fimmtudagur, mars 03, 2005

Nú er ég búin að hafa samband við 6 fyrirtæki vegna vinnu heima í sumar. Reyni að skrifa email, svona hress vs. ákveðinn vs. prófesjónal. Og sendi svo CV með.

Yfirleitt þekki ég e-ð til manneskjunnar sem ég er að skrifa til og mér finnst það nú eiga að auka á möguleikana.

MÉR HEFUR EKKI BORIST EITT SVAR!!!

Ohhh! ég er svo óþolinmóð að þetta er að fara með mig. Anda inn, anda út!

En ég veit að þetta reddast! Me is positive, jes jes...

5 ummæli:

Katrín sagði...

hmm skil þig betur en þú heldur. Ég sendi reyndar alltaf til ókunnugra en hef sent aðeins fleiri en sex ... og ekki orð, ekki mail, ekki símhringing ekkert. Þannig að ég fór bara að versla í HM í dag :-) og nú líður mér betur.

Maja pæja sagði...

jamm mjög pirrandi. En það þarf bara að ítreka og ítreka á sömu staðina þar til að maður fær svar. Oft lendir þetta bara neðst í bunkanum hjá bissí fólki svo það eru þeir þrjósku sem að fá svar :-)

Dilja sagði...

já, og ég skil það betur en þú heldur. H&M hefur oft hjálpað mér að brosa á ný...

hef farið inn með pirringstár í augunum og út með gleðitár....og ekkert svo miklu fátækari. Því á H&M eru hlutirnir ekkert svo dýrir!

Dilja sagði...

jámm ég vil samt bíða aðeins með að ítreka.
gefum þessu viku í viðbót hehehe

Nafnlaus sagði...

Ég hef sko engar áhyggjur af þér. Þú ert ein af þeim sem aalltaf redda sér, alveg sama hvað kemur upp.
Áður en þú veist af þá verður þú komin með einhverja snilldarvinnu fyrir sumarið.