miðvikudagur, mars 09, 2005

ó its djöst ei pörfekt dei...

...mér finnst svo frábært þegar ég næ að grípa svona gleðiaugnablik á meðan það er í gangi. átti einmitt eitt svoleiðis áðan.
sólin er byrjuð að verma okkur kaospilotana og í hvert sinn sem tækifæri gefst förum við út á risastórar svalir sem eru hérna í skólanum. í hádeginu áðan settum við góða tónlist á og flestir lágu bara á víð og dreif um svalirnar. Svo kom Lou Reed og söng fyrir okkur lagið um fullkomna daginn og þegar viðlagið kom tókum við öll undir. og ó hvað þetta var undursamlega fallegt augnablik, ég fékk alveg gæsahúð og næstum því tár í augun af gleði. já ég er væmin og er stolt af því.

en svo stóð ég upp og tók dansinn, sem ég tengi yfirleitt við Loftkastalann, og kenndi krökkunum. sló í gegn stúlkan, það get ég sagt ykkur. og það er ekki væmið!


svo eftir líkamsæfingatímann áðan sagði einn bekkjarbróðir minn snilldar, jafnframt sanna, setningu:

"team 11 is hornier than ever!"

þá vitið þið það!

3 ummæli:

Sigríður sagði...

Djöfull finnst mér þessi skóli fullkominn fyrir þig. Ég sé þig bara fyrir mér þarna í essinu þínu ;)

Dilja sagði...

six: já athyglissýkin fær alveg að njóta sín ehhehe

kolls: hihih er kommenta átak;) takk fyrir falleg orð líka:)

maria sagði...

elskan.