mánudagur, nóvember 27, 2006

Þú og ég og jól

Núna er ég löglega afsökuð af því að vera í jólaskapi. Heima á Íslandi hefur jólasnjórinn komið...og reyndar eiginlega farið. Svo er ég komin til Árósa og þar hanga stjörnubjört jólaljós yfir endilöngu strikinu þar í borg. Ó sú fegurð sem lýsir upp sál mína í skammdeginu. Upp upp mín sál! Já og megi Guðs englar vera með mér á næstkomandi fimmtudag kl.13-14.30. En þá stíg ég á svið fyrir framan græna borðið. Fyrir aftan það sitja þrír dómarar, og munu þeir fyrst hlíða á 25mín. kynningu mína um verkefnið mitt. Eftir það hafa þeir 45mín. til að spyrja mig spjörunum úr...hakka mig í sig semsagt!
Mikið mun verða yndislegt að hafa loksins lokið þessu blessaða verkefni mínu. Já og daginn eftir koma svo peningafúlgurnar frá LÍN, en eins og við vitum öll að þá er það svo mikið að maður veit ekki aura sinna tal á slíkum tímamótum sem mánaðarmót eru nú.
Hef ég hugsað mér að verlsa inn fallegar jólagjafir handa þeim sem ég elska mest (eða bara gefa mér líka gjöf...) Og svo tekur við Royalsmákökubakstur, jólakortaföndur, Royaljólamatarboð með öllu tilheyrandi. Ó Guð hvað börnin mín verða heppin með jólamömmuna sína...í framtíðinni. Ég segi nú bara eins og hann Eiki minn Hauks; ég vilað alla daga væru jól!!

Ég bið ykkur vel að lifa. Lifið lengi en ekki í fatahengi, og í lukku en ekki í krukku.

11 ummæli:

Sigríður sagði...

Oh the process! Þú átt eftir að rústa þessu. Þegar þú ert búin verða dómararnir við græna borðið eitt hakk!! Já Lín, elskulega Lín, þekki það nú vel. Ég fékk svo mikinn pening að ég þurfti að dreifa því á 3 mánuði í stað 4 og þarf því að fara í bankann næstu mánaðarmót og grátbiðja um aukayfirdrátt til að eiga fyrir reikningum og svo er það bara að fara í bæinn með kreditkortið og kaupa jólagjafir.... Jíha. Gaman a'ssu ;-)

Nafnlaus sagði...

úff - buena suerte, break a leg, tu tu og allt það...
veit þú rúllar þessu upp litla mín - verð alveg hjá þér í huganum að hjálpa þér...
"græna borðið" - "græna herbergið"...er e-h. tenging þarna á milli - ég tengi alltaf "græna eitthvað" við júróvisjón *heh*...?!?

Nafnlaus sagði...

Æ hvað það er gaman að fá jólaskapið svona beint í æð. Þú ert KLÁRLEGA mjög smitandi og ég líka byrjuð að skreyta og kominn í jóla gírinn:)
Veit þú munt svo hakka dómarana í þig næstkomandi fimmtudag.

Nafnlaus sagði...

Æ, hvað þetta var nú yndislega jólaleg og hlýleg færsla. Ég er alveg sammála, ég hlýja mér við tilhugsunina að jólin séu að koma á Íslandi.

Velkomin samt tilbaka...það er alltaf gott að vita af þér hérna í nágrenninu.

Gangi þér vel með verkefnið

Hugsa til þín elskan

Maja pæja sagði...

Já ohoo þú ert með svo smitandi jólaskap sæta mín. Ég komst líka í jólaskap í Lisabonn og í London. Rosalega flottar jólaskreytingar í Lisabonn og svo fór ég í jólalunch í London.. yndislegt... ohoo ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til (eins og svala)

Dilja sagði...

vei takk fyrir þetta stelpur. Jóla jóla!!
sit hérna niðrí skóla að undirbúa mig. Þarf samt að fara að flytja núna, en langar svooo í franskar!! mmm

Nafnlaus sagði...

Dillzið mitt! Krossa fingur hérna á Fróninu fyrir gullinu mínu milli kl. 13 og 14.30 á morgun. Veit þú rúllar þessu þangað sem þú ætlar þér.
Matta

Nafnlaus sagði...

Brjottu leg i vorninni.
Sjaumst um jolin,
Anna i Lundi

p.s. eg er komin i tvilikt jolaskap og Lundur er algjort aedi i ollum jolaljosunum.

Maja pæja sagði...

Til hamingju að vera búin!!!!! vei vei vei vei... :)

Nafnlaus sagði...

Gangi þér massa vel í vörninni. Þú átt eftir að taka þetta í nösina eins og jólasnjóinn.

Mundu svo mig því ég man þig.

Í þínum sporum myndi ég setja jólaadressuna þína inn á bloggið svo allir geti sent þér jólakort.

knús
Harpsí

Dilja sagði...

takk allir sammen! yndilslegar!