miðvikudagur, mars 30, 2005

Uslagjöld eru sjaldan greidd tvisvar

var málshátturinn minn. Við fjölskyldan lékum þá fyrir hvort annað í ár. Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel að leika minn. En annars hafði ég það bara ósköp gott yfir hátíðarnar. Á páskadagskvöld var ég búin að vera hér í 9 daga og var að djamma í 6.skiptið síðan ég kom heim. Er þetta kannski ekkert eðlilegt?

Ég er búin að hitta marga skemmtilega vini mína, sumum tókst að koma nýjum einstaklingum í heiminn síðan ég sá þá síðast. En yfirleitt einkennast frí mín hérna af kapphlaupi við tímann og er það að verða mér augljóst að ég þarf að læra að njóta mín betur hérna í þessu kapphlaupi.

En ég hlakka óskaplega mikið til að fara aftur út því þar bíða mín og Team 11 spennandi verkefni. Svo sýnist mér að vorið sé komið í Danmörku. Allavega er það komið hér. Á svona dögum finnst mér ég geta sigrað heiminn! Svona þar sem er ekkert veður, milt og logn...en samt getum við búist við öllu:)

1 ummæli:

benony sagði...

Smá kalt hérna sko, en samt sól. Ég er akkúrat í svona skapi, að ég geti sigrað fok**** heiminn. Og Diljá þá gerum við það bara og ekkert rugl hahaha
stórt knús
Sara