og við svífum í eilífðardans. Eilífðardans.
Skv. stjörnuspá mbl.is verð ég ástfangin í dag. Og það hratt, jafn hratt og skyndibiti.
En ég vona að ástin sé ekki eins og skyndibiti. Góð á meðan hennar er notið. Svo samviskubit.
Dagarnir líða hratt á Íslandi. Ég er komin í hið vanalega ástand, hlaupandi á milli og alltaf nóg að gera. Síminn stoppar ekki, allir að reyna við mig þúst!
Útaðborða allavega einu sinni á sólarhring. Alltaf með góðu fólki. Í gær hélt ég smá housewarming þar sem ég er nú formlega orðin leigjandi á Laugaveginum. Við stelpurnar klæddum okkur upp í StepfordWife kjóla og hárgreiðslan var óaðfinnanleg. "Heimalögðu" réttirnir okkar stóðust allar væntingar...jiii..but ofkorz!
í dag á að gæsa hana Möggu Perlu Lilju. Það verður eflaust gaman. Meira um það seinna.
en nú er það brunch á VOX á Nordica Hótel...mmmm.
bæjó
2 ummæli:
Hehe ég sá einmitt þessa sömu skyndibitastjörnuspá...fann enga ást...maybe too fast love bara
takk fyrir mig á föst. obboslega girnilegir þessir heimalögðu réttir okkar sem við nostruðum mikið við! Mjög gaman að vera í dömuboði hjá þér. Og líka mjög góðir afgangar í dag og áhugaverð adúlt mynd:)
Skrifa ummæli