Sólin og sumarið eru svo sannarlega komin til SanFrancisco!
Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég að nú væri ég komin til baka í blákaldan raunveruleikann og við tæki mikil vinna og stress. En þessi blákaldi veruleiki er bara ekkert nema sjóðheit gleði og spenna!! Þessi dagur var magnaður!
Ég og stelpurnar sem ég vinn með tókum magnaða ákvörðun sem gerir næstu viku svo miklu miklu skemmtilegri. þEas vinnan verður strembin en svona skemmtilega strembin! Við ískruðum alveg úr gleði og settumst út á terras og unnum þar ásamt vini okkar Chardonney í allan dag!
Seinna komu nokkrir bekkjarbræður okkar til okkar,.... og enn og aftur fattaði ég hvað ég elska að vera hluti af TEAM 11.
Jæja núna er það salat á NobHill café með Rún í kvöldsólinni. Fyrst þarf ég að telja freknurnar sem komu á nebbann í dag, og kíkja á hið víðfræga og kynþokkafulla bolafar...ójá ójá!
ps. ef þið komið til san francisco, verið viss um að vera með blóm í hárinu OG verið einnig viss um að fara ekki kl.17 á sjóðheitum eftirmiðdegi í strætó númer 30 í gegnum kínahverfið. Trúið mér. Þið viljið ekki taka svo mikla áhættu í lífinu:)
1 ummæli:
Gleðilegt sumar skvís. Sumarið var líka komið hingað í gær en það stakk af snögglega í dag...
Skrifa ummæli