fimmtudagur, júlí 10, 2003

Núna er ég aftur að reyna að grennast. Grennstist soldið um daginn hjá henni Báru minni. Er svo búin að sukka og svína síðan og bæta e-u á mig á ný (ömurleg tilfinning!!!)
En einn liðurinn af því að vera "íhollustinni" er að drekka mikið vatn. Það geri ég og þal er ég alltaf í spreng. En það er ekki það versta, það versta er að það er verið að gera upp klósettin í vinnunni. Dagurinn hjá mér einkennist af því að þurfa að pissa . Er búin að prófa nokkur klósett hérna í hverfinu, í hádeginu verð ég að fara að borða á stað sem býður uppá ágætisklósett, þegar ég fer á fundi arka ég fyrst á klósettið án þess að heilsa viðkomanda og svo get ég hafið fundinn.

Jæjaætliþaðsé?

Engin ummæli: