föstudagur, mars 04, 2005

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara á skíði en komin með kamerat þegar að því kemur. Og mikið hlakka ég til, alveg komin með harpsperrur strax af spenning.

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara að detta í það. Samt sem áður er ég að fara í eitthvað afskaplega smart útgáfupartý með bekknum mínum. Hlakka til að vera með minnistöfluna og nudda skandölum framan í þau næstu vikurnar.

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara að fljúga heim til Íslands. En það mun ég gera eftir 13 daga og fékk að vita áðan að ég verð með ferðafélaga. Og það ekki að verri sortinni sjáðu til.

Já í dag er föstudagur og ég er ekki að fara að borða neitt fitandi um helgina. Því ég er í megrun og mér gengur vel. Á morgun ætla ég að búa til Sushi í fyrsta skipti á ævinni minni.

Já í dag er föstudagur og það verður vonandi ekki brotist inn til okkar um helgina. Því í gær var skipt á skrám um alla bygginguna.

Já í dag er föstudagur og alla vikuna finnst mér eins og ég hafi verið föst í músikvideoi frá Sigurrós. Sem tekið hefur verið upp um sjóþungan vetur. Allt svo kyrrt og fallegt og fljótandi.

Já í dag er föstudagur en ekki einhver annar dagur. Það er 4 mars og ég, Diljá Ámundadóttir, er hamingjusöm, spennt og vongóð um að nákomin framtíð sé skemmtileg og full af ævintýrum. Enda með endæmum væmin ung kona á uppleið.

1 ummæli:

herborg sagði...

;) ferðafélaginn mikli þakkar hlý orð í sinn garð