fimmtudagur, mars 10, 2005

Samkvæmt þjóðskrá eru:109 sem bera nafnið Diljá sem 1. eiginnafn

Þegar ég var yngri var minn heitasti draumur að heita Ingibjörg eða Erla. Mér fannst hræðilegt að mamma mín og pabbi hafi gerst svo flippuð að skíra mig nafni sem endar á JÁ. Strákarnir í bekknum mínum kölluðu mig Dil-NEI eða Dil-ÉG ER EKKI VISS. Reyndar var fyrsta nafna uppástungan þeirra ekki samþykkt af prestinum, þannig að Diljá er bara fine and dandy...

Fyrir utan það að vilja heita "venjulegu" nafni langaði mig líka að heima væri leðursófasett, hillusamstæða og glerborð. Já og svona hornborð með fallegum lampa á, já og kannski mynd af mér, tekin í stúíó Lárusar, með svona gráum svampamáluðum bakgrunni. EN nei, við fluttum einu sinni á ári; ég hef búið í minnstu íbúðinni á Lindargötu (sem er vart lengur til) og í villu á Seltjarnarnesi. Aldrei sami stíll. Aldrei "american dream" stíllinn minn...

Mig langaði líka að mamma myndi elda læri á sunnudögum, fisk á mánudögum og kjötbollur á þriðjudögum.....En yfirleitt var eitthvað nýstárlegt á boðstólnum. Hlutir eins og ChiliConCarne (þetta var ´88) eða TagliatelleSpínatPasta var það sem ég fékk á borðið. Og svo var notuð light salat dressing í staðinn fyrir smjör á brauð. Svo var mikið farið bara út að borða.


Í dag er ég loksins byrjuð að fíla nafnið mitt, og hvað sé ég þá??? 109 kvenkyns verur á íslandi heita því dýrðarinnar nafni!!! og ekki nóg með það: það eru 85 sem bera það sem 2.eiginnafn.
Við Diljá-unnar erum að nálgast 200stk!!!!

4 ummæli:

benony sagði...

En ímyndaðu þér bara hvað eru margir í ÖLLUM heiminum, þá sérðu aftur hvað þetta er ekkert smá einstakt nafn. Bara 200 í ÖLLUM geiminum.

ýkt kúl

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú samt einstök Diljá mín...allavega sú feitasta!!!
Matta

Dilja sagði...

ó þetta líf, þetta yndislega líf!!!
pabbi minn er sterkari en pabbar ykkar til samans!!
serah see ya 2 morró honní! matta fáðu þér anórexíu

Dilja sagði...

hey komum í kommentakeppni: hver kommentar besta kommentinu hérna!!

ps. kommentarkerfið er komið aftur í gang!