Hið árlega jólaskap Diljár er mætt á svæðið. Aðeins fyrr á ferðinni en vanalega, oftast gerist það um miðjan Október. Komst að því fyrir 3 mín síðan að hún Fanney mín er eins. Og sitjum við hér og hlustum á hann Nat okkar singja um tjestnöts rósting on ei ópen fæjér... Voða huggulegt. 3 af 4 Dalgasdömum tóku sér dömufrí, eða húsmæðraorlof, í dag miðvikudag. Það er stundum bara svo nauðsynlegt að vera góður við sig á þessum síðustu og verstu. Við tókum laaaangan morgunmat og er e-ð betra en það? Og núna kom Guðný færandi hendi; íslenskt kúlusúkk í skál. Íslenskt nammi er einfaldlega betra í útlöndum. Og gott er það nú fyrir.
En já talandi um morgunmat, eða brunch. Það er nú meira móðins að segja brönsj ikke sant? Þá höfum við, rjómi íslendinga í Árósum stofnað brönsj-klúbb. Og verður hann í ástundum hvern sunnudag...allan daginn. Eins og á sunnudaginn sl. Þá var þetta 12 tíma brunch. Ómetanlegt og já maður á að taka hvíldardaginn heilagan! Við fundum okkur svo vel í þessari klúbbastofnun að við ákváðum að stofna matarklúbb líka í leiðinni, og verður fyrsta matarboðið í kvöld. Helgi ætlar að sjá um 3ja rétta máltíð með smá víndropa, ekki mikið, skóli daginn eftir. Alveg nóg að gerast í royal-heitunum hjá okkur stúdentunum í Árósum.
Þú og ég og jól. Ein í alfyrsta sinn.
Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til.
Kveðja
Diljá jólastelpa
10 ummæli:
Yndislegt alveg hreint. Alveg nauðsynlegt að taka sér svona frídaga stundum og dekra aðeins við sig.
og hvenær kemuru so attur til íslands???
eigum við þá að plana jólaföndur
-jólakortagerðin
-jólaglöggið
-sörurnar
sörunum kyngt niður með glögginu og svo sendum við kortin út í nóvember:D
höldum jólin snemma og njótum ljósanna í desember...
gó diiiiilllssss
mmm ég elska jólaglögg! líst vel á jólakorta jólaglögg, læt aðra um sörurnar, þeas að búa þær til, ég skal smjatta á þeim:)
hulda, mig langar svo að gera eins og e-ar vinkonur þínar; halda aðfangadag í júlí. Situr í mér þessi hugmynd.
Á ekki að fara á stjörnuhiminn í kvöld?
Bara við fimm og ENGINN annar!!!!
Stúlku varð svo mikið um að henni svelgdist á og prumpaði um leið, óborgnaleg sena.....
Bíð spennt eftir susi-rojal á laugardaginn
Ástríður
ps. kreisi auglýsingin sem þú sendir mér áðan!!!
hahahahhha, mér er ennþá illt í maganum eftir hlátursköstin. Ekki í fyrsta skiptið í þessari viku sem ég emjast með Royal!
Hvað er betra en Royalbúðingur og syngja með Helgu Möller (sem hefur btw prumpað fyrir framan mig hahahha)
hahahaha, Helga Möller bara heimilisleg i þinni návist, hún kemur greinilega víða við sögu...
ÁM
þá er bara að plana aðfangadag í júlí með öllum vinunum sem mar getur yfirleitt aldrei eytt jólunum með...
like it like it
varðandi stjörnuhiminn þá er minns ekki viss enda soldið kvefaður, soldið langt í frá að vera smart, soldið sona janúarlegur (rautt nef, hósta hóst og horgemlingur!)
en aðfangadagur í júlí...let´s go for that!!!
knúsar
e.s. getum haft royalbúðing sem einn af aðalréttunum!!! ;)
Þetta var bara snilld! Vonandi bara fyrsta matarboð af fjöl, fjölmörgum :)
Hæ elskan!
Mig langaði bara að segja þér að ég og elva lágum í sólbaði um síðustu helgi ég var einmitt að syngja "út með illsku og hatur...inn með gleði og frið". Alveg með jólalögin á heilanum. Ég ákvað bara að vera í jólaskapi...maður verður svo glaður eitthvað við það. :)
hey hey hér situr rjómi íslands og afríku, mjög gott teymi, sem er alveg til í að hoppa í lest næsta sunnudag i Brunch leiðangur, nema þetta sé Arhus PRIVAT CLUB ?
Skrifa ummæli