þriðjudagur, mars 01, 2005

Iceland Express er nú að verða að smá skandal. Síðan ég flutti til Danmerkur að þá hefur Icelandair nánast undantekningarlaust verið með lægri fargjöld. Og þó að það muni ekki nema 1000-2000kr tekur maður það nú frekar því hjá Icelandair getur maður valið á milli 3ja tímasetninga og þar fær maður GÆÐAmáltíð og Moggann og teppi og kodda og ég held að það sé smá meira pláss þar. Þó lítið sé.
Svo er maður nú ennþá smá sár út í Express síðan þeir klúðruðu öllu upp í desember. Og svo eru þeir alltaf með seinkun.

Ég skora á Iceland Express að hefja aftur starfsemi á LÁGfargjöldum! Annars er ballið bara að verða búið hjá ykkur Express! Því skal ég lofa...

3 ummæli:

huxy sagði...

sem er náttla það sem icelandair vona svo að þeir geti farið að okra á okkur á ný!

Maja pæja sagði...

Vona að Eikibro lesi þessa færslu múhahahahah :-)

herborg sagði...

Algjörlega sammála þér með express....alltaf ódýrara hjá Flugleiðum núna!

Já og jólamálið var algjör skandall, gleymist seint!