föstudagur, júní 09, 2006

My hips don't lie...

Það er eitt og annað sem ég sakna alveg óskaplega frá San Francisco. Sakna borgarinnar í heild sinni. Hún er æðisleg og yndisleg og skemmtileg. En núna sakna ég appelsína (er þetta rétt beygt?) sem ég held að heita Tangerínas eða e-ð. Kannast e-r við þetta? Það eru appelsínur, bara dekkri á litinn og ó svo bragðgóðar. Ég setti þér stundum í frystinn í smá stund og svo reif ég þetta í mig. mmmmmm mig langar svo mikið í svona tangerínas núna, með þetta á heilanum alveg hreint.
Já annað sem ég sakna. Eða já kannski ekki sakna beint. (ekki eins mikið og tangerínas þá) en fíla við Usa, er að hvert sem þú kemur að þá er cottonmjúkur klósettpappír. Svo gæða gæða. Það kann ég vel að meta. Könum þykir greinilega vænna um rassinn sinn en evrópubúum. Sérstaklega dönum, hér er allstaðar svona þurr og harður klósettpappír. Allir að spara. Og borða rúgbrauð og gulrætur.

En sumarið er loksins komið í Árósum. Sól og blíða og allir komnir í létt föt og eru bara útúm allt. Það er góð stemmning í borginni núna. Og það er líka góð stemmning í KaosPilota höfuðstöðvunum. Team 11 hefur nú skilað af sér öllu um verkefnið som vi har lavett i San Francisco. Við fengum einkunina 9 ( sem er dönsk 9, á skalanum 1-13) Sumir voru smá skúffett en eg er sátt við þetta. Við gerðum ekkert fullkomið verkefni þarna. Vantaði ýmislegt uppá. Enda fengum við mjög gagnlegt fídbakk frá prófdómurunum.

Við áttum líka sem bekkur að gefa okkur sjálf einkunn. Fengum klukkutíma til þess og ó mæ göd. Þetta er bara endalaust fyndið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða einstaklinga í þessa stöðu aftur og aftur. Náum að diskútera ALLT. En já í þessum prósess gaf ég Team 11 líka 9 (ásamt nokkrum öðrum stúlkum). Við áttum ekkert hærra skilið.
En mikið er nú gaman að vera búin. Þetta hefur verið svo langt tímabil. Búin að vinna í þessu síðan í janúar! Við vorum öll orðin svo þreytt á þessu. En ekki það þreytt að við náðum ekki að fagna í gær!!

Fengum kampavín út á svölunum. Það er mikil kampavínshefð í skólanum og ég kann vel að meta hana. Og svo lá leiðin í partý hjá bekkjarsystur minni. Mikið dansað, mikið trúnó, mikið faðmað, mikið drukkið, mikið fagnað etc etc. Ég er strax farin að kvíða fyrir því að útskrifast. Þetta eru ómetanleg ár. ALveg fáránlega skemmtilegt og flott fólk sem er komið inní líf mitt.

Jæja elsku lesendur. Ég er að hugsa um að koma mér útí sólina og ná þessari semi þynnku úr mér. Kannski fá mér sunlolly með appelsínubragði. Það er það besta í þynnku og góð sturta...já og vindur í andlitið mmm.
Svo eftir eina viku og einn dag að þá kem ég heim til Íslands, er smá stress verð ég að viðurkenna. Hef aldrei verið svona lengi í burtu frá íslandi og núna í þetta skiptið.

Bæjó (ps. ég vil komment)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Dillan mín ! Til hamingju með að vera búin með annað árið í KaosPilot !! Ég hlakka mikið til að fá þig heim í sumar... komin tími til að þú sýnir þig á klakanum..
kv. Jóhanna Héðinsd.

benony sagði...

Til hamingju dúllan mín! Og nú bíður ævintýra sumar eftir þér á Íslandi..

sunnasweet sagði...

Tilhamingju bollan mín....hlakka til að sjá þig..kv. BollaDís

Dilja sagði...

takk allar saman;)

Nafnlaus sagði...

Djö... væmis komment hérna, þinn pakki er að skella einum hörðum á minn vanga... ... án gríns, nakin frönsk kona að labba um lobbyið núna, feit gömul VEIK

Dilja sagði...

ég veit, ég á bara væmnar feitar vinkonur! enginn sem skilur svona hörku sem fylgir okkar ást og kynferðislegu spennu!! mí lov jú long tæm ragnar