mánudagur, nóvember 06, 2006

Skammdegið ó skammdegið

Síðast liðin ár hefur skammdegið sigrað stúlkuna í nóvember. Í ár ætla ég að sigra það og er nokkuð sigurviss bara. Það tekur samt alveg á að brosa framan í þreytuna, letina og vonleysið, en algjörlega þess virði.
Maður þarf bara að taka ákvörðun og standa með henni.
Ákveða að fara í ræktina, og gera það. Ákveða að vinna vel fyrir verkefnið sitt og gera það. Ákveða að verðlauna sig og gera það. Ákveða að eyða tíma með ömmu sinni og gera það. Ákveða að safna pening og gera það. Ákveða að fara á Sykurmolatónleika og missa sig í gleðinni og gera það. Knúsa kærastann sinn eins mögulega og hægt er. OG margt margt fleira

Nike sagði það: Just do it!

5 ummæli:

Sigríður sagði...

Ákveða að kíkja í öl klukkan hálftólf á fimmtudagskvöldi og gera það...... Sjáumst í ræktinni í fyrramálið ;)

Nafnlaus sagði...

Eg sé á nýjustu færslu að ég þarf að fara að hitta þig og heyra af þér nýjustu fréttir!

harpsíkorn

Dilja sagði...

Harpa: ég er bara að halda fram hjá syni þínum, yngdi upp og nafna þín er tengdó:)

sigga sjáumst í fyrramálið beibílov

Nafnlaus sagði...

úff hvað ég var lengi að ná þessu. heilinn á mér... ég legg þó blessun mína yfir sambandið eftir að ég sá mynd af ykkur um daginn. Voða sæt saman!!

knús
harsp

Dilja sagði...

einu sinni tengdó, alltaf tengdó. Einu sinni partner alltaf partner. Við búum í nútímasamfélagi þar sem allt má og allt er hægt!! ikke sant?
kíktu í heimsókn með yngsta meðlim fjölskyldunnar harps!