mánudagur, júní 12, 2006

ég held að það sé löngu orðið ljóst

að hrúturinn sé la-hang skemmtilegasta stjörnumerkið til að vera í!

mánudagurinn 12.júní 2006
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Fólk talar um verkefni og ásetning eins og ekki sé hægt að lifa innihaldsríku lífi án þess. En þau þurfa ekki að vera fyrirframákveðin eða vitsmunaleg. Af hverju ekki að gera skemmtilegt líf að meginreglu?

ég vil þakka mömmu og pabba fyrir að hafa gleymt getnaðarvörnum verslunarmannahelgina 1978, ömmu og afa fyrir að hafa farið til útlanda verslunarmannahelgina 1978 og skilið eftir autt hús ofl ofl.

Ég hef alltaf verið mjög sátt við afmælisdaginn minn. Nema kannski að ég hef fengið full oft páskaegg í afmælisgjöf. Og get því kennt því gjafmilda fólki um "my curves" ekki satt?
Í flestum umsögnum um Hrútinn stendur að hann sé frumkvöðull í sér, eigi erfitt með að virða reglur og vilji fara sínar eigin leiðir, sé óþolinmóður...en vilji öllum vel og er barnslega einlægur. Þetta er alveg ég. Og mér finnst skemmtilegt að segja frá því mjög margar stelpur í skólanum mínum eru Hrútar og Naut (sem er svipað merki). Rokk og ról fyrir þvi!

Jæja það eru aðeins nokkrar dagar eftir af þessu skólaári hérna í Danaveldi. Hitinn er rosalegur þessa dagana og hnakkamellan í mér lifir góðu lífi. Á laugardaginn flýgur fröken þunnaDill yfir hafið og mætir í þjóhátíðarbúning til að fagna fullveldisdeginum með sínum vinum eins og við gerum það bezt!

bæjó

8 ummæli:

herborg sagði...

þú ert snillingur:)!!

Dilja sagði...

æ nó!! þakka þér fyrir trú mína á góðum húmor;)

Nafnlaus sagði...

Fæddstu mánuði fyrir tímann baby?og eitt annað,ég verð víst að losna við fallega borðstofuborðið þitt útaf því að huggulegi er að flytja á falconið....hafðu augun og eyrun opin fyrir nýjum babysitter sem allra allra fyrst,hlakka tiæ að sjá þig,vei vei!!!heisan hoppsan trallalala,catmaster

Dilja sagði...

hey hó jibby jei catmaster, ég skal redda borðinu og stólunum asap eftir að ég kem heim, hugsa að þetta fari bara til ömmu og afa í skúrinn:)
til ham með huggulega áfangann, þetta er skref í rétta átt vina mín:)
ps. ég held ég sé ekkert góð í stærðfræði...

Nafnlaus sagði...

ég er fædd í sept og þá fær maður alltaf pennaveski í afmælis gjöf og skóladót. Svo var ég svo vitlaus að punga út í j´´uní því þá eru allir alltaf í útlöndum og enginn getur komið í afmællið. Svo ég sendi bara barnið mitt til útlanda degi fyrir afmælið hennar og frestaði öllu klabbinu

Maja pæja sagði...

mig langar að þú sért komin heim NÚNA! hlakka ýkt til á laugardaginn og já ég passa mjög vel við hrúta as in you, mybro and Ólöf :)

Dilja sagði...

allir að koma að koma og fara, svona er lífið nú ólýsanlega skemmtilegt stelpur mína;)
hlakka líka til að koma heim
kv. aries
ps. faðir vor þú sem ert á himnum...;)

sunnasweet sagði...

hahaha það stemmir allt..hrútar eru bestir og laaang skemmtilegastir! ;)
miss & kiss