Það er eitt sem ég skil ekki...
...afhverju eru svona ströng og fáránleg lög hjá LÍN? Ég skil ekki afhverju ég, manneskja sem vinnur 6-7 daga vikunnar, þal með ágætis tekjur fæ ekki full námslán. Ég skil ekki þessa eftirgreiðslu. Afhverju fæ ég ekki bara námslán áður en ég hef þetta nám mitt? Ég skil þetta ekki. ÉG ER AÐ BIÐJA UM LÁN HÉRNA Í GUÐANNA BÆNUM! Ekki styrk, eins og flest lönd í kringum okkur. Vilja mennta fólkið sitt. Hérna er það bara barátta að fá að mennta sig. Það er nú ekki langt síðan að reglan um að hafa undirskrift á tryggingavíxli lánsins var afnumin. Þar áður gátu sumir bara ekki farið í nám af því að þeir áttu ekki aðstandendur sem voru borgunarmenn.
Af hverju í ósköpunum er þetta svona?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli