sunnudagur, mars 13, 2005

Jamm og Ju, jamm og jamm og ju....

stúlkan stóðst ekki mátið og datt í það á föstudaginn þrátt fyrir nördaskap og kellingavæl. Fannst svo dapurlegt að hanga heima á meðan landinn fagnaði nýrri Idolstjörnu og fór á Hot Chip. Einnig vil ég koma því á framfæri að ég er mjög sátt við úrslit Idol Stjörnuleitar. Hefði verið jafn sátt með hina líka. Fór með hvítvínsflösku sem ég keypti í LasVegas sjoppunni í Fredriksberg hverfinu til Kristinar (fyrrum hermanni) og fór á telputrúnó og svo í partý sem varð allt í eina að boxkeppni. Tveimur dýnum var komið fyrir á miðju gólfi og 2 pör af boxhönskum dregnir upp. Stelpur á móti strákum, Eye of a Tiger í botn, dómari og ljósmyndari. Stelpurnar rústuðu þessu. Hinsvegar tók ég ekki þátt því ég var með óstöðvandi munnræpu út í horni. AnsskottasVesen!

Sara tók svo lestina frá fæðingabæ HC Andersen um hádegisbilið og við fórum í bæjarrölt, svo heim að elda (ég er óstöðvandi í eldhúsinu þessa dagana). Ásamt mér og Serah, voru Matta feita og Guðný koddníshetja í kertaljósa dinnerinum. Að loknum kvöldverði var svo Matthildur komin og 3 íslenskir Idolsþættir voru teknir ásamt ís, kók, snakki, toblerone. Með endæmum huggulegt kvöld í alla staði. Góð birta og gott fólk.

Núna er ég komin í skólann, heima á íslandi eru vinkonur mínar nýkomnar úr eftirpartýi með spennustrákum og æskuvinum. Á leiðinni í sund í þokkabót. Svona fréttir kalla á óbilandi tilhlökkun heimferðar. Sem er eftir 4 daga og þessa 4 daga hef ég nóg fyrir stafni. Enda deadline að nálgast og ég sé ekki hvernig ég fer að því að klára. Sérstaklega þegar ég legg svona mikinn metnað í blogg og msn. En svona dugnaður skilar sér, því ég er sigurvegari Bloggkeppninar á síðunni hennar Hröbbu handboltakonu (en lítill fugl hvíslaði að mér að hún væri best á íslandi...og ég þekki hana hahahah vúúú!!)

Jæja ég ætla að halda áfram að gera viðskiptaáætlun fyrir nýja fyrirtækið mitt. Rúlla þessu upp...

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Levende musikk pa VIKING Fredag 30.&Lordag 31. Mai

Dilja sagði...

knoc knock, who´s there???

benony sagði...

Hæ hæ sweetypæ!

Ég komst heim heil að höldnu en það var uppselt í sæti þannig að skvísan þurfti barasta að standa næstum alla leiðina. úff púff

Nú sit ég að pikka inn skýrslu eins hratt og ég get svo ég verði tilbúin fyrir Iceland á fimmtudag.

Takk æðislega fyrir mig, þetta var yndislegt.
Hlakka til að hitta þig paa Fredag ;)
knús
Sara

skuladottir sagði...

Diljá mín þú verður nú að fara að passa hvað þú segir um hana Möttu okkar.. Er búin að vera að hugga hana í allt kvöld eftir að hún las á blogginu þínu að hún væri feit..

Dilja sagði...

já æ, ég er bara svo illa upp alin Hrabba. Verð að fara að hætta að segja um aðra hvað mér finnst um sjálfa mig. Sveiattann! ;) Hún Matta er ekkert feit, bara svona stórbeinótt..

sara: ízland bezt í heimi...! gangi þér vel að pikka, og gefðu mér smá pikk strauma ef þú átt auka:)

Nafnlaus sagði...

Orange

Dilja sagði...

orange?? was this a hint?

måns??

benony sagði...

Kannski Orange símafyrirtækid :p

Nafnlaus sagði...

þú áttað spyrja: Orange who?

Dilja sagði...

ok hver er að spila með forvitnina í mér????

ORANGE WHO????

Nafnlaus sagði...

orange you glad i'm not banana