fimmtudagur, mars 10, 2005
daagblaaaðið viisiiiir
ég hef lagt það í vana minn að renna yfir mbl.is og visir.is á hverjum degi. Finnst gott að fylgjast með því hvað er að gerast heima og bara í heiminum. Það er eitt sem fer alveg óskaplega í taugarnar á forvitna hrútnum mér! Það er að á visir.is er bara hægt að sjá forsíðu DV! Geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki í tízku að segjast fíla þennan ómálefnalega ósóma sem þetta blað inniheldur. En sama er mér: Ég elska þetta blað! Djú-húsí greinar og leyndarmál á hverri síðu. Það er sko alveg minn tebolli!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli