Það var stór stund í lífi Diljár í gær. Já, e-ð sem margir hafa beðið eftir (skil samt ekki afhverju, hehh) en allavega: ég byrjaði að drekka kaffi!!! Ég var á súfistanum með Mr. Popp og fékk sopa af kaffinu hans sem og svo oft áður, en í fyrsta skiptið fannst mér það gott á bragðið. Þannig að ég stóð upp og pantaði "kaffilatte, einfaldur expresso, með extra þykka froðu og frönsku vannillu sírópi" Fannst ég svo heimsvön kona, með mitt kaffi á hreinu. Afgreiðslutelpan horfði á mig og sagði: "Þetta er nú meira kisukaffið" og hristi hausinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli