mánudagur, júlí 14, 2003

Jesúss hvað lífið er búið að vera huggulegt hjá minni síðustu daga, mín kann sko að hafa það gaman og hafa það gott, ég get svarið það!
er að pæla í að taka smá uppdeit fyrir aðdáendur mínar braaa!!

...fim: skellti mín sér í bíó og sá Tjarlís engjöls. Ég elska svona stelpurokk allt saman og langaði helst að verða strákur og reyna við þær allar 3 og svo langaði mig líka að standa upp í súperman stellingu og segja jeeeee jú gó görls!! Eftir bíó var það bjór á Ölstofunni með vinum sem heita Sexy, Chef og Popp, sjálf er ég Dill. Alltaf svo gaman að vera með svona dulnefni, hmmm;) Við töluðum um parís og örugglega e-ð um kynlíf, ef sexy var þarna... En vitið þið ef maður drekkur einn tvo bjóra þá kemur bara tvennt til greina:
-þreyttur
-svangur
Við urðum svöng og ákváðum að rigga upp einum late night dinner á njallanum. Bara mexíkó matur og kertaljós og sigurrós undir. Vá lífið er ljúft, ég er búin að segja það...

.....fös: eðal kvöld frá byrjun til enda! Hún Helga sugarskvís átti 28 ára afmæli (ber það reyndar ekki með sér stúlkan) hún bauð okkur(gellum) til Maj-Britt í kokteil og svo fórum við á Austur-Indía fjélagið. Ok ég hef aldrei farið þangað áður og OMG þetta er æ-ð-i-slegur staður... 10 ********* frá mér! Bara pínu dýrt. Svo fórum við í Cosmó til Tin Tin á Kaffibarnum. Þaðan lá leiðin á Hverfis, beint á dansgólfið og vorum þar næstu 3 tímana og dönsuðum við ÖLL lögin. Misgóð að vísu, en ég lét mig hafa það.

Eins og sannur djammari (meira en sumir; hmm Maj??;) endaði ég á eðalbúllunni 22 og þar lak svitinn úr loftinu og allir að djamma eins og þetta væri þeirra síðasta djamm. Ég fór í ljótugæjahöslkeppni við Sunnu mannfræðing. Ég man samt ekki hver vann, við vorum báðar miklar keppnismanneskjur! Sunna reddaði nýjum og nýjum bjór sem rann mjúkt um æðar okkar og það var sko ekki hægt að hætta að djamma þegar ljósin kviknuðu. Þannig að ég og Chef ákváðum að halda "veryearlymorgningbreakfast" og tókum taxa uppí 10 11 lámúla og keyptum beikoneggostbrauðdjúsogís og hann eldaði einn ekta trukk þegar heim var komið og við horfðum á Moulan Rouge þangað til augnalokin þyngdust.

...lau: var í náttfötunum frá laugardagsmorgni þangað til klukkan 3 á sunnudag. Þetta kalla ég sko að slappa af. Alltof langt síðan ég hef gert það. Svaf mikið, fékk heimsóknir sem nudda mann og slúðraði fullt og sendi fullt af smsum og talaði fullt í símann og horfði enn meira á video.

...sun: Svo loksins þegar ég dreif mig á fætur þá fórum við Sara í sund og gufu. Endurnæring! Ég var sem dópuð eftir þetta. Svo fórum við að heimsækja einn splúnkunýjan frænda hennar. Ég fékk að halda á prinsinum og ég verð bara að segja eins og er að ég tek mig rosalega vel út með svona barn í fanginu. Ég stóð fyrir framan spegilinn og dillaði með hann og já þetta var bara mjög flott...

Núna sit ég á mánudagseftirmiðdegi og er hress, mjög tjilluð enda að hlusta á tjillaða músik. Fattaði eftir nokkur lög að þetta eru nánast allt lög sem minna mig á gæja sem ég hef verið skotin í...hahahah! En vá það er allt að gerast hjá vinkonum mínum núna! Ekkert smá spennó....svona er sumarið...svona er sumarið 2003!

Engin ummæli: