miðvikudagur, júlí 09, 2003

Jingle bells jingle bells...

Hún Sigrún mín bauð mér í mat í gær. Hún Sigrún mín elskar sko að elda. Enda speglast það í matnum hennar. Svo held ég líka að Sigrún sé besti gestgjafi í heimi, það neitar því enginn! En allavega þar var hún Guðrún vinkona hennar og við fórum að tala um jólin eftir matinn. Sátum örugglega í svona hálftíma að lýsa jólum okkar fyrir hvor annari. Rifjuðum upp eftirminnileg atvik frá því í æsku. Svo er ég búin að vera að hugsa um ýmislegt sem fyrirtækið sem ég vinn hjá ætlar að gera fyrir jólin og tengist þeim. Veðrið úti er heldur ekkert sumarlegt finnst mér. Þannig að ég held að ég sé bara "komin í hátíðatskap" eins og hún Helga mín Möller.

Engin ummæli: