föstudagur, mars 25, 2005

Kæri Bobby, velkomin heim...

já í dag er Bobby dagurinn og höfum við Harpa haldið hann hátíðlegan með því að taka þátt í spurningakeppni á Rás2, æft okkur í táleikfimi (þjálfað tærnar í að taka hluti á stofuborðinu sumsé) borðað á Pizza Hut með Möttu og Hlé, stundað pottasetu í troðfullri Vesturbæjarlaug og rúntað um bæinn í leit að jarðaberjum og klökum, en í kvöld á að þrykkja í Bobbykokteila í tilefni dagsins.

Á meðan við höfum áorkað þetta hefur Bobby okkar farið í göngutúr, borðað skyr, rakað sig og farið á blaðamannafund. Við vitum ekki hvað hann ætlar að gera í kvöld og finnst fjölmiðlar engan veginn gefa þessu nóga mikla athygli. En auðvitað ættu að vera fleiri aukafréttatímar í beinni útsendingu, halló Bobby gæti jafnvel prumpað í sturtu og við fáum ekkert að vita neitt!!! öss! Maður ætti kannski að slá á þráðinn hjá Palla Stöð2, því það er víst maðurinn með slúbbið þessa dagana.

En þangað til að við fáum næstu fréttir af íslandsvininum og skyráhugamanninum Bobby (sem ætlar aldrei að tefla á ný) verður sett á sig gloss og dillað rassinum á skemmtistöðum Reykjavíkurborgar. Ef ég verð mjög heppin þá kemst ég kannski að leyndarmálinu um Benoný og Benjamín í laginu Draumaprinsinn með Röggu Gísla. En það er mér algjerlega óskiljanlegt afhverju þeir eru tveir....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegan Bobby dag eða Lobby sama hvað er, þú kemst ekki aðleyndarmálinu um Benoný og Benjamín í laginu Draumaprinsinn með Röggu Gísla. En ég er komin í Bobbykotel öruglega bara grand og kaffi bætt með balys. júnóhú

Nafnlaus sagði...

drekkið einn bobby fyrir mig!!!!!! bisou fra paris

herborg sagði...

Bobby er allavega flugdólgur........sbr.
"Leave me alone" kommentið hans.......heheheh

huxy sagði...

gleðilega páska!
annars er nú bobbý íslendingur en ekki íslandsvinur, ikke?