Ó en gaman! Heill dagur ætlaður okkur stelpunum og hann er í dag. Ég held að hann sé til að minna okkur, og hina(hmm hverjir ætli það séu?), á að við erum ennþá að berjast fyrir jafnrétti og viljum betri lífskjör. V-dagurinn, sem er líka í dag, minnir okkur á að það verði að stöðva þetta ofbeldi sem okkur er sýnt.
Brettið upp ermar stelpur! Farið í rauða sokka og setjið svo á ykkur gloss! Þegið svo í smástund og hugleiðið svo hverju þið viljið breyta. Næsta skref er svo að hugleiða hvernig sé hægt að breyta því. Því eins og við vitum öll... ER ALLT HÆGT!
Svo bara sendið þið mér mail á: diljaa@kaospilot.dk, og ég plögga þetta;)
En ég er búin að ákveða hverju ég vil breyta(fyrst þeas):
1) Nauðgunum. Nei ég vil ekki breyta þeim. Heldur að sjálfsögðu bara láta þær hætta.
2) Að feitir strákar hætti að eiga meiri séns en feitar stelpur! Sérstaklega svona hobbitar...
2 ummæli:
Ég mundi vilja breyta muninum á efnaskiptum karla og kvenna, brennslunni!! Þoli ekki hvað strákarnir hérna í bekknum geta endalaust verið að éta sælgæti og drasl án þess að bæta á sig einu grammi á meðan ég fitna bara við það að horfa á þá borða þetta!!!!!!
ég myndi vilja breyta því hvernig stelpur tala stundum um hvor aðra, mér finnst að við ættum að taka strákana okkur til fyrirmyndar á þann hátt að þeir búa ekki til vandamál úr einhverju sem að skiptir svoooooo ekki máli!
svo myndi ég vilja að það væri auðveldara að pissa úti fyrir okkur stelpurnar :-) hins vegar vil ég ekki skipta neinu af þessu út fyrir raðfullnægingar hí hí hí :-)
Skrifa ummæli