miðvikudagur, júlí 02, 2003

Ég fór í Ikea áðan og kíkti á 1000 vöru útsöluna, keypti svona 5 af 1000 semsagt. Eitt var sængurfatasett sem mig er búið að langa í í svona 2 ár en aldrei tímt að splæsa á mig. Það var ekkert smá góð tilfinning...
Svo sá ég líka svona herbergi sem er búið að dekköreita, svona lítið rými pælingin. Þá fékk ég svona fiðrildi í magann, fór að ímynda mér hvernig þetta verður þegar ég verð komin til Hollands. Ég er nefnilega búin að vera svo stressuð við að flytja út í smá tíma. Þannig að það er gott þegar svona spennutilfinningar koma og ég hlakka í alvörunni til. Núna er bara að bíða eftir svarinu úr skólanum...það kemur í lok júlí.

Engin ummæli: