mánudagur, mars 14, 2005

ok hjukk....

...ég var næstum því búin að gleyma því hvernig það er að vera ljóshærð en sem betur fer er rótin orðin svo löng að ég bara gæti ekki gleymt því hvernig ljósu lokkarnir taka sig út. Í hvert sinn sem ég lít í spegil glóir þetta og ég heyri næstum því svona glói-hljóð. Svona eins og þegar THX merkið kemur í bíó. Svo er líka mjög gaman að sjá hvernig ég tæki mig út með skallabletti, hefur einmitt alltaf langað það svo heitt.

Æ en á morgun ætlar Matta að koma að lita yfir rótina.... Leiðinlegt. Hræðilegt alveg að hætta að sjá glóann og skallana.

En ég fæ þó að njóta glæra augnabrúnalubbans alveg fram á föstudag. Hjúkkett sko!! Væri hræðilegt að þurfa lita yfir rótina og fara í lit og plokk sama dag.

Stundum get ég bara ekki gert upp við mig hvort það er gott að vera kona eða ekki??? Því nú bíður mín ferðataska undir rúmi og fullur fataskápur af fötum sem aldrei eru notuð, jú nema þegar þau eru ekki í sama landi og ég....aaaah já þá vantar mig þau alltaf mest!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert alltaf sæt Diljá mín!
Skallablettur, rót, glærar augnbrúnir...gerir verkefni páskanna bara enn meira krefjandi og spennandi!
Matta

Nafnlaus sagði...

vá hvad mig langar til tess ad sjá tig ljóshærda.. hømm ég held thad sé ekki hægt.. hmm eda mundi ørugglega ekki tekkja tig..

hehe.. en tek undir tad sem Matta sagdi .. Tú ert og verdur alltaf SÆÆÆÆÆÆT:)

mATThiLDur

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ættir að vera ljóshærð aftur Dídí Malone.....Cazmaz