Braut áfengisbindindið mitt í kvöld. Okkur stelpunum var boðið uppá kampavín, ferskan ananas og flotta stelputónlist niðrí sal út af konudeginum. En það er allt í lagi. Svo lengi sem það er ekki bjór og fyllerí er í lagi að brjóta bindindið.
Fór snemma heim, ætla snemma að sofa og ætla að vera mætt fyrir 9 á morgun. Er búin að mæta seint marga daga í röð, enda búin að fara afskaplega seint að sofa undanfarið. Svo er svona leiklistarskólaprógram í fyrramálið. Þannig að það er fínt að vera ferskur í æfingarnar og dansinn...eða hvað sem verður látið okkur gera;)
Núna er ég að horfa á Trainspotting, og e-a hluta vegna hef ég aldrei tekið eftir því hversu góð kvikmyndatakan er í þessari mynd. Hvert skot er eins og útpæld ljósmynd seld sem listaverk. Þegar Trainspotting var sýnt í Loftkastalanum settum við CocoaPuffs í klósettið til að búa til ræpuna.
Þegar ég verð stór þá ætla ég að giftast Ewan McGregor.
ps. 9 dagar í heimkomu
pps. Enn hefur enginn svarað atvinnuemailum.
1 ummæli:
Ég legg það til að þú droppir inn hjá fólkinu sem þú ert búin að vera að sækja um vinnur hjá þegar þú kemur heim. Virkar alltaf vel að mæta á staðinn eftir að maður er búinn að sækja um ;)
Skrifa ummæli