þriðjudagur, júlí 22, 2003

Vá það líst öllum svo vel á þetta ferðalangaplan mitt. Mér líst svo vel á þetta ferðalangaplan mitt. Mömmu líst hins vegar mjög illa á það. Er svo hrædd um að mér verði rænt af e-um, eða lendi í e-u hræðilegu. Það er auðvitað hennar hlutverk að hafa slíkar áhyggjur.

Einu sinni þegar ég kom að heimsækja hana til Hollands eftir að ég var flutt heim þá fórum eins og svo oft áður í bæjinn að kaupa föt. Fórum í eina stóra H&M, að sjálfsögðu. Og eins og gengur og gerist fer maður að browsa og bara sína leið inní búðinni. Þegar ég er búin að vera ein í svona rúml. hálftíma heyri ég nafnið mitt kallað upp í kerfinu. Fannst það svona frekar hallærislegt og rölti rólega að infó deskinu. Þar sé ég mömmu tala í öngvum sínum við afgreiðslustúlkurnar. Heyri þær spyrja hvað ég sé gömul og mamma alveg: "hún er 19 ára". Ok, þær voru ekki alveg að skilja afhverju lætin. Héldu frekar að um væri að ræða eina 4 ra ára dömu.
Svo kem ég til hennar...
D: Hey alveg róleg mamma mín, afhverju ertu að láta kalla mig upp?
M: Ég er búin að leita af þér útum alla búð heillengi núna og skildi ekkert í þessu (alveg móð af æsing:)
D: Ég var bara að máta fullt af fötum inní klefa
M: Já ég hélt kannski bara að þú værir farin
D: Já eins og ég myndi bara rölta héðan og fara mína leið í dag
M: Nei, en ég hélt kannski að einhverjir Arabar hefðu tekið þig með sér, rænt þér
D: Já og ég hefði bara gengið með þeim út alveg hljóðalaust er það ekki?
M: Þeir hefðu kannski geta sprautað þig í rassinn með e-u deyfilyfi og dregið þig með sér út....

Jáhh, ört slær móðurhjartað.....ört fer ímyndunaraflið á stað þegar hræðslan tekur við. Þetta er ekki í eina skiptið sem við mæðgurnar höfum átt slíkar samræður. Stundum er ég sko alveg í hennar hlutverki:)

Engin ummæli: