þriðjudagur, apríl 25, 2006

Góðir dagar

Já núna er mánudagur og úti er uppáhaldsveðrið mitt. Semsagt ekkert veður, e-ð svo sjarmerandi við ekkert veður. En ég brann svo hallærislega í síðustu viku. Var komin með 2 bolaför. Se-heggshy! Þannig að þetta er fínt í dag. Hvort sem er svo mikið að gera hjá okkur í Team 11 að þetta er fínt.
Endilega kíkið á þetta hjá okkur á þessum link. E-ð um það sem við erum að gera semsagt.

Helgin var hin allra allra besta. Er núna heimasæta hjá elsku Rún og Hildi sem eru bjargvættir mínir í heimilisleysinu. Vaknaði snemma (þar sem ég sofnaði kl.9 á föstudagskvöldið eehhum) á laugardagsmorgunn og fór í ræktina að hrizzzta rassinn og svo beint í yoga með Rún. Eftir saunu og og gufu og langa sturtu fórum við svo að hitta Hildi á NobHill café í omilettu og kampavínsbrunch a la satc style. Svo fórum við Hildur á Polk sem er yndisleg gata, fórum í blóma og kjólabúðir og enduðum svo í manicure. Eftir svona frábæran eftirmiðdag er tilvalið að fara á happy hour í hvítvínsglas og ótrúlega gott spjall út í síðdegissólinni. ...Afhverju er ég að fara héðan eftir tæpar 3 vikur?? Hér getur maður lifað óskalífi stúlkunnar.

Núna sit ég heima hjá Maríu bekkjarsystur sem er að gera pönnukökur. Við erum að vinna og sötra hvítvín. Og erum í bíkínitoppum yfir fötin okkar. Þetta finnst okkur einstaklega hressandi athöfn. Já nei þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við kjósum að vinna svona.

Já það eru góðir dagar hjá frúnni í SanFrancisco! Síðustu dagarnir...ó mæ ó mæ.
á eftir að gera svooomargt!

Meira seinna
bæjó

6 ummæli:

sunnasweet sagði...

tíminn líður hratt á gervihnattaöld...hlakka til að sjá þig

maria sagði...

þett'er svo dásamlegt!!!
þú ert svo dásamleg!

Nafnlaus sagði...

Sound very spennandi:) Ekki alveg að skilja hvað þið eruð að gera en hey,, ég er nú bara nýfarin að skilja hvað Kaos pilot er..
Væri alveg til í að eiga alla daga eins og þinn síðasti laugardagur var.

Dilja sagði...

já lífið er hratt og dásamlegt!!
og hey...ég mun held eg aldrei skilja nákvæmlega hvað ég er að læra. Það er það besta! Ég er alltaf að fatta nýtt og nýtt og koma sjálfri mér á óvart og láta koma mér á óvart! Ekki leiðinlegt:)

og já laugardagurinn sl.. var súper!

Dilja sagði...

búin að kíkja á verkefnið ykkar og er að skilja þetta!! er mjög spennandi og góð hugmynd. það er sko ekkert að í okkar fjölskyldu frekar en venjulega 'skan !! góða skemmtun 27unda.
mútta krútta

Maja pæja sagði...

hæ hæ , virkar flott :) þetta hefur verið frábært ævintýri hjá þér skvísan mín.... gaman að fylgjast með þér :) ég man nú líka þegar að við fórum í saunu í Á ;)