miðvikudagur, mars 02, 2005

Í dag er ég klædd í íslensku fánalitina, jú og svartan. Mamma klæddi mig oft í þessa liti þegar ég var yngri. OshKosh smekkbuxur og rauðan bol við svo dæmi sé tekið. Kannski það hafi haft áhrif á mig því í dag er ég mjög svo hrifin af fánanum okkar, þá í öllum sínum myndum. Hins vegar hef ég ekki lesið bókina um íslenska fánann, sem geymir reglur um hvernig fara á með hann. Læt verða að því bráðlega, því daglega fæ ég fleiri og fleiri hugmyndir um hvað mig langi til að gera við hann og nota hann í. Þessa elsku.

3 ummæli:

Sigríður sagði...

Mar er bara orðinn forvitinn að vita hvaða hugmyndir eru alltaf að fæðast í kollinum á þér varðandi íslenska fánann.....kannski að næsta blogg fjalli um þær??

Nafnlaus sagði...

Gvööð... þú ert svo þjóðernislega sinnuð esskan..
Hlakka til að fá þig heim.
kv. Jóhanna

Dilja sagði...

sigga:
njéjéhh ekki hægt að útskýra, þú sérð það bara ef ég framkvæmi þær:)

Jóhanna:
já ég hlakka mikið til að koma heim og hvað þá í perluklúbb heim til þín, í nýju íbúðina ykkar Lolla:)