Ef ég mætti alveg ráða hvernig eg myndi eyða þessum degi sem nú var að hefjast þá myndi ég vera að fara á skíði. En þar sem það er víst ekki að fara að gerast að þá ákvað ég að athuga hvar skíðin mín séu staðsett á íslandi og nú vil ég hér með auglýsa eftir einhverjum sem kemur með mér í páskafríinu. Það er komin ný lyfta í Bláfjöllum og það væri gaman að prófa hana.
Hver kemur með???
4 ummæli:
me me me me...er uppveðruð af því að einhver fari enn á skíði, old fashion killah. kann ekki á bretti. Ég er sko meira en rúmlega game. Roger...
Valrus
YES, þú ert að koma svooooo sterkt inn vala!!
ég er meira að segja á skíðunum sem ég fékk í 10 ára ammlis gjöf, bara búin að update-a skó og festingar. Það er einfaldlega svo gott að stjórna þessum litlu elskum...
kent veit beibí
Ég er sko til í skíði um páskana! Ég fór um daginn í fjöllin á bretti. Ætlaði auðvitað að vera geðveik gella og ná þessu strax!! Ég eyddi deginum á rassinum við hliðina á barnalyftunni og var síðan blá og marin bæði á hnjám og rassi eftir að hafa dottið endalaust oft.
Ég vil bara skíði hér eftir..
jáh!!
oh ég vildi óska að ég væri bara að koma heim í næstu viku það er svo margt skemmtilegt sem er komið á planið.
Skrifa ummæli