Já þá er maður mættur á eyju kennda við ís. Hvítur jólasnjór lá yfir öllu þegar við lenntum en sú dýrð var ekki lengi að hverfa þegar ég vaknaði í morgunn. Grátt yfir öllu og ausandi rigning. Hápunktur helgarinnar var kannski þegar prestur spurði hana Hörpu mína "hvað barnið ætti að heita" og svaraði um hæl: Sölvi Freyr.
Sölvi Freyr Helgason heitir drengurinn og ber það ósköp vel.
Ég hitti svo litlu frænku mína, Indiu 6 mánaða, í fyrsta skipti stuttu eftir lendingu. Okkur samdi svona rosalega vel og það fyrsta sem hún gerði var að kúrast aðeins í hálsakoti mínu. Og þar með var ég brædd.
Árlegt jólaboð Frímanns og Bjarna var á laugardagskvöldið. Íbúðin þeirra var full af æðislegu fólki úr öllum áttum. Mjög gaman.
Framundan eru svo tvenn litlu jól saumaklúbbana og jólahlaðborð hjá Sigga Hall með fjölskyldunni á fimmtudaginn. Áður en maður veit af er kominn aðfangadagur. Og er það nú ekki slæmt event.
Ég vil nú ekki fara of mörgum orðum um Julefrokost KaosPilot skólans sem var á fimmtudagskvöldið sl. Stemmningunni er varla hægt að lísa í siðprúðum orðum, og ekki viljum við að þetta verði e-r sora síða....eða hvað?;) Hérna eru nokkrar myndir
2 ummæli:
oooo fannst svo leiðinlegt að meika ekki að koma í boðið til Frímanns og Bjarna :( uhuu....
varstu nokkuð flugdólgur?
Skrifa ummæli