...feeling good!
Þetta söng hún Nina Simone fyrir mig í morgun þegar ég gekk á niður laugaveginn fyrir klukkan átta í morgun. Lá við að ég tæki undir og dillaði mér í takt við lagið. En ég lét það duga að brosa breitt til ferðamannanna. Í þetta skiptið. Einu sinni í San Francisco var ég að labba (eins og svo oft áður þar í borg) upp og niður brekkurnar, var að hlusta á Frank Sinatra og hélt á gulri regnhlíf. Neðst í einni brekkunni stóðst ég ekki mátið og tók þessi rosalegu spor og spilaði regnhlífin stórt hlutverk við stíl sporanna. Þið sjáið þetta kannski fyrir ykkur...
Sé ekki eftir þessu. Enda lagt frá því að vera álitin furðuleg í þessari elsku borg. Full af furðufuglum.
Ástæða þess að ég var að rölta svona snemma á laugaveginum var sú að ég átti stefnumót við uppáhalds karlpeninginn minn í þessum heimi hér. Ómetanleg stund að byrja daginn á Kaffitári með pabba sínum. Við hliðina á okkur sátu Gísli Marteinn og Gunnar Eyjólfs að rökræða þjóðmálin. Ekki tala þeir lágt verð ég að segja. Leið mín hélt síðan á snyrtistofu Tony and Guy þar sem ég lét pinta mig í rúma klukkustund. En gekk út þokkafyllri en er ég gekk inn. Þess virði.
Svo var það hádegismatur með elsku ömmu og mömmu á Súfistanum. Ömmu finnst svo huggulegt að hittast "niðrí bæ í löns". Alveg uppáhalds. Og var ég ánægð þegar hún féll fyrir uppáhalds kaffihúsinu mínu.
Er núna komin í vinnuna og get ekki einbeitt mér því ég er svo spennt að fara norður í Ásbyrgi að sjá Sigurrósina spila annað kvöld. Svo er óvissa með laugardaginn, en ég enda á Nasa á Sunnudaginn á Innipúkanum. Getur ekki klikkað.
Bottomline:
góður dagur hjá jors trúlí í dag og helgin er litin björtum augum.
Bæjó
3 ummæli:
trúlí bjútífúl! ég hef einu sinni gert svipað.. rölti niður laugaveginn um miðjann dag og var í einhverju hamingjukasti, nema ég var sjálf að syngja ( ekki drukkin) svo hækkaði ég róminn og tók svona trítl dansspor fyrir utan Kjörgarð..
geðveikt kikk, mér fannst ég aldrei hafa verið frjálsari:)
Skemmtu þér um helgina og taktu myndir einas og þú sért á launaskrá sem ljósmyndari Séð og Heyrt ;)
lovjú
shittogfokk hvað ég er að klikkast úr spenning og stuði...sjáumst!
shittogfokk hvað ég er að klikkast úr spenning og stuði...sjáumst!
Skrifa ummæli