Það má eiginlega segja að ég hafi verið á Íslandi í gærkvöldi. Það þurfti að fresta SushiKvöldinu. Silla hringdi í mig þegar ég stóð með fulla körfu af sjávarþangi og hráum fisk í Kvickly, og það kom smá uppá. Ég lagði bara kröfuna laumulega frá mér og gekk út. Fannst ég eins og glæpakvendi.
En já aftur að Íslandi. Ég heyrði nánast í öllum vinum mínum hvort sem það var í síma eða msn. Ég saknaði ykkar svooo. Og ef ég lít til baka var nú eins og ég hafi bara verið þarna;
Ég byrjaði kvöldið á að horfa á Gísla Martein í gegnum netið og kjafta við mömmu á meðan. Svo var lítill HÁS* mítingur online, HÁS árshátíð plönuð og fleira skeggrætt. Eftir að hafa kvatt stúlkurnar fór ég svo að passa með Kollu, jú líka online. Okkur fannst smá eins og við værum horfnar nokkur ár aftur í tímann. Voða sætt. Á meðan hringdi líka Harpa með skemmtilegar fréttir. Say no more. Svo hringdi ég í Maríu sem hafði það mjöööööög gott heima og var nokkuð ánægð með lífið. Til að toppa kvöldið hringndi ég svo í Brynhildi mína sem ég hef ekki heyrt í í margar vikur og var það svo sannarlega unnið upp með góóóóðu spjalli langt fram á nótt.
Nú er sunnudagsmorgunn og ég var að vakna. Ætla að fara að hita mér te, sjóða egg og fara svo í góða sturtu.
Deginum ætla ég svo að eyða í skólanum og vinna í stóra verkefninu mínu.
Lifið í lukku en ekki í krukku!
7 ummæli:
Yes, the G-day will be að day to remember :-) váts hvað ég hlakka til skvís! þetta verður æhæði gæhæði :-)
Groovy gorgeus girls. Geðveikt gaman :D
Groovy gorgeus girls. Geðveikt gaman :D
Groovy gorgeus girls. Geðveikt gaman :D
Groovy gorgeus girls. Geðveikt gaman :D
svo gott þegar fólk leggur áherslu á hlutina hahahhha;)
ok, þetta hefur sem sagt tekist hjá mér í fyrsta skiptið!!!!
Skrifa ummæli