mánudagur, ágúst 14, 2006

VinnustaðaRómans í Latabæ?

Hann er ljóshærður, með skipt í miðju. Held að þetta sé sveipur. Oft í bláum bol. Soldið bangsalega vaxin, hugsa að það sé gott að kúra hjá honum. Frekar hávær og mjög fyndinn. Hann er þessi týpa sem hefur húmor fyrir sjálfum sér. Mér finnst það svo skemmtilegur eiginleiki.

Þegar ég sé hann þá fæ ég sting í magann og svo flissa ég yfir öllu sem hann segir, líka því sem ekki á að vera fyndið.

Já góðir lesendur ég er barasta skotin í strák!
En á sama tíma er ég líka búin að missa vitið og komin með sjúkasta fetish sem ég hef fengið. Strákurinn sem ég er skotin í heitir Siggi. Siggi Sæti og er brúða í Latabæ.

Hjálp!

Annars er þetta nú síðasta vikan mín hérna í lata bænum sem og bara reykjavíkurbænum :( Eftir viku byrjar skólinn á ný. Og þangað til er nóg sem ég þarf að gera. Skatturinn, LÍN, kveðjusleik, leikhús, menningarnótt, risa stórt heimaverkefni fyrir skólann sem ég hefði átt að byrja á í júní, skila íbúðinni og bílnum, kaupa iBookMacPro ofl ofl. Hlakka samt til að fara í skólann, vá lokaárið bara að byrja. Eftir ár verð ég 100% KAOSPILOT stelpa. Kona?
Og vonandi ekki á föstu með brúðu sem er ekki einu sinni með fætur...

6 ummæli:

Maja pæja sagði...

"HVAR ER KARAMELLAN MÍN?!!, HVAR ER KARAMELLAN MÍN?!!....HÉRNA ER HÚN" :)
já ég trúi eila ekki að þú sért að fara eftir viku, sumarið fáránlega fljótt að líða... og pældu ...síðasta árið þitt!! Ég var að uppgötva að ég sé þig líklegast ekki meira... og það gengur ekki svo ég ætla að reyna að koma í bæinn n.k. laugkv og knúsa þig smá bless :)

Dilja sagði...

nenni er samt soldið sætur en hann er FLAMING GAY þessi elska...
vona að þú komir í bæinn á lau elsku mæsa besta...
gangi vel að lesa, lifðu í lukku en ekki í krukki

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá þig í september kjútímús.
veist fætur eru ekki aðalatriðið. sjáðu jóhönnu; hvorki mamma hennar né pabbi eru með hendur og þeim gengur bara fínt! og jóhönnu líka!!
gó for it göööörl!

ef hann er hommi þá er það líka í lagi - sendir hann bara í afhommunarbúðirnar sem var verið að auglýsa á gay-pride. maðurinn í kastljósinu sagði að það væri ekkert mál!

hversu gaman að eiga frægan kærasta eins og Sigga sæta!

Dilja sagði...

sé alveg séð og heyrt fyrirsögnina:

Rokklingurinn Diljá Ámundad (27) og fitubollan Siggi Sæti í Latabæ (10) heitasta parið á Íslandi.

...*mynd af mér halda á honum á leiðinni á Edduna, á rauða dreglinum***

Tótla sagði...

geturu ekki bara tekið loka árið í fjarnámi...myndi henta hópnum betur;)maður á alltaf að hugsa um hópinn.

Dilja sagði...

mín kemur attur heim í sept til að tjútta með N.Cave og svo attur í okt til að dansa á bylgjum loftsins í Rvk...og jú og jól. Verð mest í fjar í allan vetur svo... en hvar í heiminum ég verð stödd veit Guð...eða kannski ekki einu sinni hann. Ji hvað þetta er spennandi líf:)