maður inn og þá er þetta bara búllubar. Fullt af háborðum og stólum, og pool borð. Fyrir aftan barinn stóðu Judy og samstarfskonur hennar. Þær klæddust óþægilega litlum fötum fyrir aldur, og þegar betur var að gáð voru þær líklegast lang drukknastar þarna inni. Ég settist að sjálfsögðu við barinn og reyndi að kynnast þessum "dúllum" og áður en ég náði að panta mér fékk ég vískí on the rocks...og KJÖTBOLLUR í tómatsósu á pappadisk. Svona á meðan ég var ennþá að fanga þetta magnaða móment, setti Judy "chestnuts roasting on an open fire" á, sem ómaði allt í einu í botn...án þess að e-r kippti sér upp við það. Jóla jóla á changmowh hai bar á sutter og taylor st.
hápunktur 2:
eignaðist nýtt uppáhalds lag á laugardaginn. I LOST eftir og með Jón Tígur eða Tryggvi.
Búin að hlusta á þetta á repeat allar götur síðan og bara fljóta.
hápunktur 3:
svaf út á sunnudagsmorgunn, fór svo uppá þakið hjá Hildi og Rún. Tók með mér góðan morgun mat og borðaði hann með útsýni yfir fallegan hluta SF og flóann. Sólin skein hátt og ég fékk rosa lit. Svo hringdi pabbi, það var æðislegt.
hápunktur 4:
laaangur brunch með soon to be mastersgraduate Rún á NobHillCafé í sólinni, hvítvín (og ábót) og ávaxtasalat. Svona á maður að kunna að njóta lífsins!
hápunktur 5:
BBQ partý hjá Team 11 á sunnudeginum. Byrjaði snemma, var saklaust og kósý. Allir að grilla og knúsast útí garði (jáh team 11 er voða ástfangið af sjálfu sér þessa dagana). Svo dró fyrir sólu...og smekklegheitin í leiðinni. Allt í einu urðu allir rosa "hressir" og það hófust alvarlegir drykkjuleikir og dansipartý (ala swing og gömlu dansarnir). Æðislegt kvöld, æðislegur bekkur!
Jæja ég ætla að fara að reyna að sofna. Hlakka til á morgun...
góða nótt, eða góðan dag Evrópa.
föstudagur, apríl 28, 2006
búin...
Team 11 náði ákveðnu markmiði sínu í gær og hér með erum við þá formlega "búin" hérna í SanFrancisco. Þegar ég lít til baka þá sé ég hversu mikið ég hef lært. Bæði "úr bókinni", þeas það sem er á námsskránni. Og svo líka bara af SanFrancisco og sjálfri mér á nýjum slóðum. Þessar myndir eru af hópnum mínum og svo bekknum mínum og voru teknar í gær.
Núna er ég að reyna að fá miða á COACHELLA hátíðina í Palm Springs. Ein flottasta tónleikahátíð sem er haldin í USA. ó já Ó já! Verð að komast.
Ætla bara að taka því rólega í dag, hálf þreytt. Fara í sólbað á þakterrassinum með Rún og svo er pick nick með e-um úr bekknum á eftir. Já sólin skýn og mér líkar það...
Bæjó og góða helgi börnin góð
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Góðir dagar
Já núna er mánudagur og úti er uppáhaldsveðrið mitt. Semsagt ekkert veður, e-ð svo sjarmerandi við ekkert veður. En ég brann svo hallærislega í síðustu viku. Var komin með 2 bolaför. Se-heggshy! Þannig að þetta er fínt í dag. Hvort sem er svo mikið að gera hjá okkur í Team 11 að þetta er fínt.
Endilega kíkið á þetta hjá okkur á þessum link. E-ð um það sem við erum að gera semsagt.
Helgin var hin allra allra besta. Er núna heimasæta hjá elsku Rún og Hildi sem eru bjargvættir mínir í heimilisleysinu. Vaknaði snemma (þar sem ég sofnaði kl.9 á föstudagskvöldið eehhum) á laugardagsmorgunn og fór í ræktina að hrizzzta rassinn og svo beint í yoga með Rún. Eftir saunu og og gufu og langa sturtu fórum við svo að hitta Hildi á NobHill café í omilettu og kampavínsbrunch a la satc style. Svo fórum við Hildur á Polk sem er yndisleg gata, fórum í blóma og kjólabúðir og enduðum svo í manicure. Eftir svona frábæran eftirmiðdag er tilvalið að fara á happy hour í hvítvínsglas og ótrúlega gott spjall út í síðdegissólinni. ...Afhverju er ég að fara héðan eftir tæpar 3 vikur?? Hér getur maður lifað óskalífi stúlkunnar.
Núna sit ég heima hjá Maríu bekkjarsystur sem er að gera pönnukökur. Við erum að vinna og sötra hvítvín. Og erum í bíkínitoppum yfir fötin okkar. Þetta finnst okkur einstaklega hressandi athöfn. Já nei þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við kjósum að vinna svona.
Já það eru góðir dagar hjá frúnni í SanFrancisco! Síðustu dagarnir...ó mæ ó mæ.
á eftir að gera svooomargt!
Meira seinna
bæjó
Endilega kíkið á þetta hjá okkur á þessum link. E-ð um það sem við erum að gera semsagt.
Helgin var hin allra allra besta. Er núna heimasæta hjá elsku Rún og Hildi sem eru bjargvættir mínir í heimilisleysinu. Vaknaði snemma (þar sem ég sofnaði kl.9 á föstudagskvöldið eehhum) á laugardagsmorgunn og fór í ræktina að hrizzzta rassinn og svo beint í yoga með Rún. Eftir saunu og og gufu og langa sturtu fórum við svo að hitta Hildi á NobHill café í omilettu og kampavínsbrunch a la satc style. Svo fórum við Hildur á Polk sem er yndisleg gata, fórum í blóma og kjólabúðir og enduðum svo í manicure. Eftir svona frábæran eftirmiðdag er tilvalið að fara á happy hour í hvítvínsglas og ótrúlega gott spjall út í síðdegissólinni. ...Afhverju er ég að fara héðan eftir tæpar 3 vikur?? Hér getur maður lifað óskalífi stúlkunnar.
Núna sit ég heima hjá Maríu bekkjarsystur sem er að gera pönnukökur. Við erum að vinna og sötra hvítvín. Og erum í bíkínitoppum yfir fötin okkar. Þetta finnst okkur einstaklega hressandi athöfn. Já nei þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við kjósum að vinna svona.
Já það eru góðir dagar hjá frúnni í SanFrancisco! Síðustu dagarnir...ó mæ ó mæ.
á eftir að gera svooomargt!
Meira seinna
bæjó
laugardagur, apríl 22, 2006
Sumarið 2004
Sumarið 2004 var svolítið skemmtilegt sumar. Sérstaklega í ljósi þess að ég var nýflutt frá Hollandi og þegar ég bjó Í Hollandi áttaði ég mig ENN betur á því hversu ógeðslega skemmtilega vini ég á. Hafði svo mikinn samanburð sjáið til.
Svo var þetta alveg ennþá skemmtilegra þegar ég og þessir ótrúlega skemmtilegu vinir mínir vorum atvinnulaus og hress og eyddum heilu dögunum í það sem sumir vilja kalla "ekki neitt". Við tókum djúpar úttektir á kaffihúsum reykjavíkur, fórum á listasýningar, láum á Austurvelli er sólin lét sjá sig, og ekki má gleyma sundinu, ef okkur datt í hug að verða full á miðvikudegi þá þurfum við ekki að láta neitt stöðva okkur og svo síðast en ekki síst; máta föt á markaðinum í Zimsen húsinu, halda tízkusýningu og taka myndir. En myndin her að ofan er einmitt af slíkri syrpu. Fleiri myndir í myndaalbúminu hér til hliðar í SUMAR 1-4.
Þegar ég lít til baka get ég svo sannarlega ekki kallað þetta að "eyða tímanum í ekki neitt". Að eiga góðar minningar með vinum sínum er margfalt dýrmætara en pjééningar!
Þetta sama sumar fannst okkur Maríu ótrúlega hressandi að dúkka uppí brúðarkjólum hingað og þangað um bæinn. Ef ekki brúðarkjóll þá fylgdi okkur gjarna viðarplanki sem fékk nafið SPÝTAN (frumlegt eller?) Líka myndir að því i albúminu.
Ég set in fullt af myndum um helgina. Á meðan þið bíðið sýnið þá smááá lit og commentið. Komin með nokkuð mikið leið á því að biðja um það...
fimmtudagur, apríl 20, 2006
svo heitt, so hot...oh my goodness!!
Sólin og sumarið eru svo sannarlega komin til SanFrancisco!
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég að nú væri ég komin til baka í blákaldan raunveruleikann og við tæki mikil vinna og stress. En þessi blákaldi veruleiki er bara ekkert nema sjóðheit gleði og spenna!! Þessi dagur var magnaður!
Ég og stelpurnar sem ég vinn með tókum magnaða ákvörðun sem gerir næstu viku svo miklu miklu skemmtilegri. þEas vinnan verður strembin en svona skemmtilega strembin! Við ískruðum alveg úr gleði og settumst út á terras og unnum þar ásamt vini okkar Chardonney í allan dag!
Seinna komu nokkrir bekkjarbræður okkar til okkar,.... og enn og aftur fattaði ég hvað ég elska að vera hluti af TEAM 11.
Jæja núna er það salat á NobHill café með Rún í kvöldsólinni. Fyrst þarf ég að telja freknurnar sem komu á nebbann í dag, og kíkja á hið víðfræga og kynþokkafulla bolafar...ójá ójá!
ps. ef þið komið til san francisco, verið viss um að vera með blóm í hárinu OG verið einnig viss um að fara ekki kl.17 á sjóðheitum eftirmiðdegi í strætó númer 30 í gegnum kínahverfið. Trúið mér. Þið viljið ekki taka svo mikla áhættu í lífinu:)
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég að nú væri ég komin til baka í blákaldan raunveruleikann og við tæki mikil vinna og stress. En þessi blákaldi veruleiki er bara ekkert nema sjóðheit gleði og spenna!! Þessi dagur var magnaður!
Ég og stelpurnar sem ég vinn með tókum magnaða ákvörðun sem gerir næstu viku svo miklu miklu skemmtilegri. þEas vinnan verður strembin en svona skemmtilega strembin! Við ískruðum alveg úr gleði og settumst út á terras og unnum þar ásamt vini okkar Chardonney í allan dag!
Seinna komu nokkrir bekkjarbræður okkar til okkar,.... og enn og aftur fattaði ég hvað ég elska að vera hluti af TEAM 11.
Jæja núna er það salat á NobHill café með Rún í kvöldsólinni. Fyrst þarf ég að telja freknurnar sem komu á nebbann í dag, og kíkja á hið víðfræga og kynþokkafulla bolafar...ójá ójá!
ps. ef þið komið til san francisco, verið viss um að vera með blóm í hárinu OG verið einnig viss um að fara ekki kl.17 á sjóðheitum eftirmiðdegi í strætó númer 30 í gegnum kínahverfið. Trúið mér. Þið viljið ekki taka svo mikla áhættu í lífinu:)