Heim sætt heim...
Nú er ég komin heim til mín. Allavega það sem kemst næst því. Ég hef meðvitað tekið þá ákvörðun að vera smá flakkari á meðan ég verð í þessu blessaða námi mínu hérna í Danmörku. Enda ekki annað hægt því námið krefst mikilla ferðalaga á milli landa og er því bara dýrt og tímafrekt að koma sér OF vel fyrir. Vona að ég hafi þolinmæði í þetta.
En já Youssef minn er farinn og vonandi sé ég hann aldrei meir. Ég var ekki farin úr yfirhöfnunum þegar ég byrjaði að skrúbba klósettið, en það var allt útúr pissað gulu arabapissi og í bónus var búið að kempa niður nokkrum skapahárum. Hvað er málið með það? Sara vorum við ekki e-ntíma með slíka rannsókn? :)
Til að halda uppá flóttamannalokin keypti ég mér sunnudagsmoggann og í tækið fer íslenskt kvöld á myndbandi. Idol, How do you like Iceland? og fleira magnað íslenskt efni sem mun rúlla í kvöld. Nú vantar bara íslenskan fisk og Gerði B til að fullkomna kvöldið. Ég er að hugsa um að skjótast út í fötex og athuga fiskúrvalið.
mmm heima er gott
2 ummæli:
Já, karlaklósettin í Loftkastalanum, fín rannsóknarstofa ;)
those were the days my friend...
þegar við þrifum heilt leikhús fyrir 2500 kall hahahahha
en vá hvað það var stundum ÓGEÐSLEGA gaman!!!
Skrifa ummæli