fimmtudagur, júlí 31, 2003

Ég elska að vera í fríi. Búin að hafa það svo gott sl. vikuna. Nóg að gera. Alltaf e-r í fríi.
Fór með Höllu femínista og blaðamanni og perlu í æðislegan hjólreiðartúr á þriðjudaginn. Hjóluðum sjávarleiðina frá Nauthólsvík og uppí Laugardalslaug. Ekkert smá hressandi. Enduðum í pottinum á svaka trúnó. Á mánudag gerðist ég móðir hennar Oddlagar vinkonu minnar. Fórum í sund og lunch með Önnu og Elmu sunddrottningu. Svo niðrá tjörn að gefa öndunum. Þar gerði Oddlaug sér lítið fyrir og datt aðeins útí tjörnina. Ragnar stökk hetjulega á eftir henni og bjargaði henni frá "ógurlegu" öndunum. Frekar fyndin sena...

Jæja núna er það allskonar stúss með Sörunni. Svo byrjar aðalhelgin á morgun...

Engin ummæli: