miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Fyrsti dagurinn, lokaárið...
Hérna er mynd af mér, tekin eftir fyrsta daginn í skólanum(-stjörf af þreytu). Fyrsta daginn á þriðja og lokaárinu mínu í KaosPilot skólanum. Sl vikur er ég búin að vera svolítið stressuð fyrir þessu ári. En eftir skóla í dag fór ég í svokallaðan lifecoachingtíma*. Kom út fílelfd skólastúlka og bjartsýn fyrir komandi skólaári. Mikill léttir. Ó svo mikill léttir.
Ósköp fínt að vera komin aftur til Árósa, við Fanney rúmmeit vorum samferða þvert yfir Danmörk, komum okkur vel fyrir í lestinni og horfðum á 3 þætti af Greys Anatomy. Heima á Dalgas Avenue beið svo Guðný eftir okkur með rauðvín, osta og hreint á rúmunum. Þvílík hamingja eftir langt ferðalag. Á morgun kemur svo Heban mín, hlakka mikið til að fá hana í "þennan heim" minn. Öfunda hana nú smá að eiga þetta allt eftir.
Þess má geta að þessi orð er skrifuð á nýja tölvu, MacBook heitir gripurinn og er svört...eins og iPodinn minn. ÓjáÓjá maður er í stíl. Alltaf svo huggulegur.
*Life coaching
2 ummæli:
Er hægt að leigja svona "life coach"? Djöfulli sniðugt fyrirbæri. Kveðja...
já þetta er rosa sniðugt og já það er einn heima á íslandi sem ég veit um,
frimann@kaospilot.dk
hann er mjög góður. TJékkaðu á honum
Skrifa ummæli