miðvikudagur, júlí 30, 2003

Mér líður þessa dagana eins og það sé svona hringiðja inní mér. Svona eins og vifta kannski. Þetta kalla ég geðshræringu. Stundum snýst viftan frekar hægt og þá er ég bjartsýn og örugg um að í Hollandi verði æðislegt. Þá trúi ég því að peningmálin mín verði í lagi, að mér lítist strax frá upphafi vel á skólann, að ég fái herbergi sem allra fyrst, að hollenskan mín sem er e-sstaðar þarna inni svífi uppá yfirborðið eins og þegar maður kafar niðrá botn og spyrnir sér svo aftur upp. Svoooona hratt:)

Stundum snýst vifta þessi hinsvegar mjög hratt. Þá finnst mér ég jafnvel þurfa að taka kvíðastillandi. Svona skref í lífinu er streituvaldandi atburður. Þá er ég hrædd um að ég verði ekki ánægð með skólann, fái ekki húsnæði, eigi ekki pening, fólkið þar sé bara allt öðruvísi en ég, að ég eigi eftir að vera með svo mikla heimþrá til íslands að ég eigi eftir að fá líkamleg einkenni.


....en mikið hef ég gott að þessu öllu saman:) í dag snýst vifan hægt, nema kannski áðan þegar ég fékk að vita að LÍN býður mér 45.000 á mánuði í lán. úff þetta er alveg "æðislegt" :)

Engin ummæli: