mánudagur, maí 15, 2006

komin

aftur heim til árósa. Núna á nýtt hjem, er núna búsett á silkeborgevej. Og er með rosa fallegt herbergi ALVEG ÚT AF FYRIR MIG EINA, sem ég hef ekki haft sl. 5 mánuði eða svo. Mikill lúxus. Og yndislegur meðleigjandi sem hún Bára er. Takk fyrir frábærar móttökur.

Ferðin yfir land og haf var löng með fjórum Ö-um og rúmlega það! Team 11 tókst meira að segja að detta tvisvar í það á leiðinni, geri aðrir betur. Ég kom því 2falt þunn og 5falt ferðaskítug heim í gærkvöldi. Og svaf svo til 15 í dag. Nú taka við anti jetlag dagar, og ég ekki fræg fyrir það að vera fljót að jafna mig á slíku. Sbr. 2 fyrstu vikurnar í SF.

Annars líður mér bara vel. Soldið skrýtið að þetta tímabil sé búið. En ég fer aftur til sanFrancisco, fyrr en síðar. Hver er memm?

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin aftur til Evrópu sæta mín. Verst að þú komst ekki alla leið á klakann strax. Ég er memm í SFO ferð við fyrsta tækifæri:) Fyrst það er svona mikið flakk á þér fyrir,, kemurðu ekki bara og hittir okkur skvísur í Barcelona í byrjun júní? Væri nú ekki leiðinlegt að halda smá reunion í sólinni á Spáni.

Dilja sagði...

gullfiskur...ég er í prófum akkúrat þessa viku:)
en annars hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um held ég. Barcelona er ofarlega á listanum um staði sem ég vil heimsækja asap!

Nafnlaus sagði...

Hveeeenær kemurðu heiiiiimmm!!!
...og hver er Bára sambýliskona?
...og hver stal kökunni úr krúsinni í gær...
Lovjú
Matta

Nafnlaus sagði...

Velkomin á svæðið kona góð! Sé þig vonandi fyrr en síðar...Eurovision teiti måske..

Dilja sagði...

matta einfalda feitabollan mín... bára er kona sem þú tróðst hérna í partý fyrr í vetur. Tóku geislarnir líka minnið þitt?? En vott ðe fokk þeir gáfu þér aðra náðargáfu hahahah

heba. Berdreymin??? ó já, ég er að fara að opna miðstöð, svona draumamiðstöð.

Fanney, sjást á fim og lau veih!

bára: ég myndi ekki þekkja möttulengur, hún veit greinilega ekkert hver þú ert!!!:D

Gulli sagði...

Ég er memm í SFO!

Maja pæja sagði...

Do you have to ask.... ég er sko memm í þig enítæm eníver...

Dilja sagði...

iii einn alveg með flugvallarkódann á hreinu hahah! hey gulli ég skal gera ratleik fyrir þig í SF! og þú fyrir mig í rvk!

mæsa: koddu nú bara yfir til mín, sama hvað!:)

Nafnlaus sagði...

Hei!
Á ekkert að láta Möttu sem einusinnivarbestavinkonaþíníútlöndum vita að þú sért að fara að búa með Báru minni...!
Auðvitað veit ég alveg hver Bára er, hélt bara ekki að fegurðardrottningar eins og hún, væru til í að búa með fitubollum eins og þér :)
Matta