laugardagur, apríl 22, 2006

Sumarið 2004



Sumarið 2004 var svolítið skemmtilegt sumar. Sérstaklega í ljósi þess að ég var nýflutt frá Hollandi og þegar ég bjó Í Hollandi áttaði ég mig ENN betur á því hversu ógeðslega skemmtilega vini ég á. Hafði svo mikinn samanburð sjáið til.
Svo var þetta alveg ennþá skemmtilegra þegar ég og þessir ótrúlega skemmtilegu vinir mínir vorum atvinnulaus og hress og eyddum heilu dögunum í það sem sumir vilja kalla "ekki neitt". Við tókum djúpar úttektir á kaffihúsum reykjavíkur, fórum á listasýningar, láum á Austurvelli er sólin lét sjá sig, og ekki má gleyma sundinu, ef okkur datt í hug að verða full á miðvikudegi þá þurfum við ekki að láta neitt stöðva okkur og svo síðast en ekki síst; máta föt á markaðinum í Zimsen húsinu, halda tízkusýningu og taka myndir. En myndin her að ofan er einmitt af slíkri syrpu. Fleiri myndir í myndaalbúminu hér til hliðar í SUMAR 1-4.

Þegar ég lít til baka get ég svo sannarlega ekki kallað þetta að "eyða tímanum í ekki neitt". Að eiga góðar minningar með vinum sínum er margfalt dýrmætara en pjééningar!

Þetta sama sumar fannst okkur Maríu ótrúlega hressandi að dúkka uppí brúðarkjólum hingað og þangað um bæinn. Ef ekki brúðarkjóll þá fylgdi okkur gjarna viðarplanki sem fékk nafið SPÝTAN (frumlegt eller?) Líka myndir að því i albúminu.

Ég set in fullt af myndum um helgina. Á meðan þið bíðið sýnið þá smááá lit og commentið. Komin með nokkuð mikið leið á því að biðja um það...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Diljá mín, ég elska kommentin þín. Aldrei hætta að senda mér athugasemdir þegar þér finnst trukkurinn í mér vera að drukkna í væli. Ég er bara svo innilega ástfangin að það er engu lagi líkt. En ekki hafa áhyggjur ég verð alltaf trukkur þó að mig gruni að lúkkið eigi eftir að mýkjast með árunum. Ég verð alltaf með byssudellu, jeppadellu og kellingadellu,,,,,hehehe ;)
Þín ofur svali Trukkur... Puff Mama

sunnasweet sagði...

þú kannt að lifa lífinu...respect!

Nafnlaus sagði...

"að gera ekki neitt" var æðislegt við vorum svo ógeðslega skemmtileg og fyndin á þetta sumar.
kv.Kata
ein af atvinnulausu vinunum sumarið 2004 :) :)

Nafnlaus sagði...

Æi elsku Diljá ..... Varð bara að senda línu á þig..... hitti múttuna þína í gær og fékk fréttir af þér...... Gaman að geta fylgst með þér.....

Knús frá okkur.... Beta, Egill, Hanna Lilja, Emma Íren og Egill Sverrir litli gormur.....

Kamilla sagði...

Ég hélt afmælismatarboð í gærkvöldi. Það vantaði bara þig! Sakna þín, beibí.

Nafnlaus sagði...

þeir sem að eiga ekki brúðarkjól (hvort sem hann hangir inní skáp eða sé að hvíla sig á "menningarstöðum") - þeir eru bara ekki undirbúnir.
maður veit aldrei hvenær maður þarf að drífa sig og gifta sig!!!!
þá er gott að eiga tilbúinn hreinan og fallegar brúðarkjól!

auk þess er betra að vera atvinnulaus en að vera gjaldkeri í banka. ég legg ekki meira á þig!

Yggla sagði...

þessi mynd er yndislegt "white trailertrash"...hahahha!!!

það eru svona minningar sem maður mun detta inn í þegar alzheimerinn bankar upp á!!!