föstudagur, mars 18, 2005

Dagurinn í gær var mjög langur en var samt sem áður einn sá besti. Allavega byrjaði hann vonum framar. En ég kynnti verkefnið mitt fyrir svona Idol dómnefnd, 2 gæjar og 1 kona í miðjunni. Kynningin gekk svo vel að það voru fagnaðarlæti í miðjum lestri og klapp og húrra eftir á. Þessu bjóst ég sko ekki við og kallaði það fram gleðitár að athöfn lokinni.
Svo hélt ég með skólastjóranum mínum til Köben að halda fyrirlestur um skólann og var það rosa stuð. Fínn gæji hann Uffe sko!

Til að toppa daginn skellti stúlkan sér svo bara uppí flugvél með Herborgu og Bjössa og lá leiðin norður til Íslands. Ferðin tók um 4 tíma og gekk þetta svona uppá niður og kynntum við Herborg starf Flugdólgsins mjög vel. hahahhaha... En samt ekki upphátt.

Í dag er G-dagurinn haldinn gleðilegur hjá HÁS. Árshátiðin hefur verið í höndum mínum sl. daga og er ég nú að leggja lokahönd á þetta. Að sjálfsögðu er ég klædd í Græn föt og Gallajakka með Gult ennisband. Og í kvöld verð ég með Gloss, Glimmer, Gyllt Glingur og eins og alltaf er ég mjög Glamórúss Gyðja.

Nánar seinna:)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar og velkomin heim sæta, verð bara láta þig vita afþvi að ég er að horfa á einn strak sem að ég veit að þer finnst alveg svaka sætur og spennandi. Hann er að vinna á músktilraunum og er sköllóttur.
kveðja úr Austurbæ KATA SKATA : )

Nafnlaus sagði...

Kynningin hljómar vel enda þú alger snilli. Það þarf að vera svoltið skemmtilegur til að fá klapp og húrra fyrir kynningu á viðskiptaáætlun. En... hvenær ætlum við eiginlega að hittast? Þarf ekki að fara að halda fund hjá hinu magnaða fyrirtæki?

knús
Harpsí