laugardagur, maí 20, 2006

Islande dúús poauh

...já nei eða ekki. Ekki í þetta sinn. Kannski næst?

Ég man nú þegar ég sat með nokkru velvöldu fimmtudagspartýfólki hérna í lok október sl. Þá var frumflutt lag sem sótti um að komast í undanundanundan (hvað voru mörg undanúrslit á Íslandi). Okkur fannst þetta svo frábært lag að plönuð var ferð til Grikklands í maí 2006. Þar yrðum við (fimmtudagspartýfólkið) hluti á krú-inu og þetta yrði svaka partý.

Lagið komst aldrei áfram. Ekki einu sinni í skemmuna þarna vestur í bæ. Og ég er bara hérna í Árósum. Með sárt enni, sorgmætt og döpur því Silvía Nótt var kosin út. En hey! það er samt partei í kvöld.

íslendingar safnast saman og horfa a slæma tónlist fá stig. Gagnrýna flíkur, gagnrýna týpur, blóta balkanspolitík og síðast en ekki síðst...hafa ástæðu til að djamma á fallegu vorkvöldi! Júrivisjón eru jól vorsins hjá íslendingum. Ó svo gaman.

Ég fer í partý til Sillu og kó á Dalgas Avenue. Að eigin ósk er sítrónukjúlli. Og trönuberjakokteilar.
Ég ætla með krullur og gerviaugnahár, til minningar um Silvíu Nótt.

"shit það eru allir að reyna við mig hérna..."

okíbæ

2 ummæli:

Sigrún sagði...

Velkomin aftur til Norðurlanda, eins af alræmdum kosningabandalögum í Júróvisjón. Nýbreytnin í ár var að gefa Finnum actually stig og það 12!! Magnað.
En vissirðu að Silvía vinkona þín lenti alveg í 13. sæti í forkeppninni. Það er nú meira en margur.

benony sagði...

Þú ert með svo sætann rass!