mánudagur, mars 07, 2005

Er eðlilegt að fara út klukkan þrjú aðfaranótt mánudags til að kaupa heimsfrelsi til að geta talað í símann...lengur?? Við Harpa vorum þá þegar búnar að tala saman frá rúmlega 12. En hennar frelsi var búið og við gátum ekki hætt að tala.
Ég fékk smá reality check moment þegar ég gekk sæl heim frá seven eleven með nýju inneignina mína. Svona eins og ég væri með dópið mitt. Í gegnum tíðina hef ég held ég eytt mínum mestum símatíma við að tala við Hörpu. Við erum óstöðvandi. Ef við hefðum ekki þurft að vakna klukkan 7.30 í morgun þá værum við líkalegast ennþá að masa.

Við höfum stundum bara vakað heila nótt og talað og talað. Allt í einu bara komin morgun og við byrjaðar að flissa heldur mikið. En fliss hefur einmitt verið okkar trademark síðan á gelgjunni. Alveg óþolandi týpur oft á tímum...fyrir aðra.
Við getum rifjað upp sama atburðinn aftur og aftur og aftur og alltaf haft jafn gaman að. Sérstaklega finnst okkur skemmtilegt að hafa áheyrendur sem fá að heyra hvað við vorum bilaðar á gelgjunni. Einhver sjálfboðaliði?

Annars var dagurinn í gær bara svo frábær. Ég var í skólanum að vinna í 7 klukkutíma og það var frábær stemmning. Ég og sonur Guðs sátum með sítrónuengifervatn, kertaljós og góða músikk í góðum fíling...að þykjast vinna. Ég skipulagði árshátíð HÁSklúbbsins, sem er einmitt komin með blogg, sem og Perlurnar. Sjá hér til hægri. Alveg einstök klúbbastemmning hérna hjá kellingunni;)

3 ummæli:

benony sagði...

Thú ert líka ad standa thig ekkert smá vel í skipulagningunni. ;)

Hlakka svo til ad sjá thig næstu helgi :*

Sigríður sagði...

Já þetta verður sko ggggggeeeeeðveikt!! Gargandi gnístandi glaumur!!

Nafnlaus sagði...

Cute stuff. Þori að veðja hefur verið að hlusta á einhverja sad bastard music á meðan þú skrifaðir þetta