Mikið rosalega sem hlutir eins og tónlist og lykt hafa mikil áhrif á líf mitt stundum. Þetta eru hlutir sem ég byggji minningar mínar svo mikið á. Þær koma bara óvart inn og svo næst þegar ég finn lyktina eða heyri lagið og hugsa um hvað ég gerði síðast þegar ég fann eða heyrði, þá veit ég að minningin varð til. Stundum geri í því að fá minninguna upp. Hlusta á lagið og plokka fram augnablikið. Yfirleitt eru það augnablik sem létu mig líða vel á sínum tíma. Stundum er það erfitt að hugsa til þess að þetta muni ekki gerast aftur. En auðvitað á ég bara að vera ánægð að þetta er hluti af ævi minni.
Einu sinni fór ég í snyrtivörubúð og fékk að spreyja rakspíra á pappa. Þetta var sko lykt sem strákurinn sem ég var skotin í þá notaði alltaf. Svo stundum tók ég pappann úr jakkavasanum mínum og lyktaði af honum...og leið vel:) Alltaf gott að vera smá crazy... Sérstaklega þegar enginn veit af því. Nema þú núna.
Jæja klukkan er núna að verða 3 um nótt og núna er næstum því myrkur. Ég er soldið meir og þess vegna skrifa ég svona meira færslu. En mér finnst svo gaman að vera vakandi svona seint og vita af því að ég er ekki að fara að vakna við klukkuna í fyrramálið....kannski önnur saga með alla vinnumennina sem eru að bora og saga hérna í hverfinu...já það má með sanni segja að þingholtin eru hverfi í uppbyggingu, allir að gera upp kofana sína;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli