mánudagur, mars 07, 2005

Við Hege meðleigjandinn minn erum að mynda mjög skemmtilegt og þægilegt heimilshald saman. Erum alltaf svo sammála og bara í takt í tilverunni. Eins og ég sagði hér um daginn er ég að finna e-r húsmóðursgen í mér þessa dagana og ég er ekki frá því að hún sé að uppgvöta nýjar hliðar í sér líka.

Til að mynda þegar ég kom heim í gær var hún búin að þrífa allt hátt og lágt hérna heima. Ajax ilmurinn tók á móti mér. Hins vegar í dag tók gulrótarkökuilmur á móti mér. Var mín þá ekki að baka þá ALLRA bestu gulrótarköku sem ég hef smakkað. Svo skemmtilega vill til að hún er svona heilsukaka líka! Ég tók mig þá til og eldaði fyrir okkur engifer kókos grænmetissúpu sem er delissjöss!

Mikið óskaplega er gaman að vera í helþílífinu ... Endilega sendið mér e-ar uppskriftir ef þið eigið!

4 ummæli:

Sigríður sagði...

Það er nú gott að sjá að það eru engin hnífapör að hverfa í þessari sambúð.

Dilja sagði...

það er að vísu búið að stela silfur hnífapörum úr eldhúsinu, íranar greinilega hrifnir af þeim...

en við erum ennþá með okkar venjulegu sem við getum notað til hversdagsbrúk;)

Nafnlaus sagði...

Hi my little licker. kan jy nog nederlands begryp? Greetings and love from a very merry warm place. *** mooi bly, jy is oulik.

Dilja sagði...

natuurlyk begryp ik nog nederlands. Not learning danish at least:( but licking needs no languge I guess...
ik hou van jou:)