Ekkert bréf komið frá La Hollandesoss. Ég bíð enn róleg
En ég hitti stelpu um daginn sem býr í Frakklandi. Sagðist vera að vinna og ætti kærasta. Ég sagði henni að ég væri líklegast á leiðinni til Hollands, en ætlaði einmitt ekki að eignast kærasta þar. Ætla aldrei að eignast útlenskan kærasta. Einmitt, hún kannaðist við þetta og sagðist hafa lofað sjálfri sér þessu fyrir 5 árum síðan. Hún hitti hann fyrsta kvöldið sem hún kom út! Systir hennar hafði líka lofað sér þessu, flutti til London. Hún eignaðist kærasta fyrstu vikuna þar.
Ég er smá smeyk...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli